Frétti rétt fyrir leik að morðingi systur hennar hefði verið látinn laus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2018 09:00 Serena Williams. Vísir/Getty Serena Williams átti alls ekki góðan dag á Mubadala Silicon Valley Classic tennismótinu á dögunum þar sem hún tapaði sannfærandi fyrir Johannu Konta. Tapið á móti Johannu Konta var stærsta tap Serenu Williams á ferlinum en nú horfa margir á þennan skell tennisdrottningarinnar öðrum augum. Serena Williams sagði nefnilega frá því í viðtali við Time að rétt fyrir þennan leik að hún frétt af því að morðingi systur hennar hafi verið látinn laus."I couldn't shake it out of my mind," Serena Williams told Time. https://t.co/B5lLj4QA8y — USA TODAY (@USATODAY) August 16, 2018Maðurinn fékk reynslulausn en hann drap systur hennar Yetunde Price árið 2003. Yetunde Price var 31 árs gömul þegar hún var myrt en hún var hálfsystir þeirra tennissystra Venusar og Serenu Williams. Leikur Serenu Williams og Johannu Konta tók aðeins 52 mínútur og Konta vann hann 6-1 og 6-0. Eftir leikinn talaði Serena Williams ekki um morðingja systur hennar heldur að hún óttaðist það að hún væri ekki nógu góð móðir. Serena var búinn að leggja mikið á sig við að komast aftur inn á tennisvöllinn en það kostaði líka fjarveru frá ellefu mánaða dóttur hennar Alexis Olympiu Ohanian. Robert E. Maxfield fékk reynslulausn þremur árum áður en fangelsivist hans átti að ljúka. Hann skaut Price til bana.Serena Williams opens up about her complicated comeback, motherhood and making time to be selfish https://t.co/6AsAAlvM27 — TIME (@TIME) August 17, 2018„Þetta var mjög erfitt því ég gat ekki hugsað um annað en börnin hennar og hvað þau skiptu mig miklu máli. Og hvað ég elska þau mikið,“ sagði Serena við Time. Yetunde Price var þriggja barna móðir. Serena Williams segðist heldur ekki getað skilið það af hversu þessi maður var laus úr fangelsi. „Hvað sem gerist þá er systir mín ekki að koma til baka vegna góðrar hegðunnar. Það er ósanngjarnt að hún fær aldrei aftur tækifæri til að faðma mig,“ sagði Serena. Serena Williams segist vilja læra að fyrirgefa og að hún ætli að kenna dóttur sinni það. „Ég er bara ekki komin þangað ennþá. Ég vil læra að fyrirgefa og ég mun komast þangað,“ sagði Serena.Serena Williams for TIME pic.twitter.com/pEtt5NbhAN — Luis. (@serenapower_) August 16, 2018 Tennis Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Fleiri fréttir „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Sjá meira
Serena Williams átti alls ekki góðan dag á Mubadala Silicon Valley Classic tennismótinu á dögunum þar sem hún tapaði sannfærandi fyrir Johannu Konta. Tapið á móti Johannu Konta var stærsta tap Serenu Williams á ferlinum en nú horfa margir á þennan skell tennisdrottningarinnar öðrum augum. Serena Williams sagði nefnilega frá því í viðtali við Time að rétt fyrir þennan leik að hún frétt af því að morðingi systur hennar hafi verið látinn laus."I couldn't shake it out of my mind," Serena Williams told Time. https://t.co/B5lLj4QA8y — USA TODAY (@USATODAY) August 16, 2018Maðurinn fékk reynslulausn en hann drap systur hennar Yetunde Price árið 2003. Yetunde Price var 31 árs gömul þegar hún var myrt en hún var hálfsystir þeirra tennissystra Venusar og Serenu Williams. Leikur Serenu Williams og Johannu Konta tók aðeins 52 mínútur og Konta vann hann 6-1 og 6-0. Eftir leikinn talaði Serena Williams ekki um morðingja systur hennar heldur að hún óttaðist það að hún væri ekki nógu góð móðir. Serena var búinn að leggja mikið á sig við að komast aftur inn á tennisvöllinn en það kostaði líka fjarveru frá ellefu mánaða dóttur hennar Alexis Olympiu Ohanian. Robert E. Maxfield fékk reynslulausn þremur árum áður en fangelsivist hans átti að ljúka. Hann skaut Price til bana.Serena Williams opens up about her complicated comeback, motherhood and making time to be selfish https://t.co/6AsAAlvM27 — TIME (@TIME) August 17, 2018„Þetta var mjög erfitt því ég gat ekki hugsað um annað en börnin hennar og hvað þau skiptu mig miklu máli. Og hvað ég elska þau mikið,“ sagði Serena við Time. Yetunde Price var þriggja barna móðir. Serena Williams segðist heldur ekki getað skilið það af hversu þessi maður var laus úr fangelsi. „Hvað sem gerist þá er systir mín ekki að koma til baka vegna góðrar hegðunnar. Það er ósanngjarnt að hún fær aldrei aftur tækifæri til að faðma mig,“ sagði Serena. Serena Williams segist vilja læra að fyrirgefa og að hún ætli að kenna dóttur sinni það. „Ég er bara ekki komin þangað ennþá. Ég vil læra að fyrirgefa og ég mun komast þangað,“ sagði Serena.Serena Williams for TIME pic.twitter.com/pEtt5NbhAN — Luis. (@serenapower_) August 16, 2018
Tennis Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Fleiri fréttir „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Sjá meira