Skínandi foss í svartri eyðimörk Sigtryggur Ari Jóhannesson og Tómas Guðbjartsson skrifar 16. ágúst 2018 09:30 Fossinn Skínandi í Svartá. MYND/HERMANN ÞÓR Á norðausturhálendinu, skammt austan við Dyngjufjöll og sunnan við Vaðöldu eru Svartárbotnar. Þarna á Svartá upptök sín en hún er stærsta bergvatnsáin sem rennur í Jökulsá á Fjöllum. Þetta er risastór lindá þar sem tært vatnið bókstaflega sprettur út úr svörtum sandinum og er meðalrennslið í kringum 15-20 sekúndulítrar. Ferðalangar við Svartárbotna. MYND/hermann þórÍ Svartárbotnum og meðfram Svartá er einstakur hálendisgróður sem meðal annars skartar hvönn og stingur skemmtilega í stúf við svarta eyðimörkina allt í kring. Svartá rennur nokkra kílómetra til austurs en rétt áður en hún sameinast Jökulsá á Fjöllum fellur hún um foss sem heitir því fallega nafni Skínandi. Snotur fossinn kemur ekki síður á óvart í auðninni en gróðurinn við árbakkann.Mosavaxnar eyrar í Svartá. Umhverfið þar er sannkölluð vin í eyðimörk. w MYND/ÓLAFUR MÁRÁður en Holuhrauni skaut upp á yfirborðið í ágúst 2015 voru Svartárbotnar og Skínandi eitt best varðveitta leyndarmálið á hálendinu. Gosið, sem er eitt það stærsta á sögulegum tíma og varði í nærri sex mánuði, ógnaði á tímabili fossinum en sem betur fer stöðvaðist hraunstraumurinn að lokum skammt frá. Nú er Skínandi kominn á landakortið þar sem einfaldast er að skoða Holuhraun við norðurenda þess. L04150818 Holuhraun 02 Ekið í eyðimörkinni. Dyngjufjöll eru í skýjahjúpnum. MYND / HERMANN ÞÓREkið er í hálftíma eftir ógreinilegri en stikaðri leið frá skála Ferðafélags Akureyrar í Drekagili, en Dreki er síðasti viðkomustaður ferðalanga á leið í Öskju og Víti. Hluti leiðarinnar er upphaf Gæsavatna- og Dyngjufjallaleiða en mun auðveldari yfirferðar og ekki yfir neinar stórar ár að fara. Þó getur vað við norðurenda Holuhrauns verið grýtt og erfitt jepplingum.Horft yfir Holuhraun til Kverkfjalla. MYND/hermann þórGangan að bæði Svartárbotnum og Skínanda tekur innan við hálftíma hvora leið. Eftir það er vel þess virði að skoða úfið Holuhraunið en það er að jafnaði um sextán metra þykkt og erfitt yfirferðar. Þess vegna hefur verið útbúin stikuð leið skammt frá bílastæði. Hún er stutt enda þekur Holuhraun 85 ferkílómetra sem er áþekkt yfirborði Manhattan. Hluti leiðarinnar úr Drekagili, með Vaðöldu og að Holuhrauni liggur um mjúkan og stóran sand. MYND/hermann þórÞar sem hraunið hefur kólnað er ekki lengur hægt að baða sig í lækjum sem koma undan Holuhrauni en árfarvegirnir skarta enn grænum gróðri sem rekja má til hitans frá hrauninu.Vatnið streymir undan Holuhrauni. Árbotnarnir eru fagurgrænir. MYND/Ólafur már Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Fleiri fréttir Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Sjá meira
Á norðausturhálendinu, skammt austan við Dyngjufjöll og sunnan við Vaðöldu eru Svartárbotnar. Þarna á Svartá upptök sín en hún er stærsta bergvatnsáin sem rennur í Jökulsá á Fjöllum. Þetta er risastór lindá þar sem tært vatnið bókstaflega sprettur út úr svörtum sandinum og er meðalrennslið í kringum 15-20 sekúndulítrar. Ferðalangar við Svartárbotna. MYND/hermann þórÍ Svartárbotnum og meðfram Svartá er einstakur hálendisgróður sem meðal annars skartar hvönn og stingur skemmtilega í stúf við svarta eyðimörkina allt í kring. Svartá rennur nokkra kílómetra til austurs en rétt áður en hún sameinast Jökulsá á Fjöllum fellur hún um foss sem heitir því fallega nafni Skínandi. Snotur fossinn kemur ekki síður á óvart í auðninni en gróðurinn við árbakkann.Mosavaxnar eyrar í Svartá. Umhverfið þar er sannkölluð vin í eyðimörk. w MYND/ÓLAFUR MÁRÁður en Holuhrauni skaut upp á yfirborðið í ágúst 2015 voru Svartárbotnar og Skínandi eitt best varðveitta leyndarmálið á hálendinu. Gosið, sem er eitt það stærsta á sögulegum tíma og varði í nærri sex mánuði, ógnaði á tímabili fossinum en sem betur fer stöðvaðist hraunstraumurinn að lokum skammt frá. Nú er Skínandi kominn á landakortið þar sem einfaldast er að skoða Holuhraun við norðurenda þess. L04150818 Holuhraun 02 Ekið í eyðimörkinni. Dyngjufjöll eru í skýjahjúpnum. MYND / HERMANN ÞÓREkið er í hálftíma eftir ógreinilegri en stikaðri leið frá skála Ferðafélags Akureyrar í Drekagili, en Dreki er síðasti viðkomustaður ferðalanga á leið í Öskju og Víti. Hluti leiðarinnar er upphaf Gæsavatna- og Dyngjufjallaleiða en mun auðveldari yfirferðar og ekki yfir neinar stórar ár að fara. Þó getur vað við norðurenda Holuhrauns verið grýtt og erfitt jepplingum.Horft yfir Holuhraun til Kverkfjalla. MYND/hermann þórGangan að bæði Svartárbotnum og Skínanda tekur innan við hálftíma hvora leið. Eftir það er vel þess virði að skoða úfið Holuhraunið en það er að jafnaði um sextán metra þykkt og erfitt yfirferðar. Þess vegna hefur verið útbúin stikuð leið skammt frá bílastæði. Hún er stutt enda þekur Holuhraun 85 ferkílómetra sem er áþekkt yfirborði Manhattan. Hluti leiðarinnar úr Drekagili, með Vaðöldu og að Holuhrauni liggur um mjúkan og stóran sand. MYND/hermann þórÞar sem hraunið hefur kólnað er ekki lengur hægt að baða sig í lækjum sem koma undan Holuhrauni en árfarvegirnir skarta enn grænum gróðri sem rekja má til hitans frá hrauninu.Vatnið streymir undan Holuhrauni. Árbotnarnir eru fagurgrænir. MYND/Ólafur már
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Fleiri fréttir Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Sjá meira