Lukas Podolski nýr sendiherra HM í handbolta 2019 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2018 14:30 Bastian Schweinsteiger og Lukas Podolski fagna heimsmeistaratitlinum 2014. Sterkir karakterar sem Þjóðverjar söknuðu á HM 2018. Vísir/Getty Knattspyrnumaðurinn Lukas Podolski endaði landsliðsferill sinn sem heimsmeistari á HM í Brasilíu 2014 en hann kemur nú að öðru heimsmeistaramóti í annarri íþrótt. Lukas Podolski hefur nú tekið að sér að vera sendiherra HM í handbolta sem fer fram í Þýskalandi og Danmörku í byrjun næsta árs. Lukas Podolski er annar sendiherra keppninnar á eftir gamla þýska landsliðsþjálfaranum Heiner Brand. Lukas Podolski mun vera sérstakur sendiherra milliriðilsins í Köln en hann hóf atvinnumannaferil sinn með Köln og spilaði alls 169 leiki fyrir félagið í efstu deild í Þýskalandi.Herzlich Willkommen an Bord, @Podolski10!Eduard Bopp #WMBotschafter#Köln#handball19#Poldi#LukasPodolskipic.twitter.com/CvPEuiPiWn — DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) August 17, 2018„Köln er vitlaus í íþróttir og þá skiptir það ekki máli hvort að það séu leikir hjá 1. FC Köln eða alþjóðlegir stórleikir í LANXESS arena. Andrúmsloftið er alltaf stórkostlegt og áhorfendurnir þekkja leikinn og eru sanngjarnir. Ég tek mínum skyldum fagnandi sem sendiherra HM í handbolta,“ sagði Lukas Podolski. Lukas Podolski er einna þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal en hann spilaði alls 130 landsleiki fyrir Þýskaland og skoraði í þeim 49 mörk. Aðeins tveir leikmenn hafa skorað fleiri mörk fyrir þýska landsliðið, Miroslav Klose og Gerd Müller. „Við erum svo ánægðir með að geta kynnt Lukas Podolski sem nýjan sendiherra HM. Hann er ekki aðeins vinsæll í Þýskalandi, enda opinn og skemmtilegur, heldur einnig er hann mikill baráttumaður fyrir Kölnarborg. Við hefðum ekki getað fundið betri sendiherra,“ sagði Mark Schober, stjórnarformaður þýska handboltasambandsins. Lukas Podolski spilar nú með japanska félaginu Vissel Kobe og er þar meðal annars liðsfélagi Spánverjans Andrés Iniesta.Dinner of champions! @andresiniesta8@hmikitani pic.twitter.com/pGB3TDH65J — Lukas-Podolski.com (@Podolski10) August 15, 2018 HM í handbolta fer fram frá 10. til 27. janúar og er íslenska landsliðið meðal keppenda. Ísland leikur sína leiki í riðlakeppninni í München en komist íslensku strákarnir upp úr sínum riðli þá munu þeir spila í Lanxess Arena í milliriðlinum. Þeir leikir fara fram frá 19. til 23. janúar. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Lukas Podolski endaði landsliðsferill sinn sem heimsmeistari á HM í Brasilíu 2014 en hann kemur nú að öðru heimsmeistaramóti í annarri íþrótt. Lukas Podolski hefur nú tekið að sér að vera sendiherra HM í handbolta sem fer fram í Þýskalandi og Danmörku í byrjun næsta árs. Lukas Podolski er annar sendiherra keppninnar á eftir gamla þýska landsliðsþjálfaranum Heiner Brand. Lukas Podolski mun vera sérstakur sendiherra milliriðilsins í Köln en hann hóf atvinnumannaferil sinn með Köln og spilaði alls 169 leiki fyrir félagið í efstu deild í Þýskalandi.Herzlich Willkommen an Bord, @Podolski10!Eduard Bopp #WMBotschafter#Köln#handball19#Poldi#LukasPodolskipic.twitter.com/CvPEuiPiWn — DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) August 17, 2018„Köln er vitlaus í íþróttir og þá skiptir það ekki máli hvort að það séu leikir hjá 1. FC Köln eða alþjóðlegir stórleikir í LANXESS arena. Andrúmsloftið er alltaf stórkostlegt og áhorfendurnir þekkja leikinn og eru sanngjarnir. Ég tek mínum skyldum fagnandi sem sendiherra HM í handbolta,“ sagði Lukas Podolski. Lukas Podolski er einna þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal en hann spilaði alls 130 landsleiki fyrir Þýskaland og skoraði í þeim 49 mörk. Aðeins tveir leikmenn hafa skorað fleiri mörk fyrir þýska landsliðið, Miroslav Klose og Gerd Müller. „Við erum svo ánægðir með að geta kynnt Lukas Podolski sem nýjan sendiherra HM. Hann er ekki aðeins vinsæll í Þýskalandi, enda opinn og skemmtilegur, heldur einnig er hann mikill baráttumaður fyrir Kölnarborg. Við hefðum ekki getað fundið betri sendiherra,“ sagði Mark Schober, stjórnarformaður þýska handboltasambandsins. Lukas Podolski spilar nú með japanska félaginu Vissel Kobe og er þar meðal annars liðsfélagi Spánverjans Andrés Iniesta.Dinner of champions! @andresiniesta8@hmikitani pic.twitter.com/pGB3TDH65J — Lukas-Podolski.com (@Podolski10) August 15, 2018 HM í handbolta fer fram frá 10. til 27. janúar og er íslenska landsliðið meðal keppenda. Ísland leikur sína leiki í riðlakeppninni í München en komist íslensku strákarnir upp úr sínum riðli þá munu þeir spila í Lanxess Arena í milliriðlinum. Þeir leikir fara fram frá 19. til 23. janúar.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira