Íslendingar greiða sexfalt verð fyrir nýjasta Múmínmálið Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. ágúst 2018 07:19 Fallegir bollar, því er ekki að neita. Moomin Íslenskir aðdáendur Múmínmálanna eru tilbúnir að greiða margfalt uppsett verð til að bæta nýjasta bollanum í safnið. Málið var gefið út í tilefni alþjóðlega Múmíndagsins, sem haldinn var hátíðlegur í gær. Bollinn er fölbleikur á lit og sýnir tvo Múmínálfa í faðmlögum fyrir framan sólarlagið, eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Upplagið af málinu var gríðarlega takmarkað og aðeins fáanlegt í einn sólarhring, frá miðnætti 9. ágúst til síðastliðins miðnættis, á völdum sölustöðum Múmínbollanna sem og í opinberri netverslun Múmínálfanna. Uppsett verð voru 29,90 evrur, eða rúmlega 3700 krónur. Áhuginn var gríðarlegur og mynduðust langar biðraðir við fjöldamörg Múmínútibú í Skandinavíu. Bollarnir seldust upp á svipstundu og sátu margir Múmínáhangendur eftir með sárt ennið. Þeir þurfa því nú að reiða sig á eftirmarkaðinn og eru íslenskir Múmínsafnarar þar engin undantekning. Þeir hafa safnast saman í Facebook-hópnum Múmínmarkaðurinn þar sem bollar og annar Múmínvarningur gengur kaupum og sölum.Langar raðir mynduðust fyrir utan skandinavísk Múmínútibú þegar bollarnir fóru í sölu.AðsendÍslenskir Múmínálfar fóru ekki varhluta af útgáfu nýja bollans í gær og sköpuðust heitar umræður um hvernig best væri að nálgast nýja málið. Íslendingur í Gautaborg varð sér út um málið og ákvað að bjóða það upp á Múmínmarkaðnum. Ef marka má viðbrögðin var áhuginn mikill og að endingu seldist bollinn á 20 þúsund íslenskar krónur, sem er næstum því sexfalt söluverð. Seljandanum tókst að verða sér út um fleiri fölbleika bolla, sem hann segir einnig hafa selst á 20 þúsund krónur. Eftirspurnin eftir fágætum Múmínmálum ætti ekki að koma fólki á óvart sem hefur kynnt sér niðurstöður ritgerðarinnar Kauphegðun Íslendinga : múmínbollar og hjarðhegðun. Eins og nafnið gefur til kynna var rannsóknarefnið áhugi landsmanna á Múmínmálunum og var spurningalisti lagður fyrir meðlimi fyrrnefnda Múmínmarkaðarins.Sjá einnig: Eftirminnilegustu raðir okkar tímaNiðurstöðurnar gefa meðal annars til kynna að flestir íslenskir Múmínaðdáendur eru konur, en þær voru alls 99 prósent svarenda. Flestar þeirra áttu á bilinu 6 til 10 Múmínbolla og segir meirihluti þeirra að áhuginn á bollasöfnuninni hafi kviknað eftir að þær höfðu fengið fyrsta málið að gjöf. Margar þeirra safna jafnframt öðrum hlutum, á borð við Ittala-vörum og matarstelli. Múmínáhangendur verja jafnframt miklum tíma á netinu á hverjum degi, svörin gefa til kynna að 38% þeirra eyði um 3 til 4 klukkustundum á sólarhring í það að vafra um á netinu. Það fær rannsakandann til að leiða sig að þeirri niðurstöðu að áhugann á málunum megi að einhverju leyti rekja til sýnileika bollanna á samfélagsmiðlum, í auglýsingum og í verslunum. Þá séu Íslendingar einnig gjarnir á að fá æði fyrir tilteknum vörum, eins og áhugi landsmanna á Omaggio-vösum og hillum úr Söstrene Grene beri með sér. Neytendur Tengdar fréttir Eftirminnilegustu raðir okkar tíma Í dag er Black Friday, Svartur föstudagur eða fössari, eða hvað sem auglýsendur kjósa að kalla þennan blessaða dag. Honum fylgir víða um heim mikill verslunartryllingur og raðir og því ætlum við að rifja upp nokkrar slíkar hér á þessum síðum. 24. nóvember 2017 10:45 Lá við slagsmálum vegna nýrra vegghilla í Söstrene Grene Í Smáralind náði röðin frá versluninni að Bæjarins bestu og var þar hleypt inn í hollum. 8. september 2016 12:58 Röð langt út úr Kringlunni vegna vegghillna í Söstrene Grene Röð hafði myndast fyrir utan verslun Söstrene Grene í Kringlunni í morgun og náði röðin langt út úr Kringlunni. 22. desember 2016 10:36 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Fleiri fréttir „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Sjá meira
Íslenskir aðdáendur Múmínmálanna eru tilbúnir að greiða margfalt uppsett verð til að bæta nýjasta bollanum í safnið. Málið var gefið út í tilefni alþjóðlega Múmíndagsins, sem haldinn var hátíðlegur í gær. Bollinn er fölbleikur á lit og sýnir tvo Múmínálfa í faðmlögum fyrir framan sólarlagið, eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Upplagið af málinu var gríðarlega takmarkað og aðeins fáanlegt í einn sólarhring, frá miðnætti 9. ágúst til síðastliðins miðnættis, á völdum sölustöðum Múmínbollanna sem og í opinberri netverslun Múmínálfanna. Uppsett verð voru 29,90 evrur, eða rúmlega 3700 krónur. Áhuginn var gríðarlegur og mynduðust langar biðraðir við fjöldamörg Múmínútibú í Skandinavíu. Bollarnir seldust upp á svipstundu og sátu margir Múmínáhangendur eftir með sárt ennið. Þeir þurfa því nú að reiða sig á eftirmarkaðinn og eru íslenskir Múmínsafnarar þar engin undantekning. Þeir hafa safnast saman í Facebook-hópnum Múmínmarkaðurinn þar sem bollar og annar Múmínvarningur gengur kaupum og sölum.Langar raðir mynduðust fyrir utan skandinavísk Múmínútibú þegar bollarnir fóru í sölu.AðsendÍslenskir Múmínálfar fóru ekki varhluta af útgáfu nýja bollans í gær og sköpuðust heitar umræður um hvernig best væri að nálgast nýja málið. Íslendingur í Gautaborg varð sér út um málið og ákvað að bjóða það upp á Múmínmarkaðnum. Ef marka má viðbrögðin var áhuginn mikill og að endingu seldist bollinn á 20 þúsund íslenskar krónur, sem er næstum því sexfalt söluverð. Seljandanum tókst að verða sér út um fleiri fölbleika bolla, sem hann segir einnig hafa selst á 20 þúsund krónur. Eftirspurnin eftir fágætum Múmínmálum ætti ekki að koma fólki á óvart sem hefur kynnt sér niðurstöður ritgerðarinnar Kauphegðun Íslendinga : múmínbollar og hjarðhegðun. Eins og nafnið gefur til kynna var rannsóknarefnið áhugi landsmanna á Múmínmálunum og var spurningalisti lagður fyrir meðlimi fyrrnefnda Múmínmarkaðarins.Sjá einnig: Eftirminnilegustu raðir okkar tímaNiðurstöðurnar gefa meðal annars til kynna að flestir íslenskir Múmínaðdáendur eru konur, en þær voru alls 99 prósent svarenda. Flestar þeirra áttu á bilinu 6 til 10 Múmínbolla og segir meirihluti þeirra að áhuginn á bollasöfnuninni hafi kviknað eftir að þær höfðu fengið fyrsta málið að gjöf. Margar þeirra safna jafnframt öðrum hlutum, á borð við Ittala-vörum og matarstelli. Múmínáhangendur verja jafnframt miklum tíma á netinu á hverjum degi, svörin gefa til kynna að 38% þeirra eyði um 3 til 4 klukkustundum á sólarhring í það að vafra um á netinu. Það fær rannsakandann til að leiða sig að þeirri niðurstöðu að áhugann á málunum megi að einhverju leyti rekja til sýnileika bollanna á samfélagsmiðlum, í auglýsingum og í verslunum. Þá séu Íslendingar einnig gjarnir á að fá æði fyrir tilteknum vörum, eins og áhugi landsmanna á Omaggio-vösum og hillum úr Söstrene Grene beri með sér.
Neytendur Tengdar fréttir Eftirminnilegustu raðir okkar tíma Í dag er Black Friday, Svartur föstudagur eða fössari, eða hvað sem auglýsendur kjósa að kalla þennan blessaða dag. Honum fylgir víða um heim mikill verslunartryllingur og raðir og því ætlum við að rifja upp nokkrar slíkar hér á þessum síðum. 24. nóvember 2017 10:45 Lá við slagsmálum vegna nýrra vegghilla í Söstrene Grene Í Smáralind náði röðin frá versluninni að Bæjarins bestu og var þar hleypt inn í hollum. 8. september 2016 12:58 Röð langt út úr Kringlunni vegna vegghillna í Söstrene Grene Röð hafði myndast fyrir utan verslun Söstrene Grene í Kringlunni í morgun og náði röðin langt út úr Kringlunni. 22. desember 2016 10:36 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Fleiri fréttir „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Sjá meira
Eftirminnilegustu raðir okkar tíma Í dag er Black Friday, Svartur föstudagur eða fössari, eða hvað sem auglýsendur kjósa að kalla þennan blessaða dag. Honum fylgir víða um heim mikill verslunartryllingur og raðir og því ætlum við að rifja upp nokkrar slíkar hér á þessum síðum. 24. nóvember 2017 10:45
Lá við slagsmálum vegna nýrra vegghilla í Söstrene Grene Í Smáralind náði röðin frá versluninni að Bæjarins bestu og var þar hleypt inn í hollum. 8. september 2016 12:58
Röð langt út úr Kringlunni vegna vegghillna í Söstrene Grene Röð hafði myndast fyrir utan verslun Söstrene Grene í Kringlunni í morgun og náði röðin langt út úr Kringlunni. 22. desember 2016 10:36