Pressa á Kim og Moon að ná árangri á þriðja fundi sínum Þórgýr Einar Albertsson skrifar 19. september 2018 06:45 Leiðtogarnir, Moon Jae-in og Kim Jong-un, horfa djúpt í augu hvor annars í Pjongjang í gær. Vísir/Getty Norður-Kórea Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, heimsótti norðurkóreska einræðisherrann Kim Jong-un í höfuðborginni Pjongjang í gær. Leiðtogarnir funduðu í gær og fara dagurinn í dag og morgundagurinn einnig í viðræður. Þetta er þriðji leiðtogafundur grannríkjanna á stuttum tíma, eftir að nokkur þíða komst í samskipti ríkjanna um áramótin. Norðurkóreska ríkissjónvarpið KCNA greindi frá heimsókninni í örstuttri frétt í gærmorgun þar sem fram kom að leiðtogarnir ætluðu að vinna að innleiðingu samkomulagsins sem náðist í landamærabænum Panmunjom í vor. Þar sammæltust Kim og Moon meðal annars um að vinna að kjarnorkuafvopnun skagans. Leiðtogarnir héldu sameiginlegan blaðamannafund í gær áður en þeir héldu til fundar í höfuðstöðvum norðurkóreska Verkamannaflokksins. Kim fór fögrum orðum um nágranna sinn, þakkaði honum fyrir hans hlut í að koma á viðræðum á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. „Þökk sé viðræðunum við Bandaríkin að ástandið á svæðinu er orðið stöðugra og enn er búist við frekari árangri. Ég vil enn á ný tjá þakklæti mitt fyrir vinnu Moon forseta,“ sagði einræðisherrann og bætti því við að sér fyndist hann vera orðinn afar náinn suðurkóreska forsetanum, að því er suðurkóreski miðillinn Yonhap greinir frá. Moon sagði ferlið allt byggjast á ákvörðun Kim. „Ég vil þakka Kim formanni fyrir viðleitni sína til að opna á nýja tíma. Við finnum fyrir þeirri miklu byrði, þeirri miklu ábyrgð, sem við höfum,“ sagði forsetinn. Suðurkóreski miðillinn Chosun Ilbo sagði gríðarlega pressu á Moon Jae-in að ná raunverulegum árangri í kjarnorkumálum. Þar að auki myndu leiðtogarnir ræða bætt samskipti og samstarf á sviði efnahagsmála. Chosun Ilbo benti á að fyrri fundir leiðtoganna, og einnig fundur Kims með Bandaríkjaforseta í júní, hefðu skilað loforðum um að kjarnorkuafvopnun væri markmið en litlum mælanlegum árangri öðrum en að kjarnorkuprófunarsvæði sem talið er að hafi ekki einu sinni verið í nothæfu ástandi lengur var sprengt upp. Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Norður-Kórea Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, heimsótti norðurkóreska einræðisherrann Kim Jong-un í höfuðborginni Pjongjang í gær. Leiðtogarnir funduðu í gær og fara dagurinn í dag og morgundagurinn einnig í viðræður. Þetta er þriðji leiðtogafundur grannríkjanna á stuttum tíma, eftir að nokkur þíða komst í samskipti ríkjanna um áramótin. Norðurkóreska ríkissjónvarpið KCNA greindi frá heimsókninni í örstuttri frétt í gærmorgun þar sem fram kom að leiðtogarnir ætluðu að vinna að innleiðingu samkomulagsins sem náðist í landamærabænum Panmunjom í vor. Þar sammæltust Kim og Moon meðal annars um að vinna að kjarnorkuafvopnun skagans. Leiðtogarnir héldu sameiginlegan blaðamannafund í gær áður en þeir héldu til fundar í höfuðstöðvum norðurkóreska Verkamannaflokksins. Kim fór fögrum orðum um nágranna sinn, þakkaði honum fyrir hans hlut í að koma á viðræðum á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. „Þökk sé viðræðunum við Bandaríkin að ástandið á svæðinu er orðið stöðugra og enn er búist við frekari árangri. Ég vil enn á ný tjá þakklæti mitt fyrir vinnu Moon forseta,“ sagði einræðisherrann og bætti því við að sér fyndist hann vera orðinn afar náinn suðurkóreska forsetanum, að því er suðurkóreski miðillinn Yonhap greinir frá. Moon sagði ferlið allt byggjast á ákvörðun Kim. „Ég vil þakka Kim formanni fyrir viðleitni sína til að opna á nýja tíma. Við finnum fyrir þeirri miklu byrði, þeirri miklu ábyrgð, sem við höfum,“ sagði forsetinn. Suðurkóreski miðillinn Chosun Ilbo sagði gríðarlega pressu á Moon Jae-in að ná raunverulegum árangri í kjarnorkumálum. Þar að auki myndu leiðtogarnir ræða bætt samskipti og samstarf á sviði efnahagsmála. Chosun Ilbo benti á að fyrri fundir leiðtoganna, og einnig fundur Kims með Bandaríkjaforseta í júní, hefðu skilað loforðum um að kjarnorkuafvopnun væri markmið en litlum mælanlegum árangri öðrum en að kjarnorkuprófunarsvæði sem talið er að hafi ekki einu sinni verið í nothæfu ástandi lengur var sprengt upp.
Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira