Þjóðverjarnir sakna þriggja úr íslenska kvennalandsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2018 16:00 Dagný Brynjarsdóttir tæklar hér þýsku landsliðskonuna Önnu Blaesse í fyrri leik þjóðanna. Vísir/Getty Þýska knattspyrnusambandið segir frá landsliðshóp kvennalandsliðs Íslands á heimasíðu sinni en Ísland og Þýskalandi eru að fara spila úrslitaleik um sigur í riðlinum á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Íslensku stelpurnar tryggja sér sæti á HM með sigri en jafntefli og sigur á Tékkum þremur dögum síðar gætu líka komið íslenska kvennalandsliðinu inn á HM í fyrsta sinn. Í fréttinni á heimasíðu þýska sambandsins er talað um nýliðana tvo, hina 18 ára Alexöndru Jóhannsdóttur og hina 23 ára gömlu Telmu Hjaltalín Þrastardóttur, auk þess að segja frá endurkomu Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í íslenska landsliðið eftir hásinarmeiðsli. Í fréttinni er ennfremur sagt frá því að inn í liðið séu komnar aftur þær Guðrún Arnardóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir frá því í fyrri leiknum. Þá er bent á það að elsti leikmaður íslenska hópsins að þessu sinni sé Sif Atladóttir, dóttir Atla Eðvaldssonar sem á sínum tíma gerði garðinn frægann í þýsku deildinni. Þjóðverjarnir sakna aftur á móti þriggja leikmanna í þessum hóp. Ein af þeim er Dagný Brynjarsdóttir sem skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Íslands á Þýskalandi í fyrri leiknum út í Þýskalandi. Þjóðverjarnir þakka fyrir það enda ætti þeir að þekkja vel til Dagnýjar sem varð á sínum tíma þýskur meistari með Bayern München. Hinar tvær sem er fjallað um í greininni á heimasíðu þýska sambandsins og eiga að vera fjarverandi eru þær Katrín Ásbjörnsdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir. Þeir þýsku eru samt ekki alveg að fylgjast nógu vel með því Freyr Alexandersson valdi Önnu Björk í hópinn sinn. Katrín er hins vegar ekki með. Leikur Íslands og Þýskalands fer fram á Laugardalsvellinum á laugardaginn og hefst klukkan 15.00. Ísland er á toppi riðilsins, en Þýskaland er aðeins stigi á eftir í öðru sæti. Það má finna alla fréttina með því að smella hér. Íslenski hópurinn er annars hér fyrir neðan:Markverðir Guðbjörg Gunnarsdóttir Sandra Sigurðardóttir Sonný Lára ÞráinsdóttirVarnarmenn Rakel Hönnudóttir Guðrún Arnardóttir Anna Björk Kristjánsdóttir Sif Atladóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Glódís Perla Viggósdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Anna Rakel PétursdóttirMiðjumenn Svava Rós Guðmundsdóttir Alexandra Jóhannsdóttir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Selma Sól Magnúsdóttir Sigríður Lára Garðarsdóttir Sandra María JessenSóknarmenn Agla María Albertsdóttir Elín Metta Jensen Berglind Björg Þorvaldsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Telma Hjaltalín Þrastardóttir HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Þýska knattspyrnusambandið segir frá landsliðshóp kvennalandsliðs Íslands á heimasíðu sinni en Ísland og Þýskalandi eru að fara spila úrslitaleik um sigur í riðlinum á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Íslensku stelpurnar tryggja sér sæti á HM með sigri en jafntefli og sigur á Tékkum þremur dögum síðar gætu líka komið íslenska kvennalandsliðinu inn á HM í fyrsta sinn. Í fréttinni á heimasíðu þýska sambandsins er talað um nýliðana tvo, hina 18 ára Alexöndru Jóhannsdóttur og hina 23 ára gömlu Telmu Hjaltalín Þrastardóttur, auk þess að segja frá endurkomu Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í íslenska landsliðið eftir hásinarmeiðsli. Í fréttinni er ennfremur sagt frá því að inn í liðið séu komnar aftur þær Guðrún Arnardóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir frá því í fyrri leiknum. Þá er bent á það að elsti leikmaður íslenska hópsins að þessu sinni sé Sif Atladóttir, dóttir Atla Eðvaldssonar sem á sínum tíma gerði garðinn frægann í þýsku deildinni. Þjóðverjarnir sakna aftur á móti þriggja leikmanna í þessum hóp. Ein af þeim er Dagný Brynjarsdóttir sem skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Íslands á Þýskalandi í fyrri leiknum út í Þýskalandi. Þjóðverjarnir þakka fyrir það enda ætti þeir að þekkja vel til Dagnýjar sem varð á sínum tíma þýskur meistari með Bayern München. Hinar tvær sem er fjallað um í greininni á heimasíðu þýska sambandsins og eiga að vera fjarverandi eru þær Katrín Ásbjörnsdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir. Þeir þýsku eru samt ekki alveg að fylgjast nógu vel með því Freyr Alexandersson valdi Önnu Björk í hópinn sinn. Katrín er hins vegar ekki með. Leikur Íslands og Þýskalands fer fram á Laugardalsvellinum á laugardaginn og hefst klukkan 15.00. Ísland er á toppi riðilsins, en Þýskaland er aðeins stigi á eftir í öðru sæti. Það má finna alla fréttina með því að smella hér. Íslenski hópurinn er annars hér fyrir neðan:Markverðir Guðbjörg Gunnarsdóttir Sandra Sigurðardóttir Sonný Lára ÞráinsdóttirVarnarmenn Rakel Hönnudóttir Guðrún Arnardóttir Anna Björk Kristjánsdóttir Sif Atladóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Glódís Perla Viggósdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Anna Rakel PétursdóttirMiðjumenn Svava Rós Guðmundsdóttir Alexandra Jóhannsdóttir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Selma Sól Magnúsdóttir Sigríður Lára Garðarsdóttir Sandra María JessenSóknarmenn Agla María Albertsdóttir Elín Metta Jensen Berglind Björg Þorvaldsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Telma Hjaltalín Þrastardóttir
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira