Um græðgi og grátkóra Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 15. ágúst 2018 07:00 Ferðaþjónusta á Íslandi siglir nú í gegnum ákveðnar breytingar og jafnvel töluverðan samdrátt á sumum sviðum. Þetta kemur þeim sem lengi hafa starfað í greininni ekki á óvart. Þegar gengi krónunnar fór að styrkjast ískyggilega fyrir um tveimur árum var ljóst að það hefði áhrif á eftirspurn eftir Íslandsferðum og á hegðun ferðamanna á Íslandi. Auk styrkingar krónunnar hafa miklar launahækkanir, sem vega þungt í mannaflsfrekri atvinnugrein eins og ferðaþjónustan er, ásamt háum fjármagnskostnaði valdið því að rekstur margra ferðaþjónustufyrirtækja er nú erfiður. Þá má ekki gleyma því að fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa fjárfest gríðarlega í innviðum á síðustu árum, en á árunum 2015 til 2017 fjárfesti ferðaþjónustan fyrir 263 milljarða króna. Við þetta má svo bæta að stjórnvöldum hefur tekist að lauma inn alls kyns gjöldum og skattahækkunum á ferðamenn undanfarin ár – sem auðvitað hefur bein áhrif á verðlagið og veldur því að samkeppnishæfni Íslands hefur versnað umtalsvert. Það stendur ekki á sjálfskipuðum sérfræðingum um allt þjóðfélagið sem kjósa að hundsa staðreyndir og hrópa hátt að ferðaþjónustan sé fórnarlamb eigin græðgi. Þegar forsvarsmenn ferðaþjónustunnar benda á þessar staðreyndir eru þeir sagðir vera gengnir í grátkór og oft hnýtt aftan við að þeir séu komnir í samkór með forsvarsmönnum sjávarútvegsfyrirtækja. Allir eiga sín dæmi máli sínu til rökstuðnings í græðgistalinu. Allir geta sagt sögur af fiskrétti „úti á landi“ sem kostaði svona mikið og kaffibolla í miðborg Reykjavíkur sem kostaði heila formúu. Flestir Íslendingar hafa samkvæmt þessum sérfræðingum alls ekki efni á að ferðast innanlands. Á meðan hafa sjaldan fleiri Íslendingar ferðast til útlanda síðastliðin misseri. Sem er svo sem skiljanlegt, það fæst meira fyrir krónuna erlendis vegna sterks gengis krónunnar – sem er ferðaþjónustu á Íslandi að kenna eða þakka. Það gleymist auðvitað að taka það með í reikninginn. Græðgi, sem dregið er af orðinu að græða, er skammaryrði á Íslandi. Samt vilja allir græða – líka þeir sem hrópa hæst á torgum – en hins vegar er alls óljóst og óskilgreint hvenær eðlileg arðsemiskrafa í fyrirtækjarekstri er orðin að græðgi. Flokkast það t.d. undir græðgi að þurfa að eiga fyrir launum starfsmanna, launatengdum gjöldum, sköttum og skyldum, húsaleigu og almennum rekstrarkostnaði? Er það græðgi að vonast eftir að fjárfesting og ómæld vinna skili örlitlum arði? Ég fullyrði að það eru fá ef einhver ferðaþjónustufyrirtæki sem eru drifin áfram af óeðlilegri „græðgi“ og ég efast um að það hafi einhvern tímann verið tilfellið hjá fyrirtækjum sem vilja láta taka sig alvarlega. Því miður eru dæmi um svarta sauði í ferðaþjónustu rétt eins og í öðrum atvinnugreinum en langflestir eru ekki að tjalda til einnar nætur heldur byggja upp ferðaþjónustu, af miklum metnaði, til langrar framtíðar. Það er auðvitað ólíðandi og óþolandi að þeir sem horfa aðeins til skamms tíma og skila jafnvel ekki sköttum og skyldum fái að leika lausum hala. Á það höfum við í Samtökum ferðaþjónustunnar ítrekað bent og krafist aðgerða. Mörg ferðaþjónustufyrirtæki berjast nú í bökkum við að láta enda ná saman. Það eru hagræðingaraðgerðir í gangi víðast hvar og menn leita leiða til að lækka verð til að þess að varan „Íslandsferð“ haldi áfram að vera samkeppnishæf á erlendum mörkuðum. Ef það kallast að vera í grátkór að benda á staðreyndir og vara við aðgerðum sem geta reynst hættulegar mikilvægustu útflutningsgrein okkar, þá skal ég syngja fyrsta sópran í þeim kór. Verði íslensk ferðaþjónusta af hvaða ástæðum sem er fyrir verulegum skakkaföllum á næstu misserum, þá verða það nefnilega ekki bara hinir meintu gróðapungar sem tapa, heldur allir Íslendingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ferðaþjónusta á Íslandi siglir nú í gegnum ákveðnar breytingar og jafnvel töluverðan samdrátt á sumum sviðum. Þetta kemur þeim sem lengi hafa starfað í greininni ekki á óvart. Þegar gengi krónunnar fór að styrkjast ískyggilega fyrir um tveimur árum var ljóst að það hefði áhrif á eftirspurn eftir Íslandsferðum og á hegðun ferðamanna á Íslandi. Auk styrkingar krónunnar hafa miklar launahækkanir, sem vega þungt í mannaflsfrekri atvinnugrein eins og ferðaþjónustan er, ásamt háum fjármagnskostnaði valdið því að rekstur margra ferðaþjónustufyrirtækja er nú erfiður. Þá má ekki gleyma því að fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa fjárfest gríðarlega í innviðum á síðustu árum, en á árunum 2015 til 2017 fjárfesti ferðaþjónustan fyrir 263 milljarða króna. Við þetta má svo bæta að stjórnvöldum hefur tekist að lauma inn alls kyns gjöldum og skattahækkunum á ferðamenn undanfarin ár – sem auðvitað hefur bein áhrif á verðlagið og veldur því að samkeppnishæfni Íslands hefur versnað umtalsvert. Það stendur ekki á sjálfskipuðum sérfræðingum um allt þjóðfélagið sem kjósa að hundsa staðreyndir og hrópa hátt að ferðaþjónustan sé fórnarlamb eigin græðgi. Þegar forsvarsmenn ferðaþjónustunnar benda á þessar staðreyndir eru þeir sagðir vera gengnir í grátkór og oft hnýtt aftan við að þeir séu komnir í samkór með forsvarsmönnum sjávarútvegsfyrirtækja. Allir eiga sín dæmi máli sínu til rökstuðnings í græðgistalinu. Allir geta sagt sögur af fiskrétti „úti á landi“ sem kostaði svona mikið og kaffibolla í miðborg Reykjavíkur sem kostaði heila formúu. Flestir Íslendingar hafa samkvæmt þessum sérfræðingum alls ekki efni á að ferðast innanlands. Á meðan hafa sjaldan fleiri Íslendingar ferðast til útlanda síðastliðin misseri. Sem er svo sem skiljanlegt, það fæst meira fyrir krónuna erlendis vegna sterks gengis krónunnar – sem er ferðaþjónustu á Íslandi að kenna eða þakka. Það gleymist auðvitað að taka það með í reikninginn. Græðgi, sem dregið er af orðinu að græða, er skammaryrði á Íslandi. Samt vilja allir græða – líka þeir sem hrópa hæst á torgum – en hins vegar er alls óljóst og óskilgreint hvenær eðlileg arðsemiskrafa í fyrirtækjarekstri er orðin að græðgi. Flokkast það t.d. undir græðgi að þurfa að eiga fyrir launum starfsmanna, launatengdum gjöldum, sköttum og skyldum, húsaleigu og almennum rekstrarkostnaði? Er það græðgi að vonast eftir að fjárfesting og ómæld vinna skili örlitlum arði? Ég fullyrði að það eru fá ef einhver ferðaþjónustufyrirtæki sem eru drifin áfram af óeðlilegri „græðgi“ og ég efast um að það hafi einhvern tímann verið tilfellið hjá fyrirtækjum sem vilja láta taka sig alvarlega. Því miður eru dæmi um svarta sauði í ferðaþjónustu rétt eins og í öðrum atvinnugreinum en langflestir eru ekki að tjalda til einnar nætur heldur byggja upp ferðaþjónustu, af miklum metnaði, til langrar framtíðar. Það er auðvitað ólíðandi og óþolandi að þeir sem horfa aðeins til skamms tíma og skila jafnvel ekki sköttum og skyldum fái að leika lausum hala. Á það höfum við í Samtökum ferðaþjónustunnar ítrekað bent og krafist aðgerða. Mörg ferðaþjónustufyrirtæki berjast nú í bökkum við að láta enda ná saman. Það eru hagræðingaraðgerðir í gangi víðast hvar og menn leita leiða til að lækka verð til að þess að varan „Íslandsferð“ haldi áfram að vera samkeppnishæf á erlendum mörkuðum. Ef það kallast að vera í grátkór að benda á staðreyndir og vara við aðgerðum sem geta reynst hættulegar mikilvægustu útflutningsgrein okkar, þá skal ég syngja fyrsta sópran í þeim kór. Verði íslensk ferðaþjónusta af hvaða ástæðum sem er fyrir verulegum skakkaföllum á næstu misserum, þá verða það nefnilega ekki bara hinir meintu gróðapungar sem tapa, heldur allir Íslendingar.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar