Vagnstjórinn mun ekki aka undir merkjum Strætó framar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. ágúst 2018 18:39 Strætisvagnstjóri, sem sást aka glannalega fram úr bifreið, mun ekki aka undir merkjum Strætó héðan í frá. Upplýsingafulltrúi Strætó segir málið grafalvarlegt og þakkar fyrir að ekki fór verr.Vigfús Markússon var á leið austur þegar strætisvagn á leið 51 sást aka fram úr nokkrum bílum. Vagninn kom á fleygiferð inn á gagnstæða akrein en litlu mátti muna að hann hefði lent framan á bíl Vigfúsar. Upplýsingafulltrúi Strætó lítur málið grafalvarlegum augum og segir það bæði brjóta í bága við umferðarlög og gegn öllum gildum Strætó um ábyrgan akstur. „Þetta er náttúrulega grafalvarlegt mál og við fordæmum svona glannaakstur eins og talað var um í dag. Þetta er eitthvað sem við viljum ekki sjá í umferðinni. Sérstaklega ekki þegar við erum að flytja almenning í okkar starfi,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó. Strætóinn sem um ræðir var á leið en þennan dag var Hellisheiðin lokuð og því fór vagninn um Þrengslin. Þrettán farþegar voru um borð og þakkar Guðmundur fyrir að ekki fór verr. „Við erum búin að vera í samskiptum við verktakann sem ekur leið 51. Það eru Hópbílar og við komumst að þeirri niðurstöðu að þessu tiltekni bílstjóri mun ekki aka undir merkjum Strætó héðan í frá,“ segir Guðmundur.Undantekning Guðmundur segir að um undantekningu sé að ræða og því hvetur hann fólk til að halda áfram að taka Strætó. „Við förum hundruð ferða á hverjum einasta degi og eru Strætó og Hópbílar almennt séð mjög öruggir valkostir. Ég hvet fólk til að halda áfram að taka strætó því ef svona mál koma upp þá tökum við á þeim og við tökum hratt á þeim,“ segir Guðmundur. Ekki vitað hvort bílstjórinn muni starfa áfram hjá Hópbílum, en framkvæmdastjóri Hópbíla neitaði að tjá sig um málið. Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Strætó harmar framúraksturinn: Setjast niður með bílstjóra strætisvagnsins í dag Upplýsingafulltrúi Strætó segir fyrirtækið harma glannalegan framúrakstur strætisvagns í Þrengslum á föstudag. Rætt verður við bílstjórann í dag. 13. ágúst 2018 11:30 Glannalegur framúrakstur strætisvagns í Þrengslum Litlu mátti muna að illa hefði farið þegar strætisvagni var ekið fram úr á leið til Reykjavíkur um Þrengsli síðdegis á föstudag. 13. ágúst 2018 09:37 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Sjá meira
Strætisvagnstjóri, sem sást aka glannalega fram úr bifreið, mun ekki aka undir merkjum Strætó héðan í frá. Upplýsingafulltrúi Strætó segir málið grafalvarlegt og þakkar fyrir að ekki fór verr.Vigfús Markússon var á leið austur þegar strætisvagn á leið 51 sást aka fram úr nokkrum bílum. Vagninn kom á fleygiferð inn á gagnstæða akrein en litlu mátti muna að hann hefði lent framan á bíl Vigfúsar. Upplýsingafulltrúi Strætó lítur málið grafalvarlegum augum og segir það bæði brjóta í bága við umferðarlög og gegn öllum gildum Strætó um ábyrgan akstur. „Þetta er náttúrulega grafalvarlegt mál og við fordæmum svona glannaakstur eins og talað var um í dag. Þetta er eitthvað sem við viljum ekki sjá í umferðinni. Sérstaklega ekki þegar við erum að flytja almenning í okkar starfi,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó. Strætóinn sem um ræðir var á leið en þennan dag var Hellisheiðin lokuð og því fór vagninn um Þrengslin. Þrettán farþegar voru um borð og þakkar Guðmundur fyrir að ekki fór verr. „Við erum búin að vera í samskiptum við verktakann sem ekur leið 51. Það eru Hópbílar og við komumst að þeirri niðurstöðu að þessu tiltekni bílstjóri mun ekki aka undir merkjum Strætó héðan í frá,“ segir Guðmundur.Undantekning Guðmundur segir að um undantekningu sé að ræða og því hvetur hann fólk til að halda áfram að taka Strætó. „Við förum hundruð ferða á hverjum einasta degi og eru Strætó og Hópbílar almennt séð mjög öruggir valkostir. Ég hvet fólk til að halda áfram að taka strætó því ef svona mál koma upp þá tökum við á þeim og við tökum hratt á þeim,“ segir Guðmundur. Ekki vitað hvort bílstjórinn muni starfa áfram hjá Hópbílum, en framkvæmdastjóri Hópbíla neitaði að tjá sig um málið.
Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Strætó harmar framúraksturinn: Setjast niður með bílstjóra strætisvagnsins í dag Upplýsingafulltrúi Strætó segir fyrirtækið harma glannalegan framúrakstur strætisvagns í Þrengslum á föstudag. Rætt verður við bílstjórann í dag. 13. ágúst 2018 11:30 Glannalegur framúrakstur strætisvagns í Þrengslum Litlu mátti muna að illa hefði farið þegar strætisvagni var ekið fram úr á leið til Reykjavíkur um Þrengsli síðdegis á föstudag. 13. ágúst 2018 09:37 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Sjá meira
Strætó harmar framúraksturinn: Setjast niður með bílstjóra strætisvagnsins í dag Upplýsingafulltrúi Strætó segir fyrirtækið harma glannalegan framúrakstur strætisvagns í Þrengslum á föstudag. Rætt verður við bílstjórann í dag. 13. ágúst 2018 11:30
Glannalegur framúrakstur strætisvagns í Þrengslum Litlu mátti muna að illa hefði farið þegar strætisvagni var ekið fram úr á leið til Reykjavíkur um Þrengsli síðdegis á föstudag. 13. ágúst 2018 09:37