Þjóðarmorð á Róhingjum í Mjanmar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. september 2018 07:15 Amnesty International segja að þau geti sannað að herinn í Myanmar hafi verið byrjaður að undirbúa árásir gegn Róhingjum áður en uppreisnarmennirnir gerðu árásir á lögregluna í ágúst í fyrra. vísir/getty Æðstu yfirmenn mjanmarska hersins, sem kallaður er Tatmadaw á máli heimamanna, voru í vikunni sakaðir um alvarleg brot á alþjóðalögum. Í skýrslu sem rannsóknarnefnd á vegum mannréttindaráðs SÞ birti voru mennirnir sakaðir um þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyninu og stríðsglæpi. Yfirvöld í Mjanmar, til að mynda Nóbelsverðlaunahafinn Aung San Suu Kyi, eru sökuð um að ljúga um glæpi hersins. Bæði yfirvöld og her hafa lýst sig saklaus af ásökununum. Skýrslan er sögð einhliða. Þótt skýrslan fjalli einnig um ofbeldi í Shan- og Kachin-ríkjum Mjanmar er að mestu fjallað um þjóðarmorðið á þjóðflokknum Róhingjum í Rakhine-ríki. Á meðan meirihluti Rakhine, og Mjanmar alls, er byggður búddistum eru Róhingjar múslimar.Svart haust Haustmánuðir síðasta árs rata á spjöld sögunnar sem einir þeir svörtustu í sögu þessa heimshluta, jafnvel heimsins alls. Eftir auknar ofsóknir í kjölfar átaka í ríkinu árið 2012 höfðu margir Róhingjar fengið nóg. Frelsisher Róhingja (ARSA) gerði árás á herstöðvar í Rakhine þann 25. ágúst 2017. Ekki var um háþróaða árás stórhættulegra hryðjuverkasamtaka að ræða. Lítill hluti óþjálfaðra leiðtoga ARSA bar skotvopn en flestir árásarmennirnir voru algjörlega óþjálfaðir og báru prik og hnífa. Sumir höfðu frumstæðar sprengjur. Tólf fórust í árásunum. „Viðbrögð yfirvalda, sem fóru af stað innan við klukkutíma seinna, voru snör, harðneskjuleg og úr öllu samhengi við upphaflegu árásirnar,“ segir í skýrslunni. Markmið yfirvalda var að afmá „hryðjuverkaógnina“ sem stafaði af ARSA og á næstu dögum og vikum breiddist ofbeldið út til hundraða bæja. Aðgerðirnar beindust gegn öllum Róhingjum og töluðu yfirvöld um „hreinsunaraðgerðir“ í þessu samhengi. Á árinu sem fylgdi flúðu að nærri 750.000 Róhingjar til Bangladess. Rannsakendur segja að árásarmynstrið hafi verið hið sama alls staðar. Róhingjar vöknuðu við skotvelli, sprengingar eða öskur nágranna sinna. Kveikt var í byggingum, byrgt fyrir dyrnar og skotið var inn um glugga. Landið sem hinir brenndu bæir stóðu á fór ekki aftur til Róhingja. Jarðýtur flöttu landið út og var þannig öllum ummerkjum um fyrri veru Róhingja á svæðinu eytt. Nýjar byggingar voru svo reistar fyrir „alvöru“ íbúa Mjanmar.Hrottaleg brot Mat rannsakenda á tölu látinna er það að of hóflegt væri að áætla að 10.000 Róhingjar hafi verið myrtir. Í skýrslunni eru útlistuð nokkur af svæsnustu brotum hersins. Fjallað er um að í Min Gyi, Maung Nu, Chut Pyin, Gudar Pyin og í fleiri bæjum hafi stórfelldar fjöldaaftökur farið fram. Í mörgum tilfellum hafi hundruð verið myrt í einu. Einnig greina rannsakendur frá því að hermenn hafi beitt kynferðisofbeldi sem vopni. Konum hafi verið nauðgað í hópum, jafnvel þangað til þær létu lífið, fyrir framan fjölskyldu sína.Ásakanir rannsakenda Yfirmenn mjanmarska hersins eru í skýrslunni sakaðir um stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyninu og þjóðarmorð. Mælst er til þess að öryggisráð SÞ komi sér saman um að sjá til þess að réttlætinu verði fullnægt. Annaðhvort með því að vísa málinu til Alþjóðaglæpadómstólsins eða með því að samþykkja skipun sjálfstæðs stríðsglæpadómstóls. Í ljósi viðbragða Kínverja í vikunni, í þá átt að skýrslan hafi verið til þess fallin að auka á togstreituna og gert illt verra, er ljóst að erfitt verður fyrir ráðið að ná samkomulagi um aðgerðir. Imogen Foulkes hjá BBC benti á í vikunni að með því að skipa sérstakan stríðsglæpadómstól, líkt og gert var í kringum stríðsglæpi í Rúanda og Júgóslavíu, væri hægt að komast hjá neitunarvaldi öryggisráðsins. Allsherjarþingið gæti skipað dómstólinn. Hins vegar þyrfti mjanmarska ríkið að vinna með rannsakendum, tryggja að hinir ákærðu mættu fyrir dóm. Suu Kyi hlaut verðlaunin árið 1991 þegar hún var fangelsuð af her Mjanmar fyrir að berjast fyrir lýðræði og mannréttindum.Vísir/AP Nóbelsverðlaunahafinn Aung San Suu Kyi er þjóðarleiðtogi Mjanmar. Hún komst til valda í kosningum 2015 eftir að henni hafði verið neitað um að taka við völdum eftir kosningar árið 1990. Eftir þær kosningar fór hún í stofufangelsi og fékk hún friðarverðlaun Nóbels ári seinna fyrir friðsamlega andstöðu sína gegn herforingjastjórninni, sem ógilti kosningarnar.Suu Kyi sneri aftur 2015 og tók sæti eftir kosningar sem ríkisráðgjafi. Þrátt fyrir að hafa engin völd yfir hernum er Suu Kyi ekki undanskilin gagnrýni rannsakenda í skýrslunni. Hún er sögð, líkt og ríkisstjórn hennar öll, hafa logið um glæpi hersins, neitað því að þeir hafi átt sér stað og um að torvelda starf rannsakenda. Ólíklegt þykir þó að Suu Kyi verði sjálf dregin fyrir dóm.Viðbrögð Mjanmar Mjanmarska ríkið neitaði því alfarið í vikunni að þjóðarmorð hefði verið framið. „Við leyfðum nefndinni ekki að koma til Mjanmar og þar af leiðandi munum við ekki samþykkja eða vera sammála neinum ályktunum mannréttindaráðsins,“ sagði Zaw Htay, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Htay sagði að ríkisstjórnin hefði sjálf ráðist í rannsókn á „upplognum ásökunum stofnana Sameinuðu þjóðanna og alþjóðasamfélagsins“. Þá væri ríkisstjórnin algjörlega andvíg öllum mannréttindabrotum. Þessar rannsóknir mjanmarskra yfirvalda eru sagðar algjörlega marklausar í skýrslunni.Suu Kyi gagnrýnd Zeid Ra’ad al Hussein, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði á fimmtudag að Suu Kyi hefði getað gert mun meira til þess að koma í veg fyrir hörmungarnar. Hún hefði getað sagt af sér og hefði í raun átt að gera það frekar en að reyna að hreinsa mannorð hersins. „Hún var í góðri stöðu til þess að beita sér. Annaðhvort hefði hún átt að þegja eða einfaldlega segja af sér. Það var engin þörf á því að hún yrði talsmaður mjanmarska hersins,“ sagði Hussein í viðtali við fyrrnefnda Foulkes hjá BBC. Suu Kyi hefur sjálf ekki tjáð sig um skýrslu vikunnar. Hún hefur áður sagt, í viðtölum við fjölmiðla og á ráðstefnum, að ásakanirnar byggist á misskilningi og falsfréttum. Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Rúanda Tengdar fréttir Suu Kyi tjáir sig ekki um ódæðisverkin Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi Mjanmar og æðsti óbreytti leiðtogi landsins, hefur ekki viljað tjá sig um skýrslu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um þá hrottalegu meðferð sem þjóðarbrot Róhingja hefur þurft að þola undanfarið ár af hendi mjanmarska hersins. 29. ágúst 2018 06:00 Vilja ákæra fyrir glæpi gegn mannkyni Mjanmarski herinn sakaður um ógeðfelld brot gegn Róhingjum. Rannsóknarnefnd SÞ mælir með því að herforingjar verði ákærðir fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu. 28. ágúst 2018 06:00 Ætla ekki að svipta Suu Kyi Nóbelsverðlaununum Kallað hefur verið eftir því eftir að Sameinuðu þjóðirnar sökuðu yfirvöld Mjanmar um þjóðarmorð gagnvart Rohingjamúslimum. 29. ágúst 2018 22:30 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Æðstu yfirmenn mjanmarska hersins, sem kallaður er Tatmadaw á máli heimamanna, voru í vikunni sakaðir um alvarleg brot á alþjóðalögum. Í skýrslu sem rannsóknarnefnd á vegum mannréttindaráðs SÞ birti voru mennirnir sakaðir um þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyninu og stríðsglæpi. Yfirvöld í Mjanmar, til að mynda Nóbelsverðlaunahafinn Aung San Suu Kyi, eru sökuð um að ljúga um glæpi hersins. Bæði yfirvöld og her hafa lýst sig saklaus af ásökununum. Skýrslan er sögð einhliða. Þótt skýrslan fjalli einnig um ofbeldi í Shan- og Kachin-ríkjum Mjanmar er að mestu fjallað um þjóðarmorðið á þjóðflokknum Róhingjum í Rakhine-ríki. Á meðan meirihluti Rakhine, og Mjanmar alls, er byggður búddistum eru Róhingjar múslimar.Svart haust Haustmánuðir síðasta árs rata á spjöld sögunnar sem einir þeir svörtustu í sögu þessa heimshluta, jafnvel heimsins alls. Eftir auknar ofsóknir í kjölfar átaka í ríkinu árið 2012 höfðu margir Róhingjar fengið nóg. Frelsisher Róhingja (ARSA) gerði árás á herstöðvar í Rakhine þann 25. ágúst 2017. Ekki var um háþróaða árás stórhættulegra hryðjuverkasamtaka að ræða. Lítill hluti óþjálfaðra leiðtoga ARSA bar skotvopn en flestir árásarmennirnir voru algjörlega óþjálfaðir og báru prik og hnífa. Sumir höfðu frumstæðar sprengjur. Tólf fórust í árásunum. „Viðbrögð yfirvalda, sem fóru af stað innan við klukkutíma seinna, voru snör, harðneskjuleg og úr öllu samhengi við upphaflegu árásirnar,“ segir í skýrslunni. Markmið yfirvalda var að afmá „hryðjuverkaógnina“ sem stafaði af ARSA og á næstu dögum og vikum breiddist ofbeldið út til hundraða bæja. Aðgerðirnar beindust gegn öllum Róhingjum og töluðu yfirvöld um „hreinsunaraðgerðir“ í þessu samhengi. Á árinu sem fylgdi flúðu að nærri 750.000 Róhingjar til Bangladess. Rannsakendur segja að árásarmynstrið hafi verið hið sama alls staðar. Róhingjar vöknuðu við skotvelli, sprengingar eða öskur nágranna sinna. Kveikt var í byggingum, byrgt fyrir dyrnar og skotið var inn um glugga. Landið sem hinir brenndu bæir stóðu á fór ekki aftur til Róhingja. Jarðýtur flöttu landið út og var þannig öllum ummerkjum um fyrri veru Róhingja á svæðinu eytt. Nýjar byggingar voru svo reistar fyrir „alvöru“ íbúa Mjanmar.Hrottaleg brot Mat rannsakenda á tölu látinna er það að of hóflegt væri að áætla að 10.000 Róhingjar hafi verið myrtir. Í skýrslunni eru útlistuð nokkur af svæsnustu brotum hersins. Fjallað er um að í Min Gyi, Maung Nu, Chut Pyin, Gudar Pyin og í fleiri bæjum hafi stórfelldar fjöldaaftökur farið fram. Í mörgum tilfellum hafi hundruð verið myrt í einu. Einnig greina rannsakendur frá því að hermenn hafi beitt kynferðisofbeldi sem vopni. Konum hafi verið nauðgað í hópum, jafnvel þangað til þær létu lífið, fyrir framan fjölskyldu sína.Ásakanir rannsakenda Yfirmenn mjanmarska hersins eru í skýrslunni sakaðir um stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyninu og þjóðarmorð. Mælst er til þess að öryggisráð SÞ komi sér saman um að sjá til þess að réttlætinu verði fullnægt. Annaðhvort með því að vísa málinu til Alþjóðaglæpadómstólsins eða með því að samþykkja skipun sjálfstæðs stríðsglæpadómstóls. Í ljósi viðbragða Kínverja í vikunni, í þá átt að skýrslan hafi verið til þess fallin að auka á togstreituna og gert illt verra, er ljóst að erfitt verður fyrir ráðið að ná samkomulagi um aðgerðir. Imogen Foulkes hjá BBC benti á í vikunni að með því að skipa sérstakan stríðsglæpadómstól, líkt og gert var í kringum stríðsglæpi í Rúanda og Júgóslavíu, væri hægt að komast hjá neitunarvaldi öryggisráðsins. Allsherjarþingið gæti skipað dómstólinn. Hins vegar þyrfti mjanmarska ríkið að vinna með rannsakendum, tryggja að hinir ákærðu mættu fyrir dóm. Suu Kyi hlaut verðlaunin árið 1991 þegar hún var fangelsuð af her Mjanmar fyrir að berjast fyrir lýðræði og mannréttindum.Vísir/AP Nóbelsverðlaunahafinn Aung San Suu Kyi er þjóðarleiðtogi Mjanmar. Hún komst til valda í kosningum 2015 eftir að henni hafði verið neitað um að taka við völdum eftir kosningar árið 1990. Eftir þær kosningar fór hún í stofufangelsi og fékk hún friðarverðlaun Nóbels ári seinna fyrir friðsamlega andstöðu sína gegn herforingjastjórninni, sem ógilti kosningarnar.Suu Kyi sneri aftur 2015 og tók sæti eftir kosningar sem ríkisráðgjafi. Þrátt fyrir að hafa engin völd yfir hernum er Suu Kyi ekki undanskilin gagnrýni rannsakenda í skýrslunni. Hún er sögð, líkt og ríkisstjórn hennar öll, hafa logið um glæpi hersins, neitað því að þeir hafi átt sér stað og um að torvelda starf rannsakenda. Ólíklegt þykir þó að Suu Kyi verði sjálf dregin fyrir dóm.Viðbrögð Mjanmar Mjanmarska ríkið neitaði því alfarið í vikunni að þjóðarmorð hefði verið framið. „Við leyfðum nefndinni ekki að koma til Mjanmar og þar af leiðandi munum við ekki samþykkja eða vera sammála neinum ályktunum mannréttindaráðsins,“ sagði Zaw Htay, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Htay sagði að ríkisstjórnin hefði sjálf ráðist í rannsókn á „upplognum ásökunum stofnana Sameinuðu þjóðanna og alþjóðasamfélagsins“. Þá væri ríkisstjórnin algjörlega andvíg öllum mannréttindabrotum. Þessar rannsóknir mjanmarskra yfirvalda eru sagðar algjörlega marklausar í skýrslunni.Suu Kyi gagnrýnd Zeid Ra’ad al Hussein, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði á fimmtudag að Suu Kyi hefði getað gert mun meira til þess að koma í veg fyrir hörmungarnar. Hún hefði getað sagt af sér og hefði í raun átt að gera það frekar en að reyna að hreinsa mannorð hersins. „Hún var í góðri stöðu til þess að beita sér. Annaðhvort hefði hún átt að þegja eða einfaldlega segja af sér. Það var engin þörf á því að hún yrði talsmaður mjanmarska hersins,“ sagði Hussein í viðtali við fyrrnefnda Foulkes hjá BBC. Suu Kyi hefur sjálf ekki tjáð sig um skýrslu vikunnar. Hún hefur áður sagt, í viðtölum við fjölmiðla og á ráðstefnum, að ásakanirnar byggist á misskilningi og falsfréttum.
Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Rúanda Tengdar fréttir Suu Kyi tjáir sig ekki um ódæðisverkin Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi Mjanmar og æðsti óbreytti leiðtogi landsins, hefur ekki viljað tjá sig um skýrslu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um þá hrottalegu meðferð sem þjóðarbrot Róhingja hefur þurft að þola undanfarið ár af hendi mjanmarska hersins. 29. ágúst 2018 06:00 Vilja ákæra fyrir glæpi gegn mannkyni Mjanmarski herinn sakaður um ógeðfelld brot gegn Róhingjum. Rannsóknarnefnd SÞ mælir með því að herforingjar verði ákærðir fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu. 28. ágúst 2018 06:00 Ætla ekki að svipta Suu Kyi Nóbelsverðlaununum Kallað hefur verið eftir því eftir að Sameinuðu þjóðirnar sökuðu yfirvöld Mjanmar um þjóðarmorð gagnvart Rohingjamúslimum. 29. ágúst 2018 22:30 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Suu Kyi tjáir sig ekki um ódæðisverkin Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi Mjanmar og æðsti óbreytti leiðtogi landsins, hefur ekki viljað tjá sig um skýrslu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um þá hrottalegu meðferð sem þjóðarbrot Róhingja hefur þurft að þola undanfarið ár af hendi mjanmarska hersins. 29. ágúst 2018 06:00
Vilja ákæra fyrir glæpi gegn mannkyni Mjanmarski herinn sakaður um ógeðfelld brot gegn Róhingjum. Rannsóknarnefnd SÞ mælir með því að herforingjar verði ákærðir fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu. 28. ágúst 2018 06:00
Ætla ekki að svipta Suu Kyi Nóbelsverðlaununum Kallað hefur verið eftir því eftir að Sameinuðu þjóðirnar sökuðu yfirvöld Mjanmar um þjóðarmorð gagnvart Rohingjamúslimum. 29. ágúst 2018 22:30