Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Valur 1-1 │Stórmeistarajafntefli Árni Jóhannsson á Samsungvellinum skrifar 29. ágúst 2018 22:00 Fréttablaðið/Anton brink Leikur tveggja eftstu liðanna í Pepsi deild karla var, að sjálfsögðu, beðið með mikilli eftirvæntingu og náði leikurinn þokkalega að standa undir væntingunum sem til hans voru gerðir. Það voru ekki mörg færi sem litu dagsins ljós en það var augljóst að hér voru á ferðinni tvö bestu lið landsins en það var varnarleikurinn sem stóð upp úr í kvöld. Hann var reyndar ekki góður varnarleikur Stjörnunnar þegar Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði fyrra mark leiksins en eftir aukaspyrnu var boltinn skallaður upp í loftið í tvígang áður en hann datt fyrir fætur Kristins sem var einn á auðum sjó og þakkaði pent fyrir sig með því að setja knöttinn framhjá Haraldi Björnss. í marki Stjörnunnar. Það tók heimamenn, sem höfðu boltann meira í fyrri hálfleik, 22 mínútur að jafna metin og aftur kom mark eftir fast leikatriði. Boltanum var spyrnt inn á teiginn en var skallað frá en ekki nógu langt út þannig að Eyjólfur Héðinsson fékk boltann utarlega í teig Vals og lét boltann vaða. Eyjólfur smellhitti botlann þannig að hann söng í vinklinum fjær og leikar orðnir jafnir. Seinni hálfleikurinn var svo með sama sniði þannig að fá færi litu dagsins ljós en varnarleikur og barátta stóðu upp úr. Þau færi sem fæddust enduðu oftar en ekki með því að sá sem lét skot ríða af hitti knöttinni illa þannig að hann endaði hátt yfir eða langt framhjá.Afhverju endaði leikurinn með jafntefli?Eins og áður segir þá eru þetta bestu lið landsins og í dag jöfnuðu þau hvort annað út með góðum varnarleik. Mikill ákafi var í leiknum og reyndu liðin að byggja upp sóknir og tókst oft vel til að komast inn á seinasta þriðjunginn en sendingar sem áttu að sprengja upp varnirnar klikkuðu eða þá voru teknar út með góðum varnarleik.Hvað gekk illa?Það gekk illa að skapa færi og svo nýta færin þegar þau litu dagsins ljós. Varnarleikur liðanna og skipulag gekk aftur á móti vel og varð úr að það eru varnarmenn liðanna sem fá hæstu einkunnir.Bestu menn vallarins?Oftast eru það mennirnir sem skora mörkin sem fá sviðsljósið en í dag voru það varnarmenn liðanna sem stóðu upp úr. Eiður Aron var eins og hershöfðingi í hjarta varnar Valsmanna og að sama skapi skilaði Daníel Laxdal sinni vakt með prýði hinum megin. Hvað næst?Fyrir leik sagði ég að ef Valsmenn næðu sigrinum þá væru þeir að fara að verja Íslandsmeistaratitilinn en úr því að jafntefli var niðurstaðan þá þurfum við líklegast allar 22 umferðirnar til að útkljá þetta mót. Það má svo deila um hvort liðið á erfiðari dagskrá fyrir hendi fyrir utan einn leik kannski. Bæði lið spila við KA, FH og ÍBV en Valsmenn eiga svo eftir að fá Keflavík í heimsókn sem hafa verið auðveld bráð og Stjarnan spilar við Fjölni á móti. Valur fer norður á Akureyri og etur kappi við KA á meðan Stjarnan fer á Extra völlin til að spila við Fjölni. Það eru bæði hörkuleikir en bæði lið ættu þó að fá þrjú stig úr þeim. Það er bara áfram gakk og Pepsi-deildin heldur áfram að vera spennandi. Kristinn Freyr Sigurðsson: Í okkar höndum og þannig viljum við hafa þaðMarkaskorari Vals, Kristinn Freyr Sigurðsson, var spurður að því eftir leik hvort niðurstaðan hafi verið sanngjörn. „Svona á heildina litið þá held ég að þetta hafi verið sanngjarnt. Maður vill auðvitað alltaf stela þessu en það gekk ekki upp í dag en þetta er svosem ekkert slæm úrslit fyrir okkur, þetta er í okkar höndum og það er þannig sem við viljum hafa það“. Kristinn var spurður út í leikinn sjálfan sem var færalítill en vel leikinn. „Þetta var ákafur leikur þar sem lítið má bregða út af en við fundum ekki fyrir stressi svosem en við vorum ekki nógu sprækir í fyrri hálfleik og vorum við betri í seinni hálfleik. Svona á heildina litið þá held ég að við höfum átt betri dag en í dag en það kom ekki að sök. Eins og ég segi þá hefðum við vilja vinna en eitt stig er ásættanlegt“. Að lokum var Kristinn spurður í framhaldið en líklegast ræðst mótið ekki fyrr en í seinasta leik. „Já þetta ræðst ekki fyrr en í seinasta leik en við þurfum bara að mæta gíraðir til Akureyrar og taka þrjú stig þar. Við þurfum samt að spila betur þar en í dag til að ná í stigin“. Rúnar Páll Sigmundsson: Klaufar að nýta ekki möguleikana„Þetta var frábær leikur milli frábærra liða en við vorum kannski klaufar að nýta ekki betur færin sem við fengum í byrjun leiks“, sagði þjálfari Stjörnunar eftir að hans menn og Valur skildu jöfn eftir stórleik tímabilsins á Samsung vellinum fyrr í kvöld. „Svo skora þeir þetta mark úr sinni fyrstu sókn en fengu ekki mörg færi. Það er kannski niðurstaðan að við erum klaufar að nýta ekki möguleikana sem við fengum, vorum að missa boltann frá okkur í kjörstöðum en þetta er bara svona. Eitt stig á móti svakalegu liði og þetta heldur lífi í þessu“. Leikurinn var mjög ákaflega leikinn og augljóst að það var mikið undir en bæði lið náðu lítið að skapa sér af færum og voru oft á tíðum klaufar með boltann. „Það er nú yfirleitt milli þessara liða enda mikið í húfi og menn seldu sig dýrt til að ná fram úrslitum og ná betri úrslitum. Við verðum bara að una þessu“. Rúnar var að lokum spurður út í það hvernig framhaldið yrði en mótinu er langt í frá að vera lokið. „Staðan er bara svo sama, það eru allir jafnir eftir jafnmarga leiki. Valur er með þriggja stiga forystu en það er nóg af leikjum eftir“. Pepsi Max-deild karla
Leikur tveggja eftstu liðanna í Pepsi deild karla var, að sjálfsögðu, beðið með mikilli eftirvæntingu og náði leikurinn þokkalega að standa undir væntingunum sem til hans voru gerðir. Það voru ekki mörg færi sem litu dagsins ljós en það var augljóst að hér voru á ferðinni tvö bestu lið landsins en það var varnarleikurinn sem stóð upp úr í kvöld. Hann var reyndar ekki góður varnarleikur Stjörnunnar þegar Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði fyrra mark leiksins en eftir aukaspyrnu var boltinn skallaður upp í loftið í tvígang áður en hann datt fyrir fætur Kristins sem var einn á auðum sjó og þakkaði pent fyrir sig með því að setja knöttinn framhjá Haraldi Björnss. í marki Stjörnunnar. Það tók heimamenn, sem höfðu boltann meira í fyrri hálfleik, 22 mínútur að jafna metin og aftur kom mark eftir fast leikatriði. Boltanum var spyrnt inn á teiginn en var skallað frá en ekki nógu langt út þannig að Eyjólfur Héðinsson fékk boltann utarlega í teig Vals og lét boltann vaða. Eyjólfur smellhitti botlann þannig að hann söng í vinklinum fjær og leikar orðnir jafnir. Seinni hálfleikurinn var svo með sama sniði þannig að fá færi litu dagsins ljós en varnarleikur og barátta stóðu upp úr. Þau færi sem fæddust enduðu oftar en ekki með því að sá sem lét skot ríða af hitti knöttinni illa þannig að hann endaði hátt yfir eða langt framhjá.Afhverju endaði leikurinn með jafntefli?Eins og áður segir þá eru þetta bestu lið landsins og í dag jöfnuðu þau hvort annað út með góðum varnarleik. Mikill ákafi var í leiknum og reyndu liðin að byggja upp sóknir og tókst oft vel til að komast inn á seinasta þriðjunginn en sendingar sem áttu að sprengja upp varnirnar klikkuðu eða þá voru teknar út með góðum varnarleik.Hvað gekk illa?Það gekk illa að skapa færi og svo nýta færin þegar þau litu dagsins ljós. Varnarleikur liðanna og skipulag gekk aftur á móti vel og varð úr að það eru varnarmenn liðanna sem fá hæstu einkunnir.Bestu menn vallarins?Oftast eru það mennirnir sem skora mörkin sem fá sviðsljósið en í dag voru það varnarmenn liðanna sem stóðu upp úr. Eiður Aron var eins og hershöfðingi í hjarta varnar Valsmanna og að sama skapi skilaði Daníel Laxdal sinni vakt með prýði hinum megin. Hvað næst?Fyrir leik sagði ég að ef Valsmenn næðu sigrinum þá væru þeir að fara að verja Íslandsmeistaratitilinn en úr því að jafntefli var niðurstaðan þá þurfum við líklegast allar 22 umferðirnar til að útkljá þetta mót. Það má svo deila um hvort liðið á erfiðari dagskrá fyrir hendi fyrir utan einn leik kannski. Bæði lið spila við KA, FH og ÍBV en Valsmenn eiga svo eftir að fá Keflavík í heimsókn sem hafa verið auðveld bráð og Stjarnan spilar við Fjölni á móti. Valur fer norður á Akureyri og etur kappi við KA á meðan Stjarnan fer á Extra völlin til að spila við Fjölni. Það eru bæði hörkuleikir en bæði lið ættu þó að fá þrjú stig úr þeim. Það er bara áfram gakk og Pepsi-deildin heldur áfram að vera spennandi. Kristinn Freyr Sigurðsson: Í okkar höndum og þannig viljum við hafa þaðMarkaskorari Vals, Kristinn Freyr Sigurðsson, var spurður að því eftir leik hvort niðurstaðan hafi verið sanngjörn. „Svona á heildina litið þá held ég að þetta hafi verið sanngjarnt. Maður vill auðvitað alltaf stela þessu en það gekk ekki upp í dag en þetta er svosem ekkert slæm úrslit fyrir okkur, þetta er í okkar höndum og það er þannig sem við viljum hafa það“. Kristinn var spurður út í leikinn sjálfan sem var færalítill en vel leikinn. „Þetta var ákafur leikur þar sem lítið má bregða út af en við fundum ekki fyrir stressi svosem en við vorum ekki nógu sprækir í fyrri hálfleik og vorum við betri í seinni hálfleik. Svona á heildina litið þá held ég að við höfum átt betri dag en í dag en það kom ekki að sök. Eins og ég segi þá hefðum við vilja vinna en eitt stig er ásættanlegt“. Að lokum var Kristinn spurður í framhaldið en líklegast ræðst mótið ekki fyrr en í seinasta leik. „Já þetta ræðst ekki fyrr en í seinasta leik en við þurfum bara að mæta gíraðir til Akureyrar og taka þrjú stig þar. Við þurfum samt að spila betur þar en í dag til að ná í stigin“. Rúnar Páll Sigmundsson: Klaufar að nýta ekki möguleikana„Þetta var frábær leikur milli frábærra liða en við vorum kannski klaufar að nýta ekki betur færin sem við fengum í byrjun leiks“, sagði þjálfari Stjörnunar eftir að hans menn og Valur skildu jöfn eftir stórleik tímabilsins á Samsung vellinum fyrr í kvöld. „Svo skora þeir þetta mark úr sinni fyrstu sókn en fengu ekki mörg færi. Það er kannski niðurstaðan að við erum klaufar að nýta ekki möguleikana sem við fengum, vorum að missa boltann frá okkur í kjörstöðum en þetta er bara svona. Eitt stig á móti svakalegu liði og þetta heldur lífi í þessu“. Leikurinn var mjög ákaflega leikinn og augljóst að það var mikið undir en bæði lið náðu lítið að skapa sér af færum og voru oft á tíðum klaufar með boltann. „Það er nú yfirleitt milli þessara liða enda mikið í húfi og menn seldu sig dýrt til að ná fram úrslitum og ná betri úrslitum. Við verðum bara að una þessu“. Rúnar var að lokum spurður út í það hvernig framhaldið yrði en mótinu er langt í frá að vera lokið. „Staðan er bara svo sama, það eru allir jafnir eftir jafnmarga leiki. Valur er með þriggja stiga forystu en það er nóg af leikjum eftir“.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti