Björguðu andarnefju úr Engey Lovísa Arnardóttir skrifar 17. ágúst 2018 06:00 Andarnefjan sem var ofar í fjörunni lifði ekki strandið af en hinn hvalurinn náðist lifandi á flot. Fréttablaðið/Eyþór Andarnefja sem lifði af strand við Engey komst á flot á níunda tímanum í gærkvöld og synti þá við Reykjavíkurhöfn í fylgd björgunarsveitarmanna. „Við erum búin að koma öðru dýrinu út og það er byrjað að synda. Það er einn á sæþotu og annar á bát að fylgja því áleiðis að koma sér út,“ sagði Sverrir Tryggvason, starfsmaður hvalaskoðunarfyrirtækisins Special Tours, í samtali við frettabladid.is, vef Fréttablaðsins, eftir að andarnefjan náðist á flot á kvöldflóðinu. „Dýrið er mjög laskað og mjög veikburða. Það er hálfgert kraftaverk að við höfum náð því á flot lifandi,“ bætti Sverrir við. „En nú verður að fylgja því eftir og koma því út á dýpra svæði. Hún reynir þá vonandi að finna hópinn sinn. Við vonum það besta.“ Sverrir sagði að andarnefjunni yrði fylgt fram í myrkur. Eftir það yrði lítið meira hægt að gera. Hin andarnefjan drapst er reynt var að snúa henni við, skömmu áður en sjór flæddi að dýrinu. „Við vorum að reyna að snúa henni við og það gæti verið að hún hafi ekki þolað það. Hún hafði hreyft sig svo mikið. Hún lá á hliðinni og við vorum að reyna að koma henni á réttan kjöl. Hún var líka búin að missa mikið af blóði og kramdist eflaust undan eigin þunga,“ sagði Sverrir þegar ljóst var að hvalurinn væri dauður. Mikið lið björgunarfólks tók þátt í að reyna að halda lífi í hvölunum, bæði frá hvalaskoðunarfyrirtækjum og frá björgunarsveitinni Ársæli. Sjódælur frá Faxaflóahöfn voru fluttar út í Engey. Edda Elísabet Magnúsdóttir hvalasérfræðingur sagði andarnefjurnar í eins góðum höndum og hægt væri að búast við miðað við aðstæður. Báðir hvalirnir hafi verið kvendýr. Edda sagði þær hafa gengið í gegnum mikið streitutímabil við strandið. Dýrunum hafi verið haldið blautum og reynt hafi verið að koma öndun þeirra í lag. Reynt yrði að aðstoða þá sem lifði til að komast eins langt út og hægt væri. Að sögn Eddu voru aðstæður svipaðar því sem var fyrr í vikunni er grindhvalatorfa var strand í Kolgrafafirði. Líklega hafi hvalirnir í báðum tilfellum villst í matarleit. Báðar tegundirnar séu djúpsjávarhvalir sem koma nærri landi þegar smokkfiskurinn fer upp að landi eða ef þeir eru að forða sér undan hættu eða hljóðmengun. Edda taldi þó líklegt að andarnefjurnar hefðu villst í ætisleit. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Andarnefja sem lifði af strand við Engey komst á flot á níunda tímanum í gærkvöld og synti þá við Reykjavíkurhöfn í fylgd björgunarsveitarmanna. „Við erum búin að koma öðru dýrinu út og það er byrjað að synda. Það er einn á sæþotu og annar á bát að fylgja því áleiðis að koma sér út,“ sagði Sverrir Tryggvason, starfsmaður hvalaskoðunarfyrirtækisins Special Tours, í samtali við frettabladid.is, vef Fréttablaðsins, eftir að andarnefjan náðist á flot á kvöldflóðinu. „Dýrið er mjög laskað og mjög veikburða. Það er hálfgert kraftaverk að við höfum náð því á flot lifandi,“ bætti Sverrir við. „En nú verður að fylgja því eftir og koma því út á dýpra svæði. Hún reynir þá vonandi að finna hópinn sinn. Við vonum það besta.“ Sverrir sagði að andarnefjunni yrði fylgt fram í myrkur. Eftir það yrði lítið meira hægt að gera. Hin andarnefjan drapst er reynt var að snúa henni við, skömmu áður en sjór flæddi að dýrinu. „Við vorum að reyna að snúa henni við og það gæti verið að hún hafi ekki þolað það. Hún hafði hreyft sig svo mikið. Hún lá á hliðinni og við vorum að reyna að koma henni á réttan kjöl. Hún var líka búin að missa mikið af blóði og kramdist eflaust undan eigin þunga,“ sagði Sverrir þegar ljóst var að hvalurinn væri dauður. Mikið lið björgunarfólks tók þátt í að reyna að halda lífi í hvölunum, bæði frá hvalaskoðunarfyrirtækjum og frá björgunarsveitinni Ársæli. Sjódælur frá Faxaflóahöfn voru fluttar út í Engey. Edda Elísabet Magnúsdóttir hvalasérfræðingur sagði andarnefjurnar í eins góðum höndum og hægt væri að búast við miðað við aðstæður. Báðir hvalirnir hafi verið kvendýr. Edda sagði þær hafa gengið í gegnum mikið streitutímabil við strandið. Dýrunum hafi verið haldið blautum og reynt hafi verið að koma öndun þeirra í lag. Reynt yrði að aðstoða þá sem lifði til að komast eins langt út og hægt væri. Að sögn Eddu voru aðstæður svipaðar því sem var fyrr í vikunni er grindhvalatorfa var strand í Kolgrafafirði. Líklega hafi hvalirnir í báðum tilfellum villst í matarleit. Báðar tegundirnar séu djúpsjávarhvalir sem koma nærri landi þegar smokkfiskurinn fer upp að landi eða ef þeir eru að forða sér undan hættu eða hljóðmengun. Edda taldi þó líklegt að andarnefjurnar hefðu villst í ætisleit.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira