Lokun Ölfusárbrúar er slæm fyrir umferð og heimamenn á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. ágúst 2018 20:00 Lokað var fyrir alla umferð um Ölfusárbrú á Selfossi í dag og verður brúin lokuð í viku. Ástæðan er sú að það á að steypa nýtt brúargólf. Forseti bæjarstjórnar Árborgar segir lokun brúarinnar svakalega skerðingu fyrir umferð ferðamanna, flutninga og ekki síst fyrir heimamenn. Það var klukkan fjögur í dag sem starfsmenn Vegagerðarinnar lokuðu fyrir alla umferð yfir Ölfusárbrú á meðan viðgerðir og steypuvinna á brúnni fer fram. Brúin verður opnuð aftur eftir viku, eða mánudaginn 20. ágúst. Um 17 þúsund bílar fara yfir brúnna á hverjum degi en nú þurfa þeir að velja aðrar leiðir. „Okkur líst náttúrulega ekkert rosalega vel á þetta því þetta er náttúrulega svakaleg skerðing fyrir umferð ferðamanna, flutninga og fleira og ekki síst fyrir heimamenn. Við vitum að íbúarnir búa hérna sitthvoru megin við ánna, þannig að þetta er mikil skerðing en þetta er verkefni sem þarf að fara í,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar.Steypuframkvæmdir á brúnni hófust nú síðdegis á Ölfusárbrúnni.Vísir/Friðrik ÞórEn hvaða áhrif mun loku brúarinnar hafa á samfélagið á Selfossi?„Þetta mun náttúrulega hafa þau áhrif á þjónusta sem er fyrir utan á eins og við segjum, það verður erfiðara fyrir fólk að fara þangað, nema að það ætli að taka stóran krók ætli það keyrandi, en umferð gangandi vegfarenda verður opin áfram, og eins er það öfugt fyrir þá sem þurfa að sækja þjónustu hingað. Þetta snýst um það að sveitarfélagið er beggja megin árinnar og þjónustan, þannig að þetta mun hafa áhrif á skerðingu á þjónustu og gæðum“, segir Helgi.Vísir/Magnús HlynurGömul og lúinHelgi segir að Ölfusárbrú sé orðin gömul og lúin og kallar eftir nýrri brú sem allra fyrst. En vill Helgi sjá gjaldtöku á nýrri brú til að flýta fyrir því að hún komi? „Ég hef nú aldrei verið hrifinn af gjaldtöku og er ekki sammála henni.“ Á meðan Ölfusárbrú verður lokuð verður umferð beint um Þrengsli og Óseyrarbrú á Eyrarbakkavegi og í uppsveitum Árnessýslu eru hjáleiðir um Biskupstungnabraut, Skálholtsveg , Bræðratunguveg og Skeiðaveg.Vísir/Magnús HlynurÞá er búið að vera að malbika báðar akreinar til austurs á Suðurlandsvegi í dag á milli vegamóta við Hellisheiðarvirkjun og Skíðaskála. Akreinunum er lokað á meðan og umferð til austurs beint um Þrengslaveg. Áætlað er að framkvæmdirnar standi til miðnættis. Einnig er Þingvallavegur lokaður allri umferð milli þjónustumiðstöðvarinnar og eystri gatnamótanna við Vallaveg fram í október. Hjáleið er um Vallaveg. Samgöngur Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Lokað var fyrir alla umferð um Ölfusárbrú á Selfossi í dag og verður brúin lokuð í viku. Ástæðan er sú að það á að steypa nýtt brúargólf. Forseti bæjarstjórnar Árborgar segir lokun brúarinnar svakalega skerðingu fyrir umferð ferðamanna, flutninga og ekki síst fyrir heimamenn. Það var klukkan fjögur í dag sem starfsmenn Vegagerðarinnar lokuðu fyrir alla umferð yfir Ölfusárbrú á meðan viðgerðir og steypuvinna á brúnni fer fram. Brúin verður opnuð aftur eftir viku, eða mánudaginn 20. ágúst. Um 17 þúsund bílar fara yfir brúnna á hverjum degi en nú þurfa þeir að velja aðrar leiðir. „Okkur líst náttúrulega ekkert rosalega vel á þetta því þetta er náttúrulega svakaleg skerðing fyrir umferð ferðamanna, flutninga og fleira og ekki síst fyrir heimamenn. Við vitum að íbúarnir búa hérna sitthvoru megin við ánna, þannig að þetta er mikil skerðing en þetta er verkefni sem þarf að fara í,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar.Steypuframkvæmdir á brúnni hófust nú síðdegis á Ölfusárbrúnni.Vísir/Friðrik ÞórEn hvaða áhrif mun loku brúarinnar hafa á samfélagið á Selfossi?„Þetta mun náttúrulega hafa þau áhrif á þjónusta sem er fyrir utan á eins og við segjum, það verður erfiðara fyrir fólk að fara þangað, nema að það ætli að taka stóran krók ætli það keyrandi, en umferð gangandi vegfarenda verður opin áfram, og eins er það öfugt fyrir þá sem þurfa að sækja þjónustu hingað. Þetta snýst um það að sveitarfélagið er beggja megin árinnar og þjónustan, þannig að þetta mun hafa áhrif á skerðingu á þjónustu og gæðum“, segir Helgi.Vísir/Magnús HlynurGömul og lúinHelgi segir að Ölfusárbrú sé orðin gömul og lúin og kallar eftir nýrri brú sem allra fyrst. En vill Helgi sjá gjaldtöku á nýrri brú til að flýta fyrir því að hún komi? „Ég hef nú aldrei verið hrifinn af gjaldtöku og er ekki sammála henni.“ Á meðan Ölfusárbrú verður lokuð verður umferð beint um Þrengsli og Óseyrarbrú á Eyrarbakkavegi og í uppsveitum Árnessýslu eru hjáleiðir um Biskupstungnabraut, Skálholtsveg , Bræðratunguveg og Skeiðaveg.Vísir/Magnús HlynurÞá er búið að vera að malbika báðar akreinar til austurs á Suðurlandsvegi í dag á milli vegamóta við Hellisheiðarvirkjun og Skíðaskála. Akreinunum er lokað á meðan og umferð til austurs beint um Þrengslaveg. Áætlað er að framkvæmdirnar standi til miðnættis. Einnig er Þingvallavegur lokaður allri umferð milli þjónustumiðstöðvarinnar og eystri gatnamótanna við Vallaveg fram í október. Hjáleið er um Vallaveg.
Samgöngur Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira