Segir þurfa að taka markvisst á misskiptingunni í samfélaginu Sighvatur Arnmundsson skrifar 25. ágúst 2018 07:15 Heildartekjur einstaklinga 2017 voru að meðaltali 6,4 milljónir en miðgildið um 5 milljónir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Heildartekjur einstaklinga voru að meðaltali 6,4 milljónir króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofunni sem unnar eru úr skattframtölum einstaklinga 16 ára og eldri. Miðgildi heildartekna var 5 milljónir sem þýðir að helmingur hafði tekjur undir þeirri fjárhæð og helmingur tekjur yfir þeirri fjárhæð. Hagstofan greinir einnig dreifingu tekna. Þannig voru heildartekjur tekjuhæsta eins prósentsins að meðaltali 26,3 milljónir á síðasta ári og jukust um rúma 1,7 milljónir milli ára. Meðaltekjur tekjuhæstu fimm prósentanna voru 14,1 milljón og tekjuhæstu tíu prósentanna 11,1 milljón. Meðaltekjur tekjulægstu tíu prósentanna voru um 1,8 milljónir og hjá næstu tíu prósentum 3 milljónir. Þá hafa fjármagnstekjur farið vaxandi síðustu ár þótt þær séu töluvert minni en á árunum fyrir hrun. Þær voru að meðaltali 626 þúsund krónur á síðasta ári. Þeim er þó misskipt því miðgildið var um 15 þúsund krónur. „Ástæða þess að fólk í efstu lögum samfélagsins getur rakað til sín fjármagnstekjum og almennt lifað sínu góða lífi er sú að hér er hópi fólks haldið markvisst niðri efnahagslega,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags. Sólveig Anna segir að krafan geti ekki bara verið sú að láglaunafólk þurfi að sýna sanngirni, heldur þurfi að draga tekjuhæstu hópana til ábyrgðar. „Stemningin er sú að þessir hópar hafi verið að rífa sig markvisst burt frá því sem almenningur telur skynsamlegt og sanngjarnt í efnahagslegu tilliti.“Sólveig Anna, formaður Eflingar stéttarfélags.Hún segir Eflingu bæði leggja áherslu á hefðbundna kjarabaráttu en líka hið stærra samfélagslega verkefni. „Við viljum taka markvisst á misskiptingunni í samfélaginu. Við höfum talað fyrir verkfæri eins og ójöfnuðarstuðli. Þannig væri hægt að fylgjast með skiptingu tekna og auðs í samfélaginu. Þetta snýst um það hvernig samfélagi við viljum búa í.“ Í tölum Hagstofunnar kemur í ljós umtalsverður munur á heildartekjum kynjanna. Þannig voru heildartekjur karla að meðaltali um 7,3 milljónir en kvenna 5,6 milljónir. Miðgildi heildartekna karla var 5,7 milljónir en 4,5 milljónir hjá konum. Einnig var töluverður munur á tekjum einstaklinga eftir sveitarfélögum. Af fimmtán fjölmennustu sveitarfélögunum voru heildartekjurnar hæstar að meðaltali í Garðabæ eða tæpar 8,2 milljónir og á Seltjarnarnesi þar sem þær voru rúm 8,1 milljón. Lægstar heildartekjur meðal fimmtán fjölmennustu sveitarfélaganna voru í Borgarbyggð, eða tæplega 5,4 milljónir, og í Sveitarfélaginu Skagafirði þar sem þær voru tæpar 5,5 milljónir. Af fjölmennustu sveitarfélögunum voru meðalfjármagnstekjur hæstar á Seltjarnarnesi þar sem þær voru um 1,4 milljónir og í Garðabæ þar sem þær voru tæplega 1,3 milljónir. Á hinum endanum var Reykjanesbær þar sem fjármagnstekjur voru 296 þúsund að meðaltali og Fjarðabyggð þar sem þær voru 303 þúsund. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Heildartekjur einstaklinga voru að meðaltali 6,4 milljónir króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofunni sem unnar eru úr skattframtölum einstaklinga 16 ára og eldri. Miðgildi heildartekna var 5 milljónir sem þýðir að helmingur hafði tekjur undir þeirri fjárhæð og helmingur tekjur yfir þeirri fjárhæð. Hagstofan greinir einnig dreifingu tekna. Þannig voru heildartekjur tekjuhæsta eins prósentsins að meðaltali 26,3 milljónir á síðasta ári og jukust um rúma 1,7 milljónir milli ára. Meðaltekjur tekjuhæstu fimm prósentanna voru 14,1 milljón og tekjuhæstu tíu prósentanna 11,1 milljón. Meðaltekjur tekjulægstu tíu prósentanna voru um 1,8 milljónir og hjá næstu tíu prósentum 3 milljónir. Þá hafa fjármagnstekjur farið vaxandi síðustu ár þótt þær séu töluvert minni en á árunum fyrir hrun. Þær voru að meðaltali 626 þúsund krónur á síðasta ári. Þeim er þó misskipt því miðgildið var um 15 þúsund krónur. „Ástæða þess að fólk í efstu lögum samfélagsins getur rakað til sín fjármagnstekjum og almennt lifað sínu góða lífi er sú að hér er hópi fólks haldið markvisst niðri efnahagslega,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags. Sólveig Anna segir að krafan geti ekki bara verið sú að láglaunafólk þurfi að sýna sanngirni, heldur þurfi að draga tekjuhæstu hópana til ábyrgðar. „Stemningin er sú að þessir hópar hafi verið að rífa sig markvisst burt frá því sem almenningur telur skynsamlegt og sanngjarnt í efnahagslegu tilliti.“Sólveig Anna, formaður Eflingar stéttarfélags.Hún segir Eflingu bæði leggja áherslu á hefðbundna kjarabaráttu en líka hið stærra samfélagslega verkefni. „Við viljum taka markvisst á misskiptingunni í samfélaginu. Við höfum talað fyrir verkfæri eins og ójöfnuðarstuðli. Þannig væri hægt að fylgjast með skiptingu tekna og auðs í samfélaginu. Þetta snýst um það hvernig samfélagi við viljum búa í.“ Í tölum Hagstofunnar kemur í ljós umtalsverður munur á heildartekjum kynjanna. Þannig voru heildartekjur karla að meðaltali um 7,3 milljónir en kvenna 5,6 milljónir. Miðgildi heildartekna karla var 5,7 milljónir en 4,5 milljónir hjá konum. Einnig var töluverður munur á tekjum einstaklinga eftir sveitarfélögum. Af fimmtán fjölmennustu sveitarfélögunum voru heildartekjurnar hæstar að meðaltali í Garðabæ eða tæpar 8,2 milljónir og á Seltjarnarnesi þar sem þær voru rúm 8,1 milljón. Lægstar heildartekjur meðal fimmtán fjölmennustu sveitarfélaganna voru í Borgarbyggð, eða tæplega 5,4 milljónir, og í Sveitarfélaginu Skagafirði þar sem þær voru tæpar 5,5 milljónir. Af fjölmennustu sveitarfélögunum voru meðalfjármagnstekjur hæstar á Seltjarnarnesi þar sem þær voru um 1,4 milljónir og í Garðabæ þar sem þær voru tæplega 1,3 milljónir. Á hinum endanum var Reykjanesbær þar sem fjármagnstekjur voru 296 þúsund að meðaltali og Fjarðabyggð þar sem þær voru 303 þúsund.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira