Smurt ofan á reikninginn Haukur Örn Birgisson skrifar 4. september 2018 07:00 Ég starfa sem lögmaður og viðskiptavinir mínir greiða fyrir þjónustuna samkvæmt tímagjaldi sem lögmannsstofan mín setur. Ef þeim finnst gjaldið of hátt, geta þeir leitað til annarra lögmanna eða stofan ákveður að lækka gjaldið. Þannig virkar þetta á flestum sviðum. Fyrirtæki sem selja vörur eða þjónustu reyna að verðleggja sig með þeim hætti að viðskiptavinirnir velji að versla við þau í stað annarra. Þetta fyrirkomulag hefur heldur betur sannað sig í gegnum aldirnar og maður skyldi ætla að það sé orðið nokkuð óumdeilt. Á dögunum samþykkti verðlagsnefnd búvara að hækka heildsöluverð á mjólkurvörum. Verðin hækkuðu mismikið og var það smjörklípan sem var hástökkvari vikunnar. Smjörið hækkaði um 15%, takk fyrir. Þess má geta að undanfarin ár hafa mjólkurvörur hækkað langt umfram aðrar matvörur. Verðlagsnefndin er að meirihluta skipuð aðilum sem koma úr mjólkuriðnaði og hafa því beina hagsmuni af háu verði mjólkurlítrans. Lögum samkvæmt er þessari nefnd falið að ákveða hversu mikið neytendur eiga að greiða fyrir nauðsynlegar neysluvörur. Þetta er galið fyrirkomulag og er beinlínis ólöglegt í öðrum atvinnugreinum. Fólk hefur meira að segja verið dæmt til fangelsisrefsingar fyrir að ákveða í sameiningu verð á gipsplötum og steinull í Húsasmiðjunni og Byko, svo dæmi sé tekið. Þegar rifjaðar eru upp sögur af gömlum innflutningsnefndum á vegum ríkisins, getur fólk ekki annað en brosað út í annað. Fáránleikinn blasir beinlínis við og engum dytti í hug að setja slíkar stofnanir á fót í dag. Samt sem áður eru neytendur áfram mjólkaðir á hverjum degi í skjóli gildandi laga og úreltra sjónarmiða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Ég starfa sem lögmaður og viðskiptavinir mínir greiða fyrir þjónustuna samkvæmt tímagjaldi sem lögmannsstofan mín setur. Ef þeim finnst gjaldið of hátt, geta þeir leitað til annarra lögmanna eða stofan ákveður að lækka gjaldið. Þannig virkar þetta á flestum sviðum. Fyrirtæki sem selja vörur eða þjónustu reyna að verðleggja sig með þeim hætti að viðskiptavinirnir velji að versla við þau í stað annarra. Þetta fyrirkomulag hefur heldur betur sannað sig í gegnum aldirnar og maður skyldi ætla að það sé orðið nokkuð óumdeilt. Á dögunum samþykkti verðlagsnefnd búvara að hækka heildsöluverð á mjólkurvörum. Verðin hækkuðu mismikið og var það smjörklípan sem var hástökkvari vikunnar. Smjörið hækkaði um 15%, takk fyrir. Þess má geta að undanfarin ár hafa mjólkurvörur hækkað langt umfram aðrar matvörur. Verðlagsnefndin er að meirihluta skipuð aðilum sem koma úr mjólkuriðnaði og hafa því beina hagsmuni af háu verði mjólkurlítrans. Lögum samkvæmt er þessari nefnd falið að ákveða hversu mikið neytendur eiga að greiða fyrir nauðsynlegar neysluvörur. Þetta er galið fyrirkomulag og er beinlínis ólöglegt í öðrum atvinnugreinum. Fólk hefur meira að segja verið dæmt til fangelsisrefsingar fyrir að ákveða í sameiningu verð á gipsplötum og steinull í Húsasmiðjunni og Byko, svo dæmi sé tekið. Þegar rifjaðar eru upp sögur af gömlum innflutningsnefndum á vegum ríkisins, getur fólk ekki annað en brosað út í annað. Fáránleikinn blasir beinlínis við og engum dytti í hug að setja slíkar stofnanir á fót í dag. Samt sem áður eru neytendur áfram mjólkaðir á hverjum degi í skjóli gildandi laga og úreltra sjónarmiða.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun