Gunnar Jarl: Ómögulegt að vinna titil þannig Anton Ingi Leifsson skrifar 25. ágúst 2018 08:00 Það verður þungavigtarleikur annað kvöld í Pepsi deild karla þegar grannarnir Stjarnan og Breiðablik eigast við á Samsung vellinum í Garðabæ. Breiðablik tapaði fyrir Val á heimavelli þar sem Ólafur Jóhannesson gagnrýndi leikstíl liðsins. „Blikarnir með sinn leikstíl hefur virkað mjög vel í sumar. Þeir eru með öll þessi stig og eru að berjast í baráttunni um titilinn. Þetta hefur engin áhrif á Gústa Gylfa,” sagði Gunnar Jarl Jónsson, einn sparkspekingur Pepsi-markanna. „Þú ert með Óla Jó sem er þekktur fyrir að koma með skemmtileg ummæli í fjölmiðlum og setja pressu. Hann er Alex Ferguson okkar Íslendinga en þetta hefur engin áhrif á Blikana. „Ef þeir tapa þá eru þeir búnir að tapa öllum fjórum toppleikjunum gegn efstu liðunum. Það er ómögulegt að vinna titil þannig.” Stjarnan vann fyrri leik liðanna með einu marki gegn engu. Þeir eru tveimur stigum á eftir Breiðablik en eiga leik til góða á heimavelli gegn Val í næstu viku. „Sex stiga leikir gegn Blikum og Val. Það er ljóst að Stjarnan fer langt með að skola þessu niður fái þeir bara eitt stig í þessum níu leikjum og það gegn Grindavík í síðustu umferð.” „Stjarnan er með alltof þétt lið til þess að blanda sér ekki í baráttuna um titilinn. Það vantaði Alex og Þórarinn í síðasta leik og þar eru leikmenn sem hafa verið þeim gífurlega mikilvægir. Við eigum von á algjörri veislu.” Valsmenn eru á toppnum og þeir fá Fjölni í heimsókn annaðkvöld á Hlíðarenda. „Ég á mjög erfitt með að sjá Fjölni fá eitthvað út úr þessum leik og staða þeirra er erfið. Það var þungt yfir þrátt fyrir að hafa jafnað á síðustu mínútunni. Það ætti að gefa þeim smá blóð á tennurnar.” „Mér finnst vanta Fjölniskraftinn sem þeir eru þekktir fyrir. Það hefur verið lítið um gæði og sömuleiðis vantað meiri ákefð í þetta. Ég get ekki séð að Valsmenn ætli að misstíga sig gegn Fjölni á heimavelli.” Þrír leikir verða í deildinni á morgun. Tveir í beinni á sportstöðvunum. Á sunnudag eru tveir leikir KR-ÍBV beint og umferðinni lýkur með rimmu Fylkis og Grindavík og Pepsimörkin verða á sínum stað klukkan 21.15 á mánudagskvöldið. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Það verður þungavigtarleikur annað kvöld í Pepsi deild karla þegar grannarnir Stjarnan og Breiðablik eigast við á Samsung vellinum í Garðabæ. Breiðablik tapaði fyrir Val á heimavelli þar sem Ólafur Jóhannesson gagnrýndi leikstíl liðsins. „Blikarnir með sinn leikstíl hefur virkað mjög vel í sumar. Þeir eru með öll þessi stig og eru að berjast í baráttunni um titilinn. Þetta hefur engin áhrif á Gústa Gylfa,” sagði Gunnar Jarl Jónsson, einn sparkspekingur Pepsi-markanna. „Þú ert með Óla Jó sem er þekktur fyrir að koma með skemmtileg ummæli í fjölmiðlum og setja pressu. Hann er Alex Ferguson okkar Íslendinga en þetta hefur engin áhrif á Blikana. „Ef þeir tapa þá eru þeir búnir að tapa öllum fjórum toppleikjunum gegn efstu liðunum. Það er ómögulegt að vinna titil þannig.” Stjarnan vann fyrri leik liðanna með einu marki gegn engu. Þeir eru tveimur stigum á eftir Breiðablik en eiga leik til góða á heimavelli gegn Val í næstu viku. „Sex stiga leikir gegn Blikum og Val. Það er ljóst að Stjarnan fer langt með að skola þessu niður fái þeir bara eitt stig í þessum níu leikjum og það gegn Grindavík í síðustu umferð.” „Stjarnan er með alltof þétt lið til þess að blanda sér ekki í baráttuna um titilinn. Það vantaði Alex og Þórarinn í síðasta leik og þar eru leikmenn sem hafa verið þeim gífurlega mikilvægir. Við eigum von á algjörri veislu.” Valsmenn eru á toppnum og þeir fá Fjölni í heimsókn annaðkvöld á Hlíðarenda. „Ég á mjög erfitt með að sjá Fjölni fá eitthvað út úr þessum leik og staða þeirra er erfið. Það var þungt yfir þrátt fyrir að hafa jafnað á síðustu mínútunni. Það ætti að gefa þeim smá blóð á tennurnar.” „Mér finnst vanta Fjölniskraftinn sem þeir eru þekktir fyrir. Það hefur verið lítið um gæði og sömuleiðis vantað meiri ákefð í þetta. Ég get ekki séð að Valsmenn ætli að misstíga sig gegn Fjölni á heimavelli.” Þrír leikir verða í deildinni á morgun. Tveir í beinni á sportstöðvunum. Á sunnudag eru tveir leikir KR-ÍBV beint og umferðinni lýkur með rimmu Fylkis og Grindavík og Pepsimörkin verða á sínum stað klukkan 21.15 á mánudagskvöldið.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira