Vildi vita hvort ráðlegt væri að náða Manafort Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. ágúst 2018 21:24 Trump er afar ósáttur með meðferðina sem Paul Manafort hefur fengið. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti leitaði fyrir nokkrum vikum ráða hjá lögmannateymi sínu um það hvort ráðlegt væri að náða Paul Manafort, fyrrum kosningastjóra forsetans. Þetta sagði Rudy Giuliani, lögmaður Trumps, í viðtali við Washington Post í dag. Manafort var á þriðjudaginn fundinn sekur um banka- og skattsvik, auk þess að fela erlenda bankareikninga, en hann er sagður hafa opnað fleiri en þrjátíu bankareikninga í þremur erlendum ríkjum til þess að taka við og fela tugi milljóna dollara sem hann þáði frá úkraínskum stjórnvöldum fyrir bandarískum skattyfirvöldum. Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lýst yfir vanþóknun sinni á því að Manafort hafi verið til rannsóknar og síðar meir ákærður en það var gert fyrir tilstilli sérstaks saksóknara bandaríska dómsmálaráðuneytisins, Roberts Muellers en Mueller leiðir hina svokölluðu Rússarannsókn, sem ætlað er að varpa ljósi á hvort Trump hefði þegið hjálp frá Rússum við að vinna forsetakosningarnar 2016. Mueller hefur ákært fjölmarga Rússa fyrir tölvuárásir gegn Demókrataflokknum og aðra glæpi tengda forsetakosningunum 2016. Margir aðrir eru til rannsóknar og þeirra á meðal er Donald Trump yngri fyrir fund hans með útsendurum Rússlands í Trump-turninum í New York.Ráðlögðu Trump að bíða með náðumLögmenn Trumps ráðlögðu honum að bíða með að náða Manafort þar til rannsókn Mueller yrði lokið og sagði Giuliani að Trump hefði verið sammála lögmönnum sínum og ekki aðhafst meira í málinu. Þá sagði Giuliani málið vera afar furðulegt og sagði að best væri að fara að öllu með gát í málum sem þessu þar sem almenningsálit hefði mikið um niðurstöðu málsins að segja. Að lokum bætti lögmaðurinn því við að forsetanum fyndist illa farið með kosningastjórann fyrrverandi en hann hefur ítrekað kallað rannsóknina í heild sinni „ósanngjarnar nornaveiðar.“ Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump segist geta tekið yfir Rússarannsóknina Hann sagði einu ástæðuna fyrir því að rannsókn sérstaka saksóknarans Robert Mueller stæði enn yfir vera þá að hann hefði ekki ákveðið enn að binda enda á hana. 21. ágúst 2018 11:03 Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. 21. ágúst 2018 21:20 Segir að vantrauststillaga myndi fella efnahag Bandaríkjanna Trump segir að efnahagur Bandaríkjanna muni hrynja, verði lögð fram vantrauststillaga gegn honum. 23. ágúst 2018 14:30 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti leitaði fyrir nokkrum vikum ráða hjá lögmannateymi sínu um það hvort ráðlegt væri að náða Paul Manafort, fyrrum kosningastjóra forsetans. Þetta sagði Rudy Giuliani, lögmaður Trumps, í viðtali við Washington Post í dag. Manafort var á þriðjudaginn fundinn sekur um banka- og skattsvik, auk þess að fela erlenda bankareikninga, en hann er sagður hafa opnað fleiri en þrjátíu bankareikninga í þremur erlendum ríkjum til þess að taka við og fela tugi milljóna dollara sem hann þáði frá úkraínskum stjórnvöldum fyrir bandarískum skattyfirvöldum. Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lýst yfir vanþóknun sinni á því að Manafort hafi verið til rannsóknar og síðar meir ákærður en það var gert fyrir tilstilli sérstaks saksóknara bandaríska dómsmálaráðuneytisins, Roberts Muellers en Mueller leiðir hina svokölluðu Rússarannsókn, sem ætlað er að varpa ljósi á hvort Trump hefði þegið hjálp frá Rússum við að vinna forsetakosningarnar 2016. Mueller hefur ákært fjölmarga Rússa fyrir tölvuárásir gegn Demókrataflokknum og aðra glæpi tengda forsetakosningunum 2016. Margir aðrir eru til rannsóknar og þeirra á meðal er Donald Trump yngri fyrir fund hans með útsendurum Rússlands í Trump-turninum í New York.Ráðlögðu Trump að bíða með náðumLögmenn Trumps ráðlögðu honum að bíða með að náða Manafort þar til rannsókn Mueller yrði lokið og sagði Giuliani að Trump hefði verið sammála lögmönnum sínum og ekki aðhafst meira í málinu. Þá sagði Giuliani málið vera afar furðulegt og sagði að best væri að fara að öllu með gát í málum sem þessu þar sem almenningsálit hefði mikið um niðurstöðu málsins að segja. Að lokum bætti lögmaðurinn því við að forsetanum fyndist illa farið með kosningastjórann fyrrverandi en hann hefur ítrekað kallað rannsóknina í heild sinni „ósanngjarnar nornaveiðar.“
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump segist geta tekið yfir Rússarannsóknina Hann sagði einu ástæðuna fyrir því að rannsókn sérstaka saksóknarans Robert Mueller stæði enn yfir vera þá að hann hefði ekki ákveðið enn að binda enda á hana. 21. ágúst 2018 11:03 Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. 21. ágúst 2018 21:20 Segir að vantrauststillaga myndi fella efnahag Bandaríkjanna Trump segir að efnahagur Bandaríkjanna muni hrynja, verði lögð fram vantrauststillaga gegn honum. 23. ágúst 2018 14:30 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Trump segist geta tekið yfir Rússarannsóknina Hann sagði einu ástæðuna fyrir því að rannsókn sérstaka saksóknarans Robert Mueller stæði enn yfir vera þá að hann hefði ekki ákveðið enn að binda enda á hana. 21. ágúst 2018 11:03
Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. 21. ágúst 2018 21:20
Segir að vantrauststillaga myndi fella efnahag Bandaríkjanna Trump segir að efnahagur Bandaríkjanna muni hrynja, verði lögð fram vantrauststillaga gegn honum. 23. ágúst 2018 14:30