Mikilvægt að tryggingafélög upplýsi viðskiptavini um skilmála líftrygginga Hersir Aron Ólafsson skrifar 26. ágúst 2018 20:30 Sérfræðingur segir mikilvægt að tryggingafélög upplýsi viðskiptavini sína með fullnægjandi hætti um skilmála líftrygginga. Dæmi séu um að fólk hafi verið hvatt til að velja rétthafa tryggingafjárins með óafturkræfum hætti. Líftryggingar eru sérstakar hvað það varðar að þær eru teknar öðrum til hagsbóta, oftast nánum ættingjum – maka eða börnum – eftir andlát tryggingatakans. Fólki er þó í sjálfvald sett að velja, þegar það tekur trygginguna, hver eigi að fá peninginn láti það lífið.Fjölskylduaðstæður fólks breytilegar„Fjölskylduaðstæður fólks eru að breytast og breytast kannski mjög oft á lífsleiðinni, þannig að frá því að þú tekur líftryggingu getur ýmislegt gerst þangað til mögulega þarf að greiða út úr henni,“ segir Þóra Hallgrímsdóttir, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Ef enginn er sérstaklega tilnefndur fellur tryggingaféð til maka eða eftir atvikum annarra erfingja. Aftur á móti er ekki síður algengt að fólk tilnefni tiltekinn einstakling sem rétthafa. Það fer hins vegar eftir eðli tryggingasamningsins hvort hægt sé að skipta um rétthafa ef aðstæður breytast.Fólk hvatt til að velja með óafturkallanlegum hætti„Það sem gerist stundum er að fólk tilnefnir með óafturkallanlegum hætti, og það þýðir að sá sem er tilnefndur þarf að samþykkja breytingar á tilnefningunni,“ segir Þóra. Þetta sé raunar nokkuð algengt. „Ég held að það hafi verið svolítið þannig hjá vátryggingafélögunum að þau hafi verið að hvetja fólk til þess að tilnefna með þessum hætti þegar um sambýlisfólk er að ræða,“ segir Þóra.Mikilvægt að gefa skýrar upplýsingarSlíkt geti verið skiljanlegt, t.d. ef fólk er með sameiginlegar skuldbindingar sem geta enst þrátt fyrir sambúðarslit. Fyrirkomulagið sé þó einnig varasamt, enda geti það gerst að rangur einstaklingur, ef svo má segja, sé enn skráður rétthafi eftir andlát tryggingatakans. Fjallað hefur verið um slík mál nokkrum sinnum í gegnum tíðina. Því sé afar mikilvægt að tryggingafélög upplýsi skýrt um þær aðstæður sem upp geta komið. Hún segir þó að fólki séu ekki allar bjargir bannaðar ef aðstæðurnar koma upp, en þeir sem eru á framfæri hins látna við andlát – þáverandi maki eða börn – geta höfðað dómsmál og sóst eftir tryggingafénu. „Það er svona ákveðið sanngirnismat sem þarf svo að eiga sér stað. Er það sanngjarnt að sá sem er enn þá tilnefndur, t.d. einhver fyrrverandi maki, fái hluta af líftryggingarfénu,“ segir Þóra. Neytendur Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Sérfræðingur segir mikilvægt að tryggingafélög upplýsi viðskiptavini sína með fullnægjandi hætti um skilmála líftrygginga. Dæmi séu um að fólk hafi verið hvatt til að velja rétthafa tryggingafjárins með óafturkræfum hætti. Líftryggingar eru sérstakar hvað það varðar að þær eru teknar öðrum til hagsbóta, oftast nánum ættingjum – maka eða börnum – eftir andlát tryggingatakans. Fólki er þó í sjálfvald sett að velja, þegar það tekur trygginguna, hver eigi að fá peninginn láti það lífið.Fjölskylduaðstæður fólks breytilegar„Fjölskylduaðstæður fólks eru að breytast og breytast kannski mjög oft á lífsleiðinni, þannig að frá því að þú tekur líftryggingu getur ýmislegt gerst þangað til mögulega þarf að greiða út úr henni,“ segir Þóra Hallgrímsdóttir, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Ef enginn er sérstaklega tilnefndur fellur tryggingaféð til maka eða eftir atvikum annarra erfingja. Aftur á móti er ekki síður algengt að fólk tilnefni tiltekinn einstakling sem rétthafa. Það fer hins vegar eftir eðli tryggingasamningsins hvort hægt sé að skipta um rétthafa ef aðstæður breytast.Fólk hvatt til að velja með óafturkallanlegum hætti„Það sem gerist stundum er að fólk tilnefnir með óafturkallanlegum hætti, og það þýðir að sá sem er tilnefndur þarf að samþykkja breytingar á tilnefningunni,“ segir Þóra. Þetta sé raunar nokkuð algengt. „Ég held að það hafi verið svolítið þannig hjá vátryggingafélögunum að þau hafi verið að hvetja fólk til þess að tilnefna með þessum hætti þegar um sambýlisfólk er að ræða,“ segir Þóra.Mikilvægt að gefa skýrar upplýsingarSlíkt geti verið skiljanlegt, t.d. ef fólk er með sameiginlegar skuldbindingar sem geta enst þrátt fyrir sambúðarslit. Fyrirkomulagið sé þó einnig varasamt, enda geti það gerst að rangur einstaklingur, ef svo má segja, sé enn skráður rétthafi eftir andlát tryggingatakans. Fjallað hefur verið um slík mál nokkrum sinnum í gegnum tíðina. Því sé afar mikilvægt að tryggingafélög upplýsi skýrt um þær aðstæður sem upp geta komið. Hún segir þó að fólki séu ekki allar bjargir bannaðar ef aðstæðurnar koma upp, en þeir sem eru á framfæri hins látna við andlát – þáverandi maki eða börn – geta höfðað dómsmál og sóst eftir tryggingafénu. „Það er svona ákveðið sanngirnismat sem þarf svo að eiga sér stað. Er það sanngjarnt að sá sem er enn þá tilnefndur, t.d. einhver fyrrverandi maki, fái hluta af líftryggingarfénu,“ segir Þóra.
Neytendur Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira