Upplýsingar um stöðu leikskóla borgarinnar liggja ekki fyrir Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. ágúst 2018 07:00 Um 1.600 börn, fædd 2016 og 2017, verða tekin inn í leikaskóla í Reykjavík í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Það mun ekki skýrast að fullu hvernig ganga muni að taka ný börn inn á leikskóla borgarinnar fyrr en í næstu viku. Skóla- og frístundaráð mun funda 21. ágúst næstkomandi þar sem farið verður yfir stöðuna. Borgin tilkynnti í maí að um 1.600 börn fædd 2016 og fyrstu mánuði 2017 yrðu tekin inn í leikskólana í haust. Það myndi hins vegar ráðast af því hvernig gengi að ráða í lausar stöður á leikskólum hvenær hægt yrði að hefja aðlögun barnanna. „Við fylgjumst mjög náið með stöðunni og erum í beinu sambandi við leikskólastjórnendur til að geta séð stöðuna nákvæmlega,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs. Hann segir heildarstöðuna ekki munu liggja fyrir fyrr en rætt hafi verið við stjórnendur allra leikskólanna. Tölurnar verði lagðar fyrir á fundi skóla- og frístundaráðs og gerðar opinberar í kjölfarið. „Það er samt gott hljóð í þeim sem við höfum þegar talað við og fjölmargir hafa tryggt grunnmönnun. Við styðjum við þá skóla sem enn vantar starfsfólk til að tryggja mönnun þeirra sem allra fyrst.“ Katrín Atladóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði, segist sjálf hafa kallað eftir svörum um stöðuna hjá leikskólunum en ekki fengið. Hún segir að staðan muni eitthvað skýrast á undirbúningsfundi sviðsins í næstu viku.Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.Reykjavíkurborg„Við höfum töluverðar áhyggjur af því að fólk sé sett í þá stöðu að vita ekki hvenær börn sín komist inn í leikskóla. Þetta er mikil óvissa fyrir foreldra og hefur áhrif á alla skipulagningu,“ segir Katrín. Einn þeirra leikskóla sem sér fram á að þurfa að bíða með að taka ný börn inn í aðlögun er Steinahlíð. Bergsteinn Þór Jónsson leikskólastjóri hefur skrifað bréf til foreldra þar sem þetta er tilkynnt. „Hjá okkur vantar ekki svo marga starfsmenn en það vantar deildarstjóra á yngstu deildina sem er lykilstaða,“ segir Bergsteinn.“ Hann segir að foreldrar ellefu barna hafi fengið bréf þar sem fram komi að ekki verði hægt að taka þau inn að svo stöddu. „Þetta er engin óskastaða fyrir okkur en þetta snýst um öryggi barnanna.“ Að sögn Bergsteins snýr hluti vandans að því að grunnskólinn sé að taka starfsfólk frá leikskólunum. „Á mínum fyrri vinnustað fóru á einu ári fimm fagaðilar yfir í kennslu í grunnskólum. Þetta er mikil blóðtaka fyrir leikskólana.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Börn og uppeldi Tengdar fréttir Minnst 200 leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust Að minnsta kosti tvö hundruð leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust að sögn leikskólastjóra. Leikskólastjórnendur undrast að nýr borgarstjórnarmeirihluti ætli að fjölga leikskólaplássum á sama tíma og illa gengur að manna lausar stöður. 13. júní 2018 20:45 Dæmi um að gleymst hafi að auglýsa lausar stöður í leikskólum Enn á eftir að manna fjölmörg stöðugildi leikskóla á höfuðborgarsvæðinu og dæmi eru um að gleymst hafi að auglýsa lausar stöður. Foreldrar bíða margir í óvissu um það hvort og þá hvenær börnin þeirra fái leikskólapláss í haust, jafnvel þeir sem höfðu fengið vilyrði fyrir plássi. 28. júlí 2018 22:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fleiri fréttir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Sjá meira
Það mun ekki skýrast að fullu hvernig ganga muni að taka ný börn inn á leikskóla borgarinnar fyrr en í næstu viku. Skóla- og frístundaráð mun funda 21. ágúst næstkomandi þar sem farið verður yfir stöðuna. Borgin tilkynnti í maí að um 1.600 börn fædd 2016 og fyrstu mánuði 2017 yrðu tekin inn í leikskólana í haust. Það myndi hins vegar ráðast af því hvernig gengi að ráða í lausar stöður á leikskólum hvenær hægt yrði að hefja aðlögun barnanna. „Við fylgjumst mjög náið með stöðunni og erum í beinu sambandi við leikskólastjórnendur til að geta séð stöðuna nákvæmlega,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs. Hann segir heildarstöðuna ekki munu liggja fyrir fyrr en rætt hafi verið við stjórnendur allra leikskólanna. Tölurnar verði lagðar fyrir á fundi skóla- og frístundaráðs og gerðar opinberar í kjölfarið. „Það er samt gott hljóð í þeim sem við höfum þegar talað við og fjölmargir hafa tryggt grunnmönnun. Við styðjum við þá skóla sem enn vantar starfsfólk til að tryggja mönnun þeirra sem allra fyrst.“ Katrín Atladóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði, segist sjálf hafa kallað eftir svörum um stöðuna hjá leikskólunum en ekki fengið. Hún segir að staðan muni eitthvað skýrast á undirbúningsfundi sviðsins í næstu viku.Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.Reykjavíkurborg„Við höfum töluverðar áhyggjur af því að fólk sé sett í þá stöðu að vita ekki hvenær börn sín komist inn í leikskóla. Þetta er mikil óvissa fyrir foreldra og hefur áhrif á alla skipulagningu,“ segir Katrín. Einn þeirra leikskóla sem sér fram á að þurfa að bíða með að taka ný börn inn í aðlögun er Steinahlíð. Bergsteinn Þór Jónsson leikskólastjóri hefur skrifað bréf til foreldra þar sem þetta er tilkynnt. „Hjá okkur vantar ekki svo marga starfsmenn en það vantar deildarstjóra á yngstu deildina sem er lykilstaða,“ segir Bergsteinn.“ Hann segir að foreldrar ellefu barna hafi fengið bréf þar sem fram komi að ekki verði hægt að taka þau inn að svo stöddu. „Þetta er engin óskastaða fyrir okkur en þetta snýst um öryggi barnanna.“ Að sögn Bergsteins snýr hluti vandans að því að grunnskólinn sé að taka starfsfólk frá leikskólunum. „Á mínum fyrri vinnustað fóru á einu ári fimm fagaðilar yfir í kennslu í grunnskólum. Þetta er mikil blóðtaka fyrir leikskólana.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Börn og uppeldi Tengdar fréttir Minnst 200 leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust Að minnsta kosti tvö hundruð leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust að sögn leikskólastjóra. Leikskólastjórnendur undrast að nýr borgarstjórnarmeirihluti ætli að fjölga leikskólaplássum á sama tíma og illa gengur að manna lausar stöður. 13. júní 2018 20:45 Dæmi um að gleymst hafi að auglýsa lausar stöður í leikskólum Enn á eftir að manna fjölmörg stöðugildi leikskóla á höfuðborgarsvæðinu og dæmi eru um að gleymst hafi að auglýsa lausar stöður. Foreldrar bíða margir í óvissu um það hvort og þá hvenær börnin þeirra fái leikskólapláss í haust, jafnvel þeir sem höfðu fengið vilyrði fyrir plássi. 28. júlí 2018 22:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fleiri fréttir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Sjá meira
Minnst 200 leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust Að minnsta kosti tvö hundruð leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust að sögn leikskólastjóra. Leikskólastjórnendur undrast að nýr borgarstjórnarmeirihluti ætli að fjölga leikskólaplássum á sama tíma og illa gengur að manna lausar stöður. 13. júní 2018 20:45
Dæmi um að gleymst hafi að auglýsa lausar stöður í leikskólum Enn á eftir að manna fjölmörg stöðugildi leikskóla á höfuðborgarsvæðinu og dæmi eru um að gleymst hafi að auglýsa lausar stöður. Foreldrar bíða margir í óvissu um það hvort og þá hvenær börnin þeirra fái leikskólapláss í haust, jafnvel þeir sem höfðu fengið vilyrði fyrir plássi. 28. júlí 2018 22:00