Tyron Woodley þaggaði niður í gagnrýnisröddum með því að klára Till Pétur Marinó Jónsson skrifar 9. september 2018 05:39 Woodley kýlir niður Till. Vísir/Getty UFC 228 fór fram í Dallas í Texas í nótt. Bardagakvöldið var einfaldlega magnað en í aðalbardaga kvöldsins sáum við Tyron Woodley upp á sitt allra besta. Veltivigtarmeistarinn Tyron Woodley mætti Darren Till í spennandi viðureign. Fyrir bardagann hafði Tyron Woodley verið gagnrýndur fyrir sína síðustu bardaga þar sem hann þótti alltof varkár og hreinlega leiðinlegur. Það var annað upp á teningnum í nótt. Darren Till stjórnaði pressunni framan af en var þolinmóður og ógnaði lítið. Woodley reyndi tvær fellur en Till varðist vel og þrátt fyrir að Till hafi stjórnað pressunni sótti Woodley meira í 1. lotu. Snemma í 2. lotu náði Woodley að kýla niður Till með þungri hægri. Woodley fylgdi því eftir með olnbogum í gólfinu en Till varðist vel og tókst að þrauka. Woodley reyndi að klára Till í gólfinu með höggum en Till varðist áfram vel. Þegar skammt var eftir af lotunni fór Woodley í „D’Arce“ hengingu og tappaði Till út eftir 4:19 í 2. lotu. Tyron Woodley varði því beltið í fjórða sinn og fékk hann að launum svarta beltið í brasilísku jiu-jitsu eftir sigurinn frá þjálfurum sínum. Till var talinn sigurstranglegri af veðbönkum en Woodley svaraði vel fyrir slakar frammistöður að undanförnu með því að klára Darren Till. Bardagakvöldið var eins og áður segir frábært en í næstsíðasta bardaga kvöldsins sáum við Jessicu Andrade rota Karolinu Kowalkiewicz strax í 1. lotu. Þá fengum við einnig að sjá mörg glæsileg uppgjafartök og var þetta sennilega besta bardagakvöld ársins það sem af er ári. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan: Till missti sjónina í niðurskurðinum Félagarnir Steindi Jr. og Pétur Marinó Jónsson eru gestir Fimmtu lotunnar á Vísi þar sem rætt er um allt milli himins og jarðar í UFC. 8. júní 2018 11:00 Till náði vigt en nær hann titlinum? UFC 228 fer fram í nótt í Dallas þar sem Darren Till freistar þess að ná beltinu af veltivigtarmeistaranum Tyron Woodley í aðalbardaga kvöldsins. 8. september 2018 19:45 Fimmta lotan: Conor er aðeins of hvatvís Það er tvennt á dagskránni í Fimmtu lotunni í dag. Málefni Gunnars Nelson og Conor McGregor. 7. september 2018 12:00 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
UFC 228 fór fram í Dallas í Texas í nótt. Bardagakvöldið var einfaldlega magnað en í aðalbardaga kvöldsins sáum við Tyron Woodley upp á sitt allra besta. Veltivigtarmeistarinn Tyron Woodley mætti Darren Till í spennandi viðureign. Fyrir bardagann hafði Tyron Woodley verið gagnrýndur fyrir sína síðustu bardaga þar sem hann þótti alltof varkár og hreinlega leiðinlegur. Það var annað upp á teningnum í nótt. Darren Till stjórnaði pressunni framan af en var þolinmóður og ógnaði lítið. Woodley reyndi tvær fellur en Till varðist vel og þrátt fyrir að Till hafi stjórnað pressunni sótti Woodley meira í 1. lotu. Snemma í 2. lotu náði Woodley að kýla niður Till með þungri hægri. Woodley fylgdi því eftir með olnbogum í gólfinu en Till varðist vel og tókst að þrauka. Woodley reyndi að klára Till í gólfinu með höggum en Till varðist áfram vel. Þegar skammt var eftir af lotunni fór Woodley í „D’Arce“ hengingu og tappaði Till út eftir 4:19 í 2. lotu. Tyron Woodley varði því beltið í fjórða sinn og fékk hann að launum svarta beltið í brasilísku jiu-jitsu eftir sigurinn frá þjálfurum sínum. Till var talinn sigurstranglegri af veðbönkum en Woodley svaraði vel fyrir slakar frammistöður að undanförnu með því að klára Darren Till. Bardagakvöldið var eins og áður segir frábært en í næstsíðasta bardaga kvöldsins sáum við Jessicu Andrade rota Karolinu Kowalkiewicz strax í 1. lotu. Þá fengum við einnig að sjá mörg glæsileg uppgjafartök og var þetta sennilega besta bardagakvöld ársins það sem af er ári. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan: Till missti sjónina í niðurskurðinum Félagarnir Steindi Jr. og Pétur Marinó Jónsson eru gestir Fimmtu lotunnar á Vísi þar sem rætt er um allt milli himins og jarðar í UFC. 8. júní 2018 11:00 Till náði vigt en nær hann titlinum? UFC 228 fer fram í nótt í Dallas þar sem Darren Till freistar þess að ná beltinu af veltivigtarmeistaranum Tyron Woodley í aðalbardaga kvöldsins. 8. september 2018 19:45 Fimmta lotan: Conor er aðeins of hvatvís Það er tvennt á dagskránni í Fimmtu lotunni í dag. Málefni Gunnars Nelson og Conor McGregor. 7. september 2018 12:00 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Fimmta lotan: Till missti sjónina í niðurskurðinum Félagarnir Steindi Jr. og Pétur Marinó Jónsson eru gestir Fimmtu lotunnar á Vísi þar sem rætt er um allt milli himins og jarðar í UFC. 8. júní 2018 11:00
Till náði vigt en nær hann titlinum? UFC 228 fer fram í nótt í Dallas þar sem Darren Till freistar þess að ná beltinu af veltivigtarmeistaranum Tyron Woodley í aðalbardaga kvöldsins. 8. september 2018 19:45
Fimmta lotan: Conor er aðeins of hvatvís Það er tvennt á dagskránni í Fimmtu lotunni í dag. Málefni Gunnars Nelson og Conor McGregor. 7. september 2018 12:00