Við höfum verið lengi með augun á Þýskalandsleiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. ágúst 2018 08:00 Glódís skoraði tvö mörk í síðasta landsleik. Fréttablaðið/Eyþór Glódís Perla Viggósdóttir skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri Íslands á Slóveníu í síðasta leik kvennalandsliðsins í júní. Með sigrinum komst Ísland aftur á topp síns riðils í undankeppni HM og opnaði um leið á möguleikann á að tryggja sér sæti á HM með sigri á Þýskalandi á laugardaginn. „Við vorum með frekar rólega æfingu á mánudaginn því flestir voru að spila um helgina. Það var meiri hraði á æfingunni í gær [í fyrradag] og svo verður taktísk æfing í dag [í gær],“ sagði Glódís í samtali við Fréttablaðið fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í gær. Leiksins gegn Þýskalandi hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda mikið undir: sæti á HM í Frakklandi á næsta ári. Íslenska kvennalandsliðið hefur þrisvar komist á EM en aldrei á HM. Stærsti landsleikurinn „Við höfum verið lengi með augun á þessum leik. Þetta er stór leikur og algjör úrslitaleikur,“ segir Glódís.Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún spilað 68 landsleiki. Hún segir að leikurinn gegn Þýskalandi sé stærsti leikur íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi. „Ég held það, þetta er allavega sá stærsti sem ég hef tekið þátt í á mínum landsliðsferli,“ segir Kópavogsmærin. Ísland vann fyrri leikinn gegn Þýskalandi með þremur mörkum gegn tveimur. Síðan þá hafa orðið breytingar á þýska liðinu og það komið með nýjan þjálfara. En er þýska liðið á betri stað í dag en það var fyrir ári þegar það mætti því íslenska í Wiesbaden? „Já, líklega. Þær eru búnar að skipta um þjálfara og með frábært lið. Þótt það vanti stór nöfn hjá þeim koma bara önnur inn í staðinn,“ segir Glódís. „Við þurfum að loka á þeirra styrkleika sem eru margir. Svo verðum við að nýta skyndisóknirnar sem við fáum.“ Þótt athyglin hafi óhjákvæmilega verið á leiknum gegn Þýskalandi á laugardaginn mætir Ísland Tékklandi þremur dögum síðar. Sá leikur gæti reynst mikilvægur ef Íslendingar vinna ekki Þjóðverja. Jafntefli í leiknum á laugardaginn yrðu ágætis úrslit en þá þyrfti Ísland að vinna Tékkland til að tryggja sér farseðilinn á HM. Glódís segir að íslenska liðið spili til sigurs á laugardaginn en það sé meðvitað um að jafntefli gæti líka reynst dýrmætt. „Við stefnum á sigur en ef þetta endar með jafntefli er það eitthvað sem við getum unnið með. En þá verðum við að vinna á þriðjudaginn,“ segir Glódís. Uppselt í fyrsta sinn Uppselt er á leikinn gegn Þýskalandi en þetta er í fyrsta sinn sem uppselt er á kvennalandsleik á Íslandi. „Það er nýtt og frábært fyrir íslenskar íþróttir að það verði fullur völlur. Það er gaman fyrir alla,“ segir Glódís. Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira
Glódís Perla Viggósdóttir skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri Íslands á Slóveníu í síðasta leik kvennalandsliðsins í júní. Með sigrinum komst Ísland aftur á topp síns riðils í undankeppni HM og opnaði um leið á möguleikann á að tryggja sér sæti á HM með sigri á Þýskalandi á laugardaginn. „Við vorum með frekar rólega æfingu á mánudaginn því flestir voru að spila um helgina. Það var meiri hraði á æfingunni í gær [í fyrradag] og svo verður taktísk æfing í dag [í gær],“ sagði Glódís í samtali við Fréttablaðið fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í gær. Leiksins gegn Þýskalandi hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda mikið undir: sæti á HM í Frakklandi á næsta ári. Íslenska kvennalandsliðið hefur þrisvar komist á EM en aldrei á HM. Stærsti landsleikurinn „Við höfum verið lengi með augun á þessum leik. Þetta er stór leikur og algjör úrslitaleikur,“ segir Glódís.Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún spilað 68 landsleiki. Hún segir að leikurinn gegn Þýskalandi sé stærsti leikur íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi. „Ég held það, þetta er allavega sá stærsti sem ég hef tekið þátt í á mínum landsliðsferli,“ segir Kópavogsmærin. Ísland vann fyrri leikinn gegn Þýskalandi með þremur mörkum gegn tveimur. Síðan þá hafa orðið breytingar á þýska liðinu og það komið með nýjan þjálfara. En er þýska liðið á betri stað í dag en það var fyrir ári þegar það mætti því íslenska í Wiesbaden? „Já, líklega. Þær eru búnar að skipta um þjálfara og með frábært lið. Þótt það vanti stór nöfn hjá þeim koma bara önnur inn í staðinn,“ segir Glódís. „Við þurfum að loka á þeirra styrkleika sem eru margir. Svo verðum við að nýta skyndisóknirnar sem við fáum.“ Þótt athyglin hafi óhjákvæmilega verið á leiknum gegn Þýskalandi á laugardaginn mætir Ísland Tékklandi þremur dögum síðar. Sá leikur gæti reynst mikilvægur ef Íslendingar vinna ekki Þjóðverja. Jafntefli í leiknum á laugardaginn yrðu ágætis úrslit en þá þyrfti Ísland að vinna Tékkland til að tryggja sér farseðilinn á HM. Glódís segir að íslenska liðið spili til sigurs á laugardaginn en það sé meðvitað um að jafntefli gæti líka reynst dýrmætt. „Við stefnum á sigur en ef þetta endar með jafntefli er það eitthvað sem við getum unnið með. En þá verðum við að vinna á þriðjudaginn,“ segir Glódís. Uppselt í fyrsta sinn Uppselt er á leikinn gegn Þýskalandi en þetta er í fyrsta sinn sem uppselt er á kvennalandsleik á Íslandi. „Það er nýtt og frábært fyrir íslenskar íþróttir að það verði fullur völlur. Það er gaman fyrir alla,“ segir Glódís.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira