Leita vitna að morðinu á Kim Andri Eysteinsson skrifar 1. september 2018 18:00 Tvær konur hafa verið handteknar, lögreglan leitar tveggja annara sem talið er að hafi verið vitni að morðinu, Vísir/EPA Malasíska lögreglan leitar nú tveggja kvenna sem hún telur að geti varpað ljósi á morðið á Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu. Talið er að hin 24 ára gamla Raisa Rinda Salma og Dessy Meyrisinta sem er 33 ára gömul hafi orðið vitni að morðinu og vill lögregla að þær beri vitni. BBC greinir frá. Töldu sig vera hluti af sjónvarpsþætti. Kim lést í febrúar mánuði 2017 á alþjóðaflugvellinum í Kúala Lúmpur, höfuðborg Malasíu. Við rannsókn málsins fundust leifar af taugaeitrinu VX á andliti Kim. Tvær konur, þær Siti Aisyah frá Indónesíu og Doan Thi Houng frá Víetnam voru handteknar, grunaðar um að hafa makað eitrinu á andlit mannsins. Þær stöllur hafa báðar lýst yfir sakleysi sínu og segja að þær hafi verið blekktar af norðurkóreskum útsendurum. Verjendur kvennanna segja að þær hafi verið beðnar um að maka efninu, sem er bæði litar og lyktarlaust, á andlit mannsins sem hrekk í sjónvarpsþætti. Konurnar segja að þær hafi gert svipaða hrekki víða um borgina dagana áður en Kim var myrtur. Verði konurnar dæmdar sekar um morðið verða þær hengdar.Talaði gegn fjölskyldu sinni. Norðurkóresk yfirvöld firra sig allri ábyrgð en rauð viðvörun hefur verið gefin út af Interpol vegna fjögurra manna sem talið er að séu norðurkóreskir, en þeir flúðu Kúala Lúmpúr sama dag og Kim var myrtur. Kim var í litlu sambandi við fjölskyldu sína og bjó lengi vel erlendis, í Kína, Singapúr og á eyjunni Makaó. Hann hafði einnig talað gegn yfirráðum fjölskyldu sinnar og sagði hálfbróður sinn skorta leiðtogahæfileika í bók sem kom út árið 2012. Malasía Morðið á Kim Jong-nam Norður-Kórea Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Sjá meira
Malasíska lögreglan leitar nú tveggja kvenna sem hún telur að geti varpað ljósi á morðið á Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu. Talið er að hin 24 ára gamla Raisa Rinda Salma og Dessy Meyrisinta sem er 33 ára gömul hafi orðið vitni að morðinu og vill lögregla að þær beri vitni. BBC greinir frá. Töldu sig vera hluti af sjónvarpsþætti. Kim lést í febrúar mánuði 2017 á alþjóðaflugvellinum í Kúala Lúmpur, höfuðborg Malasíu. Við rannsókn málsins fundust leifar af taugaeitrinu VX á andliti Kim. Tvær konur, þær Siti Aisyah frá Indónesíu og Doan Thi Houng frá Víetnam voru handteknar, grunaðar um að hafa makað eitrinu á andlit mannsins. Þær stöllur hafa báðar lýst yfir sakleysi sínu og segja að þær hafi verið blekktar af norðurkóreskum útsendurum. Verjendur kvennanna segja að þær hafi verið beðnar um að maka efninu, sem er bæði litar og lyktarlaust, á andlit mannsins sem hrekk í sjónvarpsþætti. Konurnar segja að þær hafi gert svipaða hrekki víða um borgina dagana áður en Kim var myrtur. Verði konurnar dæmdar sekar um morðið verða þær hengdar.Talaði gegn fjölskyldu sinni. Norðurkóresk yfirvöld firra sig allri ábyrgð en rauð viðvörun hefur verið gefin út af Interpol vegna fjögurra manna sem talið er að séu norðurkóreskir, en þeir flúðu Kúala Lúmpúr sama dag og Kim var myrtur. Kim var í litlu sambandi við fjölskyldu sína og bjó lengi vel erlendis, í Kína, Singapúr og á eyjunni Makaó. Hann hafði einnig talað gegn yfirráðum fjölskyldu sinnar og sagði hálfbróður sinn skorta leiðtogahæfileika í bók sem kom út árið 2012.
Malasía Morðið á Kim Jong-nam Norður-Kórea Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Sjá meira