Borgarstjórn samþykkir tillögu um sumaropnun leikskóla Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. september 2018 22:33 Tillaga meirihlutans um sumaropnun leikskóla var samþykkt með 22 atkvæðum. vísir/vilhelm Tillaga borgarfulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um að fela skóla- og frístundasviði að hefja undirbúning á tilraunaverkefni um að einn leikskóli í hverju hverfi skuli vera opinn allt sumarið árið 2019 var samþykkt í kvöld með 22 atkvæðum. Einn borgarfulltrúi sat hjá. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, kynnti tillöguna og sagði hana eiga sér stoð í samstarfssáttmála meirihlutans hjá Reykjavíkurborg. Í greinargerð með tillögunni segir að tilraunaverkefnið líkist því sem tíðkist í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu á borð við Mosfellsbæ og Garðabæ en þar sameina leikskólarnir starfsemi sína í eina starfsstöð yfir sumartímann. Borgarfulltrúar voru flestir sammála um að hér væri um jákvætt skref að ræða enda ættu ekki allir foreldrar kost á því að taka sér frí á þeim tíma sem leikskólarnir eru lokaðir. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, tók fram að hún væri ekki á móti tillögunni en hefði þó áhyggjur af því hvaða áhrif breytingin og aukin opnun hefði á börn og starfsfólk leikskólanna. Áfram verður miðað við þá reglu að börnin fái samfellt sumarfrí í að lágmarki 4 vikur en tillagan miðar að auknu valfrelsi foreldra til að skipuleggja sjálfir sumarfrí fjölskyldunnar.Hér er hægt að lesa sér nánar til um tillögu meirihlutans í borgarstjórn um sumaropnun leikskóla. Borgarstjórn Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Tillaga borgarfulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um að fela skóla- og frístundasviði að hefja undirbúning á tilraunaverkefni um að einn leikskóli í hverju hverfi skuli vera opinn allt sumarið árið 2019 var samþykkt í kvöld með 22 atkvæðum. Einn borgarfulltrúi sat hjá. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, kynnti tillöguna og sagði hana eiga sér stoð í samstarfssáttmála meirihlutans hjá Reykjavíkurborg. Í greinargerð með tillögunni segir að tilraunaverkefnið líkist því sem tíðkist í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu á borð við Mosfellsbæ og Garðabæ en þar sameina leikskólarnir starfsemi sína í eina starfsstöð yfir sumartímann. Borgarfulltrúar voru flestir sammála um að hér væri um jákvætt skref að ræða enda ættu ekki allir foreldrar kost á því að taka sér frí á þeim tíma sem leikskólarnir eru lokaðir. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, tók fram að hún væri ekki á móti tillögunni en hefði þó áhyggjur af því hvaða áhrif breytingin og aukin opnun hefði á börn og starfsfólk leikskólanna. Áfram verður miðað við þá reglu að börnin fái samfellt sumarfrí í að lágmarki 4 vikur en tillagan miðar að auknu valfrelsi foreldra til að skipuleggja sjálfir sumarfrí fjölskyldunnar.Hér er hægt að lesa sér nánar til um tillögu meirihlutans í borgarstjórn um sumaropnun leikskóla.
Borgarstjórn Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira