Hugmyndir sjávarútvegsráðherra með þessu frumvarpi eru að sporna við brottkasti og vigtarsvindli, enda liggur fyrir að Fiskistofa telur sig vanbúna til að fylgjast með slíku. Þetta er gríðarlegt eftirlit með fjölmörgum persónum þannig að sú spurning vaknar hvort málið sé komið til kasta Persónuverndar.

„Hvort sem það er gert með slíkum hætti er það svo að ný Persónuverndarlög sem tóku gildi 15. júlí gera ráð fyrir að þegar vinnsl persónuupplýsinga fer fram þarf að fara fram ákveðið hagsmunamat. Eftir því sem vinnslan er meiri þarf að leggja meiri vinnu í hagsmunamatið.“
Fari hagsmunamatið ekki fram hjá viðkomandi ráðuneyti þurfi það að fara fram hjá viðkomandi þjóðingi, þ.e. Alþingi í tilfelli Íslendinga. Málið er ekki komið á borð Persónuverndar enn sem komið er.

Í umsögn Samtaka atvinnulífsins segir meðal annars að þessar hugmyndir stuðli að því að koma upp kerfi sem byggi á því að allir séu tortryggnir, og gengið sé út frá því að lögbrot séu eðlilegur þáttur í starfi vinnandi fólks.
Fjallað var um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar sem heyra má í spilaranum að ofan.