Fækkun bólusettra leiðir til metfjölda mislingasmita í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2018 13:08 Fjöldi fólks hefur ákveðið að sleppa bólusetningum fyrir sig eða börn sín vegna falsks áróðurs ýmis konar kuklara undanfarin ár. Vísir/Getty Á fjórða tug manna lét lífið af völdum mislinga í Evrópu á fyrri helmingi ársins. Fjöldi mislingatilfella í álfunni hefur slegið met en sérfræðingar rekja fjölgun smita afleiðingu af því að færri láti nú bólusetja sig eða börnin sín en áður. Alls hafa fleiri en 41.000 manns greinst með mislinga í Evrópu á fyrstu sex mánuðum ársins samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í fyrra voru tilfellin 23.927 og 5.273 árið áður. Dauðsföllin eru 37 talsins það sem af er árinu. Langflest tilfellin hafa greinst í Úkraínu, alls rúmlega 23.000. Fleiri en þúsund tilfelli greindust í sex öðrum löndum: Frakklandi, Georgíu, Grikklandi, Ítalíu, Rússlandi og Serbía. Flest dauðsföll hafa verið í Serbíu, alls fjórtán. „Þessi hlutfallslega afturför sýnir að allir þeir sem eru ekki fullbólusettir eru viðkvæmir, óháð því hvar þeir búa og öll lönd verða að halda áfram að auka bólusetningartíðni og stoppa upp í göt í ónæmi,“ segir Nedret Emiroglu frá WHO. Fölsk bresk rannsókn sem gerð var fyrir tuttugu árum og tengdi einhverfu við MMR-bóluefni olli því að traust sumra á bólusetningum minnkaði. Andstæðingar bólusetninga vísa enn til hennar til að ala á ótta við bólusetningar þrátt fyrir að fjöldi rannsókna hafi hrakið niðurstöður bresks læknis. Læknirinn var fundin sekur um alvarlegt misferli í starfi vegna rannsóknarinnar og niðurstaðna hennar sem hann birti í læknaritinu Lancet árið 1998. Hann var sviptur lækningaleyfi í kjölfarið. Bólusetningar Georgía Heilbrigðismál Serbía Tengdar fréttir Áhyggjuefni að mislingasmitum í flugvélum fari fjölgandi Segir óbólusetta skapa hættu. 24. júlí 2018 14:16 Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Á fjórða tug manna lét lífið af völdum mislinga í Evrópu á fyrri helmingi ársins. Fjöldi mislingatilfella í álfunni hefur slegið met en sérfræðingar rekja fjölgun smita afleiðingu af því að færri láti nú bólusetja sig eða börnin sín en áður. Alls hafa fleiri en 41.000 manns greinst með mislinga í Evrópu á fyrstu sex mánuðum ársins samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í fyrra voru tilfellin 23.927 og 5.273 árið áður. Dauðsföllin eru 37 talsins það sem af er árinu. Langflest tilfellin hafa greinst í Úkraínu, alls rúmlega 23.000. Fleiri en þúsund tilfelli greindust í sex öðrum löndum: Frakklandi, Georgíu, Grikklandi, Ítalíu, Rússlandi og Serbía. Flest dauðsföll hafa verið í Serbíu, alls fjórtán. „Þessi hlutfallslega afturför sýnir að allir þeir sem eru ekki fullbólusettir eru viðkvæmir, óháð því hvar þeir búa og öll lönd verða að halda áfram að auka bólusetningartíðni og stoppa upp í göt í ónæmi,“ segir Nedret Emiroglu frá WHO. Fölsk bresk rannsókn sem gerð var fyrir tuttugu árum og tengdi einhverfu við MMR-bóluefni olli því að traust sumra á bólusetningum minnkaði. Andstæðingar bólusetninga vísa enn til hennar til að ala á ótta við bólusetningar þrátt fyrir að fjöldi rannsókna hafi hrakið niðurstöður bresks læknis. Læknirinn var fundin sekur um alvarlegt misferli í starfi vegna rannsóknarinnar og niðurstaðna hennar sem hann birti í læknaritinu Lancet árið 1998. Hann var sviptur lækningaleyfi í kjölfarið.
Bólusetningar Georgía Heilbrigðismál Serbía Tengdar fréttir Áhyggjuefni að mislingasmitum í flugvélum fari fjölgandi Segir óbólusetta skapa hættu. 24. júlí 2018 14:16 Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Áhyggjuefni að mislingasmitum í flugvélum fari fjölgandi Segir óbólusetta skapa hættu. 24. júlí 2018 14:16
Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28