Ágúst: Sýndum mikinn karakter Þór Símon skrifar 13. ágúst 2018 20:33 Ágúst er að gera góða hluti í Kópavoginum. vísir/daníel „Við vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur. Áttum erfiðan fyrsta hálftíma þar sem við héldum boltanum illa og Víkingar áttu skilið að komast yfir,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, eftir erfiðan 3-2 sigur gegn Víkingum í Víkinni í kvöld. Breiðablik lenti 1-0 undir og áttu erfitt uppdráttar gegn hungruðum Víkingum sem sýndu klærnar í kvöld en Breiðablik náði svo forystunni með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla. „Það kemur einhver rosalegur kraftur í okkur og við skorum tvö með stuttu millibili. Sýndum mikinn karakter og fórum með það í seinni hálfleik og skoruðum þriðja,“ sagði Ágúst en þrátt fyrir að vera með tveggja marka forystu voru úrslitin ekki alveg ráðin er Víkingar minnkuðu muninn með marki Nikolaj Hansen úr vítaspyrnu. „Það fór smá um mann þegar þeir minnkuðu muninn í 3-2. En við sigldum þessu heim og fengum gríðarlega mikilvægan sigur í toppbaráttunni.“ Annað mark Breiðabliks var skrautlegt með meiru er mikill misskilningur var á milli varnarmanns Víkinga, Gunnlaugs Fannars, og markvarðarins, Andreas Larsen, sem leiddi til þess að Willum Þór skoraði í autt mark Víkinga og kom Breiðablik í forystu. Ágúst segir sína menn af sjálfsögðu þyggja öll sambærileg mistök hjá andstæðingum sínum. „Við tökum því fegins auðvitað. En við skoruðum líka úr tveimur föstum leikatriðum sem var mjög sætt,“ sagði Ágúst sem er strax farinn að einbeita sér að næsta leik Blika sem er í undanúrslitum Mjólkurbikarsins er liðið fær 1. deildar lið Víkings Ólafsvíkur í heimsókn. „Við „tjösslum“ liðinu aðeins saman fyrir þann leik og sjáum hvernig staðan er á mönnum. Ætlum okkur í bikarúrslitin.“ Breiðablik er nú á toppnum með á toppnum með 34 stig eftir 16. umferðir en bæði Valur og Stjarnan sem fylgja fast á eftir eiga leik til góða. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Breiðablik 2-3 │Tvö mörk frá Viktori er Breiðablik vann í Víkinni Sterkur sigur hjá Breiðablik þar sem miðvörðurinn Viktor Örn Margeirsson skoraði tvö mörk. 13. ágúst 2018 21:15 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
„Við vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur. Áttum erfiðan fyrsta hálftíma þar sem við héldum boltanum illa og Víkingar áttu skilið að komast yfir,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, eftir erfiðan 3-2 sigur gegn Víkingum í Víkinni í kvöld. Breiðablik lenti 1-0 undir og áttu erfitt uppdráttar gegn hungruðum Víkingum sem sýndu klærnar í kvöld en Breiðablik náði svo forystunni með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla. „Það kemur einhver rosalegur kraftur í okkur og við skorum tvö með stuttu millibili. Sýndum mikinn karakter og fórum með það í seinni hálfleik og skoruðum þriðja,“ sagði Ágúst en þrátt fyrir að vera með tveggja marka forystu voru úrslitin ekki alveg ráðin er Víkingar minnkuðu muninn með marki Nikolaj Hansen úr vítaspyrnu. „Það fór smá um mann þegar þeir minnkuðu muninn í 3-2. En við sigldum þessu heim og fengum gríðarlega mikilvægan sigur í toppbaráttunni.“ Annað mark Breiðabliks var skrautlegt með meiru er mikill misskilningur var á milli varnarmanns Víkinga, Gunnlaugs Fannars, og markvarðarins, Andreas Larsen, sem leiddi til þess að Willum Þór skoraði í autt mark Víkinga og kom Breiðablik í forystu. Ágúst segir sína menn af sjálfsögðu þyggja öll sambærileg mistök hjá andstæðingum sínum. „Við tökum því fegins auðvitað. En við skoruðum líka úr tveimur föstum leikatriðum sem var mjög sætt,“ sagði Ágúst sem er strax farinn að einbeita sér að næsta leik Blika sem er í undanúrslitum Mjólkurbikarsins er liðið fær 1. deildar lið Víkings Ólafsvíkur í heimsókn. „Við „tjösslum“ liðinu aðeins saman fyrir þann leik og sjáum hvernig staðan er á mönnum. Ætlum okkur í bikarúrslitin.“ Breiðablik er nú á toppnum með á toppnum með 34 stig eftir 16. umferðir en bæði Valur og Stjarnan sem fylgja fast á eftir eiga leik til góða.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Breiðablik 2-3 │Tvö mörk frá Viktori er Breiðablik vann í Víkinni Sterkur sigur hjá Breiðablik þar sem miðvörðurinn Viktor Örn Margeirsson skoraði tvö mörk. 13. ágúst 2018 21:15 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Breiðablik 2-3 │Tvö mörk frá Viktori er Breiðablik vann í Víkinni Sterkur sigur hjá Breiðablik þar sem miðvörðurinn Viktor Örn Margeirsson skoraði tvö mörk. 13. ágúst 2018 21:15