Hjálmar Örn fer á kostum í stórskemmtilegu viðtali - Skuldar borgarstjóra pylsu og kók Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. ágúst 2018 22:19 Hjálmar Örn Jóhannsson, skemmtikrafur og Snapchat-stjarna, hefur ákveðið að leggja dagvinnu sína á hilluna og einbeita sér alfarið að ferli í skemmtanabransanum. Þetta segir hann í skemmtilegu viðtali sem Kjartan Atli Kjartansson tók við hann í Íslandi í dag. Hjálmar er mörgum Íslendingum kunnugur en hann er með yfir 10.000 fylgjendur á Snapchat-reikningi sínum. Hann er duglegur að sprella og grínast á snappinu og hefur hann skapað marga skemmtilega karaktera þar inni, með grínröddina, búningafjölda og jafnvel farða að vopni. Meðal vinsælustu karaktera Hjálmars eru Bjarni gröfumaður, Halli hipster og Hvítvínskonan. Fyrir þá sem vilja fylgjast með Hjálmari á snappinu þá er notendanafn hans þar hjalmarorn110.Var alltaf grínistinn í skólanum„Ég grínaðist mikið þegar ég var í skólanum. Ég var ekki villingur í Árbæjarskóla en ég var óþekkur. Það var þannig í gamla daga að krakkar sem voru óþekkir voru látnir sitja einir á borði þannig ég sat nánast alltaf einn, allann grunnskólann.“ Aðspurður sagðist Hjálmar hafa eytt svipuðum tíma í kennslustofunni og í sjoppunni Skalla í Árbænum, þegar hann var nemandi við Árbæjarskóla. „Þetta var mjög 50/50, ég skal viðurkenna það.“Hér má sjá brot af þeim karakterum sem Hjálmar hefur skapað á snappinu.Hjálmar ÖrnSkuldar borgarstjóra pylsu og kókÍ viðtalinu fer Hjálmar með Kjartani Atla um æskuslóðir sínar í Árbænum. Þá segir hann meðal annars skemmtilega sögu af því þegar hann og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hjálpuðu ungum manni að flytja. Að launum fengu þeir sinn hvorar hundrað krónurnar en það endaði með því að Hjálmar hélt öllum peningnum og keypti sér pylsu og gos. „Í einhverju panikki þá kaupi ég mér pylsu og kók í Skalla fyrir peninginn hans Dags B. Eggertssonar. Dagur varð náttúrulega alveg vitlaus og líka strákurinn, svo þeir eltu mig alveg brjálaðir. Nema hvað að mamma kemur út og öskrar „Dagur, láttu Hjálmar í friði!“ og ég hljóp beint inn. Dagur, ég skulda þér pylsu og kók.“Skalli lifir góðu lífi Í viðtalinu segist Hjálmar venja komur sínar í Skalla. Þar þyki honum gott að koma og fá sér eina eða tvær pylsur af og til. „Þetta er rosalega oft máltíðin mín. Konan, hún er að finna pylsubréf úti um allt.“Eru pylsurnar í Skalla betri en aðrar?„Það er rosa mikið snobbað fyrir pylsum annars staðar og ég skil það alveg, en ef þú vilt fara aftur til upprunans þá er það hérna. Það er alltaf sama gamla góða bragðið hér.“ Hið stórskemmtilega viðtal má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Lífið Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sjá meira
Hjálmar Örn Jóhannsson, skemmtikrafur og Snapchat-stjarna, hefur ákveðið að leggja dagvinnu sína á hilluna og einbeita sér alfarið að ferli í skemmtanabransanum. Þetta segir hann í skemmtilegu viðtali sem Kjartan Atli Kjartansson tók við hann í Íslandi í dag. Hjálmar er mörgum Íslendingum kunnugur en hann er með yfir 10.000 fylgjendur á Snapchat-reikningi sínum. Hann er duglegur að sprella og grínast á snappinu og hefur hann skapað marga skemmtilega karaktera þar inni, með grínröddina, búningafjölda og jafnvel farða að vopni. Meðal vinsælustu karaktera Hjálmars eru Bjarni gröfumaður, Halli hipster og Hvítvínskonan. Fyrir þá sem vilja fylgjast með Hjálmari á snappinu þá er notendanafn hans þar hjalmarorn110.Var alltaf grínistinn í skólanum„Ég grínaðist mikið þegar ég var í skólanum. Ég var ekki villingur í Árbæjarskóla en ég var óþekkur. Það var þannig í gamla daga að krakkar sem voru óþekkir voru látnir sitja einir á borði þannig ég sat nánast alltaf einn, allann grunnskólann.“ Aðspurður sagðist Hjálmar hafa eytt svipuðum tíma í kennslustofunni og í sjoppunni Skalla í Árbænum, þegar hann var nemandi við Árbæjarskóla. „Þetta var mjög 50/50, ég skal viðurkenna það.“Hér má sjá brot af þeim karakterum sem Hjálmar hefur skapað á snappinu.Hjálmar ÖrnSkuldar borgarstjóra pylsu og kókÍ viðtalinu fer Hjálmar með Kjartani Atla um æskuslóðir sínar í Árbænum. Þá segir hann meðal annars skemmtilega sögu af því þegar hann og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hjálpuðu ungum manni að flytja. Að launum fengu þeir sinn hvorar hundrað krónurnar en það endaði með því að Hjálmar hélt öllum peningnum og keypti sér pylsu og gos. „Í einhverju panikki þá kaupi ég mér pylsu og kók í Skalla fyrir peninginn hans Dags B. Eggertssonar. Dagur varð náttúrulega alveg vitlaus og líka strákurinn, svo þeir eltu mig alveg brjálaðir. Nema hvað að mamma kemur út og öskrar „Dagur, láttu Hjálmar í friði!“ og ég hljóp beint inn. Dagur, ég skulda þér pylsu og kók.“Skalli lifir góðu lífi Í viðtalinu segist Hjálmar venja komur sínar í Skalla. Þar þyki honum gott að koma og fá sér eina eða tvær pylsur af og til. „Þetta er rosalega oft máltíðin mín. Konan, hún er að finna pylsubréf úti um allt.“Eru pylsurnar í Skalla betri en aðrar?„Það er rosa mikið snobbað fyrir pylsum annars staðar og ég skil það alveg, en ef þú vilt fara aftur til upprunans þá er það hérna. Það er alltaf sama gamla góða bragðið hér.“ Hið stórskemmtilega viðtal má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Lífið Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sjá meira