Sádar hafna ásökunum um stríðsglæpi í Jemen Samúel Karl Ólason skrifar 29. ágúst 2018 21:03 Hermaður ríkisstjórnar Jemen. Vísir/EPA Yfirvöld Sádi-Arabíu hafna niðurstöðum mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um að bandalag þeirra hafi mögulega framið stríðsglæpi í Jemen. Sádar og bandamenn þeirra berjast þar gegn uppreisnarmönnum Húta, sem studdir eru af Íran. Sameinuðu þjóðirnar segja báðar fylkingar mögulega sekar um stríðsglæpi í átökunum sem hafa komið verulega niður á almenningi í Jemen. Þá voru Sádar, ríkisstjórn Jemen og bandamenn þeirra meðal annars sakaðir um að gera lítið sem ekkert til að draga úr mannfalli meðal almennra borgara. Báðar fylkingar voru meðal annars sakaðar um pyntingar, mannrán og að þvinga börn í átök.Sjá einnig: Telja alla stríðsaðila í Jemen seka um stríðsglæpiÍ yfirlýsingu frá bandalagi Sáda segir að þeir hafi starfað rannsakendum Sameinuðu þjóðanna og segja „falskar ásakanir“ gegn þeim vera runnar undan rifjum alþjóðlegra samtaka. Þá eru Sameinuðu þjóðirnar gagnrýndar fyrir að hafa ekkert fjallað um það hjálparstarf sem bandalagið stundar í Jemen. Auk Sádí-Arabíu eru sjö önnur ríki sem mynda hernaðarbandalagið gegn stjórn Húta í Jemen og hafa sent orrustuþotur og annað herlið á vígvöllinn. Ríkin eru Egyptaland, Marokkó, Jórdanía, Súdan, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Kúveit og Barein. Átökin í landinu Jemen hafa staðið yfir í meira en þrjú ár. Minnst 6.660 almennir borgarar hafa fallið í átökunum og rúmlega tíu þúsund hafa særst. Þúsundir til viðbótar hafa dáið vegna hungursneyða, veikinda og annarra ástæða sem þó tengjast átökum. Þar stendur nú heimsins stærsti kólerufaraldur yfir. Hjálparstarf Kúveit Sameinuðu arabísku furstadæmin Jemen Tengdar fréttir CNN segir Trump hafa selt Sádum sprengjuna sem varð tugum barna að bana Sprengjan, sem varð tugum ungra barna að bana þegar hún féll á rútu í Jemen á dögunum, hefði aldrei endað í höndum Sáda ef ríkisstjórn Donalds Trump hefði ekki afnumið takmarkanir á vopnasölu sem voru innleiddar á Baracks Obama. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum bandarísku fréttastöðvarinnar CNN. 18. ágúst 2018 14:57 Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15 CNN merkir vopnaframleiðendum fjöldamorð almennra borgara á korti af Jemen Bandaríska fréttastöðin CNN byrjaði í gær að birta niðurtöður umfangsmikilla rannsókna sinna á mannfalli almennra borgara í Jemen. Niðurstöðurnar sýna að sprengjurnar, sem hafa orðið fjölda barna og annarra almennra borgar að bana, eru bandarískar. 19. ágúst 2018 09:35 Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Yfirvöld Sádi-Arabíu hafna niðurstöðum mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um að bandalag þeirra hafi mögulega framið stríðsglæpi í Jemen. Sádar og bandamenn þeirra berjast þar gegn uppreisnarmönnum Húta, sem studdir eru af Íran. Sameinuðu þjóðirnar segja báðar fylkingar mögulega sekar um stríðsglæpi í átökunum sem hafa komið verulega niður á almenningi í Jemen. Þá voru Sádar, ríkisstjórn Jemen og bandamenn þeirra meðal annars sakaðir um að gera lítið sem ekkert til að draga úr mannfalli meðal almennra borgara. Báðar fylkingar voru meðal annars sakaðar um pyntingar, mannrán og að þvinga börn í átök.Sjá einnig: Telja alla stríðsaðila í Jemen seka um stríðsglæpiÍ yfirlýsingu frá bandalagi Sáda segir að þeir hafi starfað rannsakendum Sameinuðu þjóðanna og segja „falskar ásakanir“ gegn þeim vera runnar undan rifjum alþjóðlegra samtaka. Þá eru Sameinuðu þjóðirnar gagnrýndar fyrir að hafa ekkert fjallað um það hjálparstarf sem bandalagið stundar í Jemen. Auk Sádí-Arabíu eru sjö önnur ríki sem mynda hernaðarbandalagið gegn stjórn Húta í Jemen og hafa sent orrustuþotur og annað herlið á vígvöllinn. Ríkin eru Egyptaland, Marokkó, Jórdanía, Súdan, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Kúveit og Barein. Átökin í landinu Jemen hafa staðið yfir í meira en þrjú ár. Minnst 6.660 almennir borgarar hafa fallið í átökunum og rúmlega tíu þúsund hafa særst. Þúsundir til viðbótar hafa dáið vegna hungursneyða, veikinda og annarra ástæða sem þó tengjast átökum. Þar stendur nú heimsins stærsti kólerufaraldur yfir.
Hjálparstarf Kúveit Sameinuðu arabísku furstadæmin Jemen Tengdar fréttir CNN segir Trump hafa selt Sádum sprengjuna sem varð tugum barna að bana Sprengjan, sem varð tugum ungra barna að bana þegar hún féll á rútu í Jemen á dögunum, hefði aldrei endað í höndum Sáda ef ríkisstjórn Donalds Trump hefði ekki afnumið takmarkanir á vopnasölu sem voru innleiddar á Baracks Obama. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum bandarísku fréttastöðvarinnar CNN. 18. ágúst 2018 14:57 Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15 CNN merkir vopnaframleiðendum fjöldamorð almennra borgara á korti af Jemen Bandaríska fréttastöðin CNN byrjaði í gær að birta niðurtöður umfangsmikilla rannsókna sinna á mannfalli almennra borgara í Jemen. Niðurstöðurnar sýna að sprengjurnar, sem hafa orðið fjölda barna og annarra almennra borgar að bana, eru bandarískar. 19. ágúst 2018 09:35 Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
CNN segir Trump hafa selt Sádum sprengjuna sem varð tugum barna að bana Sprengjan, sem varð tugum ungra barna að bana þegar hún féll á rútu í Jemen á dögunum, hefði aldrei endað í höndum Sáda ef ríkisstjórn Donalds Trump hefði ekki afnumið takmarkanir á vopnasölu sem voru innleiddar á Baracks Obama. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum bandarísku fréttastöðvarinnar CNN. 18. ágúst 2018 14:57
Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15
CNN merkir vopnaframleiðendum fjöldamorð almennra borgara á korti af Jemen Bandaríska fréttastöðin CNN byrjaði í gær að birta niðurtöður umfangsmikilla rannsókna sinna á mannfalli almennra borgara í Jemen. Niðurstöðurnar sýna að sprengjurnar, sem hafa orðið fjölda barna og annarra almennra borgar að bana, eru bandarískar. 19. ágúst 2018 09:35
Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30