Páfinn tjáir sig ekki Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. ágúst 2018 06:22 Mótmælendur í Dyflinni beindu spjótum sínum að páfanum. Vísir/EPA Frans Páfi ætlar ekki að tjá sig um ásakanir þess efnis að hann hafi vitað af kynferðisbrotum innan kaþólsku kirkjunnar. Fyrrverandi sendiherra Vatíkansins steig fram á dögunum og kallað eftir afsögn páfans vegna meintrar vitneskju og yfirhylmingar hans á brotunum. Páfinn var spurður út í málið af blaðamönnum á Írlandi, þar sem hann hefur varið helginni. Svar hans var á þá leið að hann ætlaði sér ekki að tjá sig um hina 11 blaðsíðna löngu yfirlýsingu sem ítalski erkibiskupinn Carlo Maria Vigano sendi frá sér. Þar sakaði hann Frans um að að hafa vitað af kynferðisbrotum bandaríska kardinálans Theodore McCarrick frá árinu 2013 en Frans samþykkti afsögn McCarrick í síðasta mánuði. „Í einlægni segi ég við ykkur, og alla áhugasama: Lesið bréfið vandlega og dæmið það sjálf,“ sagði páfinn í samtali við írska blaðamenn og bætti við: „Ég mun ekki segja eitt orð um þetta. Ég tel að yfirlýsingin tali sínu máli.“Breska ríkisútvarpið veltir fyrir sér hvort að yfirlýsing Vigano kunni að vera hluti af „samhæfðri árás íhaldsmanna innan kaþólska stigveldsins.“ Þeir eru taldir hafa horn í síðu Frans, sem af mörgum er flokkaður meðal frjálslyndari páfa sem fram hafa komið. „Þið hafið nægar forsendur til að draga ályktanir. Þegar smá tími hefur liðið og þið eruð komin að niðurstöðu, þá getum við kannski rætt málin,“ sagði Frans páfi á Írlandi. Vigano var skipaður sendiherra Páfagarðs í Bandaríkjunum árið 2011 af Benedikt páfa XVI. en sagði af sér vegna aldurs árið 2016. Áður hafði hann gegnt sama hlutverki fyrir Páfagarð í Nígeríu. Segi Páfi af sér yrði hann eingöngu þriðji páfinn síðan á 13.öld til að segja af sér og yrði hann annar páfinn í röð til að segja af sér en Benedikt XVI. sagði af sér vegna heilsu og aldur árið 2013. Tengdar fréttir Páfi fundaði með þolendum kynferðislegs ofbeldis Frans páfi segist skammast sín fyrir hversu illa Kaþólsku kirkjunni hefur gengið að taka á hinu "viðurstyggilegu“ kynferðislega ofbeldi sumra presta kirkjunnar. 25. ágúst 2018 22:17 Írar gengu til minningar um fórnarlömb kaþólsku kirkjunnar Hundruðir Íra tóku þátt í mótmælagöngu í gegnum bæinn Tuam í Írlandi í dag til minningar um 800 börn sem létust á munaðarleysingjahæli kaþólsku kirkjunnar og voru grafin í fjöldagröf á landi hælisins. 26. ágúst 2018 16:19 Fyrrum sendiherra Vatíkansins kallar eftir afsögn Páfa Hinn ítalski erkibiskup Carlo Maria Vigano sendi frá sér yfirlýsingu á fjölmiðla þar sem hann sakar Frans Páfa um að hafa vitað af kynferðisbrotum bandaríska kardinálans 26. ágúst 2018 09:54 Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Fleiri fréttir Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Sjá meira
Frans Páfi ætlar ekki að tjá sig um ásakanir þess efnis að hann hafi vitað af kynferðisbrotum innan kaþólsku kirkjunnar. Fyrrverandi sendiherra Vatíkansins steig fram á dögunum og kallað eftir afsögn páfans vegna meintrar vitneskju og yfirhylmingar hans á brotunum. Páfinn var spurður út í málið af blaðamönnum á Írlandi, þar sem hann hefur varið helginni. Svar hans var á þá leið að hann ætlaði sér ekki að tjá sig um hina 11 blaðsíðna löngu yfirlýsingu sem ítalski erkibiskupinn Carlo Maria Vigano sendi frá sér. Þar sakaði hann Frans um að að hafa vitað af kynferðisbrotum bandaríska kardinálans Theodore McCarrick frá árinu 2013 en Frans samþykkti afsögn McCarrick í síðasta mánuði. „Í einlægni segi ég við ykkur, og alla áhugasama: Lesið bréfið vandlega og dæmið það sjálf,“ sagði páfinn í samtali við írska blaðamenn og bætti við: „Ég mun ekki segja eitt orð um þetta. Ég tel að yfirlýsingin tali sínu máli.“Breska ríkisútvarpið veltir fyrir sér hvort að yfirlýsing Vigano kunni að vera hluti af „samhæfðri árás íhaldsmanna innan kaþólska stigveldsins.“ Þeir eru taldir hafa horn í síðu Frans, sem af mörgum er flokkaður meðal frjálslyndari páfa sem fram hafa komið. „Þið hafið nægar forsendur til að draga ályktanir. Þegar smá tími hefur liðið og þið eruð komin að niðurstöðu, þá getum við kannski rætt málin,“ sagði Frans páfi á Írlandi. Vigano var skipaður sendiherra Páfagarðs í Bandaríkjunum árið 2011 af Benedikt páfa XVI. en sagði af sér vegna aldurs árið 2016. Áður hafði hann gegnt sama hlutverki fyrir Páfagarð í Nígeríu. Segi Páfi af sér yrði hann eingöngu þriðji páfinn síðan á 13.öld til að segja af sér og yrði hann annar páfinn í röð til að segja af sér en Benedikt XVI. sagði af sér vegna heilsu og aldur árið 2013.
Tengdar fréttir Páfi fundaði með þolendum kynferðislegs ofbeldis Frans páfi segist skammast sín fyrir hversu illa Kaþólsku kirkjunni hefur gengið að taka á hinu "viðurstyggilegu“ kynferðislega ofbeldi sumra presta kirkjunnar. 25. ágúst 2018 22:17 Írar gengu til minningar um fórnarlömb kaþólsku kirkjunnar Hundruðir Íra tóku þátt í mótmælagöngu í gegnum bæinn Tuam í Írlandi í dag til minningar um 800 börn sem létust á munaðarleysingjahæli kaþólsku kirkjunnar og voru grafin í fjöldagröf á landi hælisins. 26. ágúst 2018 16:19 Fyrrum sendiherra Vatíkansins kallar eftir afsögn Páfa Hinn ítalski erkibiskup Carlo Maria Vigano sendi frá sér yfirlýsingu á fjölmiðla þar sem hann sakar Frans Páfa um að hafa vitað af kynferðisbrotum bandaríska kardinálans 26. ágúst 2018 09:54 Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Fleiri fréttir Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Sjá meira
Páfi fundaði með þolendum kynferðislegs ofbeldis Frans páfi segist skammast sín fyrir hversu illa Kaþólsku kirkjunni hefur gengið að taka á hinu "viðurstyggilegu“ kynferðislega ofbeldi sumra presta kirkjunnar. 25. ágúst 2018 22:17
Írar gengu til minningar um fórnarlömb kaþólsku kirkjunnar Hundruðir Íra tóku þátt í mótmælagöngu í gegnum bæinn Tuam í Írlandi í dag til minningar um 800 börn sem létust á munaðarleysingjahæli kaþólsku kirkjunnar og voru grafin í fjöldagröf á landi hælisins. 26. ágúst 2018 16:19
Fyrrum sendiherra Vatíkansins kallar eftir afsögn Páfa Hinn ítalski erkibiskup Carlo Maria Vigano sendi frá sér yfirlýsingu á fjölmiðla þar sem hann sakar Frans Páfa um að hafa vitað af kynferðisbrotum bandaríska kardinálans 26. ágúst 2018 09:54