Mætast í fyrsta sinn í úrslitum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. ágúst 2018 11:00 Sonný Lára Þráinsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, eða Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar? Fréttablaðið/Eyþór Stjarnan og Breiðablik hafa verið fastagestir í bikarúrslitaleikjum í gegnum tíðina en aldrei mæst í þessum stærsta leik hvers árs. Bikarúrslitaleikurinn í kvöld er sögulegur að því leyti. Stjarnan er í bikarúrslitum í fimmta sinn á síðustu sjö árum. Liðið varð bikarmeistari 2012, 2014 og 2015 en tapaði fyrir ÍBV í bikarúrslitaleiknum í fyrra. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki með í fyrra en er staðráðin í að vinna titilinn í ár. „Ég er allavega hungruð í að lyfta þessum bikar og við allar,“ sagði Ásgerður við Fréttablaðið. Vilja bjarga tímabilinu Stjarnan hefur valdið vonbrigðum í Pepsi-deildinni og er úr leik í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Bikarúrslitaleikurinn gefur tímabilinu þó gildi og Stjörnukonur geta orðið bikarmeistarar í fjórða sinn í kvöld. „Við stefnum alltaf á að vinna þá titla sem í boði eru. Við unnum ekki í fyrra og erum langt frá því að verða Íslandsmeistarar í ár, þannig að þetta er stór leikur fyrir okkur. Við ætlum okkur að vinna titil þetta árið,“ sagði Ásgerður. Sóknin er ekki vandamál hjá Stjörnunni en vörnin hefur lekið í sumar. Stjörnukonur hafa fengið á sig 22 mörk í 13 leikjum í Pepsi-deildinni. Aðeins fjögur neðstu liðin hafa fengið á sig fleiri mörk. „Við erum nánast með nýja varnarlínu frá því í fyrra og höfum verið í brasi með varnarleikinn. Mér finnst við ekki jafn þéttar og skipulagðar og síðustu ár,“ sagði Ásgerður. Breiðablik vann báða leikina gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni, þann fyrri 2-6 í Garðabænum og svo 1-0 á Kópavogsvelli. „Við guldum afhroð í fyrsta leiknum en við lærðum mikið af honum. Leikurinn í Kópavoginum var jafn og réðst á marki úr föstu leikatriði,“ sagði Ásgerður. Á meðan Stjarnan hefur verið í vandræðum í Pepsi-deildinni gengur Breiðabliki allt í haginn. Liðið á toppnum, tveimur stigum á undan Þór/KA. Blikar eiga því góða möguleika á að vinna tvöfalt í ár. „Við erum mjög spenntar og ánægðar að vera komnar á Laugardalsvöllinn. Við hlökkum mikið til,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður og fyrirliði Breiðabliks, í samtali við Fréttablaðið. Þurfa að stöðva Stjörnusóknina Talsverðar breytingar urðu á Blikaliðinu í vetur og sterkir leikmenn hurfu á braut. Þrátt fyrir það hefur Breiðablik sýnt mikinn styrk og stöðugleika í sumar. „Þetta hefur gengið mjög vel. Liðsheildin er sterk. Við æfðum vel í vetur og komum tilbúnar inn í tímabilið,“ sagði Sonný sem varð bikarmeistari með Breiðabliki fyrir tveimur árum. Blikar hafa alls ellefu sinnum orðið bikarmeistarar en Valskonur eru sigursælastar í sögu bikarkeppninnar með 13 titla. Sonný og stöllur hennar eru meðvitaðar um styrk Garðbæinga. „Þær eru með gríðarlega öflugt sóknarlið og leikmenn sem geta gert út um leiki,“ sagði Sonný. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Garnacho ekki í hóp Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Sjá meira
Stjarnan og Breiðablik hafa verið fastagestir í bikarúrslitaleikjum í gegnum tíðina en aldrei mæst í þessum stærsta leik hvers árs. Bikarúrslitaleikurinn í kvöld er sögulegur að því leyti. Stjarnan er í bikarúrslitum í fimmta sinn á síðustu sjö árum. Liðið varð bikarmeistari 2012, 2014 og 2015 en tapaði fyrir ÍBV í bikarúrslitaleiknum í fyrra. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki með í fyrra en er staðráðin í að vinna titilinn í ár. „Ég er allavega hungruð í að lyfta þessum bikar og við allar,“ sagði Ásgerður við Fréttablaðið. Vilja bjarga tímabilinu Stjarnan hefur valdið vonbrigðum í Pepsi-deildinni og er úr leik í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Bikarúrslitaleikurinn gefur tímabilinu þó gildi og Stjörnukonur geta orðið bikarmeistarar í fjórða sinn í kvöld. „Við stefnum alltaf á að vinna þá titla sem í boði eru. Við unnum ekki í fyrra og erum langt frá því að verða Íslandsmeistarar í ár, þannig að þetta er stór leikur fyrir okkur. Við ætlum okkur að vinna titil þetta árið,“ sagði Ásgerður. Sóknin er ekki vandamál hjá Stjörnunni en vörnin hefur lekið í sumar. Stjörnukonur hafa fengið á sig 22 mörk í 13 leikjum í Pepsi-deildinni. Aðeins fjögur neðstu liðin hafa fengið á sig fleiri mörk. „Við erum nánast með nýja varnarlínu frá því í fyrra og höfum verið í brasi með varnarleikinn. Mér finnst við ekki jafn þéttar og skipulagðar og síðustu ár,“ sagði Ásgerður. Breiðablik vann báða leikina gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni, þann fyrri 2-6 í Garðabænum og svo 1-0 á Kópavogsvelli. „Við guldum afhroð í fyrsta leiknum en við lærðum mikið af honum. Leikurinn í Kópavoginum var jafn og réðst á marki úr föstu leikatriði,“ sagði Ásgerður. Á meðan Stjarnan hefur verið í vandræðum í Pepsi-deildinni gengur Breiðabliki allt í haginn. Liðið á toppnum, tveimur stigum á undan Þór/KA. Blikar eiga því góða möguleika á að vinna tvöfalt í ár. „Við erum mjög spenntar og ánægðar að vera komnar á Laugardalsvöllinn. Við hlökkum mikið til,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður og fyrirliði Breiðabliks, í samtali við Fréttablaðið. Þurfa að stöðva Stjörnusóknina Talsverðar breytingar urðu á Blikaliðinu í vetur og sterkir leikmenn hurfu á braut. Þrátt fyrir það hefur Breiðablik sýnt mikinn styrk og stöðugleika í sumar. „Þetta hefur gengið mjög vel. Liðsheildin er sterk. Við æfðum vel í vetur og komum tilbúnar inn í tímabilið,“ sagði Sonný sem varð bikarmeistari með Breiðabliki fyrir tveimur árum. Blikar hafa alls ellefu sinnum orðið bikarmeistarar en Valskonur eru sigursælastar í sögu bikarkeppninnar með 13 titla. Sonný og stöllur hennar eru meðvitaðar um styrk Garðbæinga. „Þær eru með gríðarlega öflugt sóknarlið og leikmenn sem geta gert út um leiki,“ sagði Sonný.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Garnacho ekki í hóp Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Sjá meira