Í aðdraganda hrunsins 2008 leitaði Seðlabanki Íslands eftir aðstoð frá Seðlabanka Bandaríkjanna til að styrkja gjaldeyrisforða íslenska ríkisins í þeim ólgusjó sem var framundan en var ítrekað neitað. Á sama tíma fengu seðlabankar allra hinna Norðurlandanna slík lán. Í byrjun mars 2008 hóf Seðlabanki Íslands að leita til annarra seðlabanka um gerð gjaldmiðlaskiptasamningaa. Meðal annars Englandsbanka og Seðlabanka Bandaríkjanna. Báðir höfnuðu slíkri umleitan. „Meðal meginröksemda þeirra var að bankakerfið á Íslandi væri allt of stórt og að skiptasamningar myndu ekki skila tilætluðum árangri,“ segir í ársskýrslu Seðlabankans fyrir árið 2008.Á sama tíma átti Seðlabanki Íslands í viðræðum við seðlabanka Evrópu og Seðlabanka Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs um gerð gjaldeyrisskiptasamninga. Í 6. bindi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er fjallað nokkuð um neikvæða afstöðu erlendra seðlabankastjóra til Íslands í aðdraganda alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Þar segir:„(Á) fyrsta ársfjórðungi ársins 2008 var orðið ljóst að áhyggjur af stærð íslenska bankakerfisins fóru vaxandi meðal sumra evrópskra seðlabankastjóra. Þannig töldu norrænu seðlabankastjórarnir að ganga yrði hratt í að minnka íslensku bankana þar sem þeir væru allt of stórir miðað við getu íslenska ríkisins og Seðlabanka Íslands til að koma þeim til aðstoðar ef þeir lentu í erfiðleikum. Einnig liggur fyrir að íslensku bankarnir höfðu að auki bakað sér óvild í Evrópu með tvenns konar hætti. Annars vegar með því að hefja töku innlána á hærri vöxtum en aðrir bankar töldu sig geta boðið. Litið var á þessa hegðun íslensku bankanna sem óábyrga og sem hættumerki um stöðu þeirra auk þess sem litið var svo á að hún ógnaði stöðugleika á þessum mörkuðum. Hins vegar höfðu bankarnir valdið reiði stjórnenda Seðlabanka Evrópu með framgöngu sinni í endurhverfum viðskiptum við bankann í gegnum Seðlabanka Lúxemborgar.“ Eftir fall Lehman Brothers fjárfestingarbankans hinn 15. september 2008 frusu lánamarkaðir úti um allan heim. Útlit var fyrir að íslensk bankarnir myndu lenda í lausafjárvanda. Bankarnir voru orðnir ógnarstórir en samanlögð stærð þeirra á þessum tímapuntki var tíu sinnum landsframleiðsla Íslands. Hinn 24. september 2008, þegar alþjóðlega fjármálakreppan var að skella á af fullum þunga, gerði Seðlabanki Bandaríkjanna gjaldmiðlaskiptasamninga við Seðlabanka Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar sem fól í sér aðgang að samtals 20 milljörðum dollara í lausu fé en skildi Seðlabanka Íslands eftir úti í kuldanum. Samningurinn var gerður í gegnum Seðlabanka New York-ríkis. Mánuði síðar, hinn 24. október 2008, ritaði Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, Timothy Geithner, bankastjóra Seðlabanka New York, bréf þar sem hann óskar að nýju um lán eða lánalínu fyrir Ísland þar sem allar lánalínur til Íslands hafi lokast eftir bankahrunið. Fjallað var um bréf Davíðs til Geithner í Wikileaks-skjölunum. Í bréfinu áréttar Davíð að bankakerfið á Íslandi hafi minnkað verulega eftir setningu neyðarlaganna og Ísland hafi þegar hafið samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og því aðstæður aðrar en síðast þegar Seðlabanki Íslands óskaði eftir lánalínu. Í bréfinu kemur fram að Seðlabanki Íslands hafi áður óskað eftir gjaldmiðlaskiptasamningi við Seðlabankann í New York, eða í september. Í það skiptið virðist Geithner hafa neitað á þeirri forsendu að bankakerfið á Íslandi væri of stórt. Þá vildi Geithner ekki koma á gjaldmiðlaskiptasamningi við Ísland nema Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kæmi með einhverjum hætti að ástandinu sem ríkti á Íslandi. Í bréfinu frá 24. október skrifaði Davíð: „Eins og þú veist eflaust, þá hefur íslenska bankakerfið minnkað verulega. Auk þess sem íslenska ríkisstjórnin hefur tilkynnt um samkomulag við AGS." Þrátt fyrir þetta var Seðlabanka Íslands að nýju neitað um lánalínu hjá Seðlabanka Bandaríkjanna í gegnum Seðlabanka New York. Bankakerfið á Íslandi var orðið of stórtFundargerð samráðsnefndar Seðlabanka Bandaríkjanna frá 28. október 2008 varpar ljósi á ástæður þess að Íslandi var synjað um lán. Í fundargerðinni, sem er rituð í lok október 2008, kemur fram að Seðlabanki New York hafi talið að bankakerfið á Íslandi væri orðið of stórt og að lán myndu ekki duga til að laga þau vandamál sem þegar hefðu raungerst hér á landi. Á þessum tímapunkti var íslenska bankakerfið orðið ógnarstórt og jafngilti stærð þess tífaldri landsframleiðslu Íslands. Í fundargerðinni er haft eftir Nathan Sheets hagfræðingi hjá Seðlabanka Bandaríkjanna um ástæðu þess að tekin var ákvörðun um að synja Íslendingum um lánalínu:„Við komumst að þeirri niðurstöðu að 1 til 2 milljarða dollara lánalína væri veikburða skotfæri gegn tapi á tiltrú í þessu 170 milljarða dollara fjármálakerfi. Af þessari ástæðu lögðumst við starfsfólkið gegn lánalínu fyrir Ísland.“Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur og rannsóknarfélagi við lagadeild Columbia-háskóla í New York.Voru búin að afskrifa Ísland Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur og rannsóknarfélagi við lagadeild Columbia-háskóla í New York, hefur rannsakað fundargerðirnar og metið þýðingu þeirra. Kristrún var aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra þegar alþjóðlega fjármálakreppan skall á haustið 2008.„Nathan Sheets skilgreinir Ísland sem erkidæmi um land sem þeir hafi kosið að styðja ekki. Þeir tilgreina nokkrar ástæður fyrir því og auðvitað er himinhrópandi aðalástæðan þetta allt of stóra bankakerfi sem ekki sé hægt að bjarga. Í raun og veru liggur alveg ljóst fyrir að þessi stærstu peningaveldi heimsins voru búin að afskrifa Ísland og íslenskt bankakerfið miklu fyrr en íslensk stjórnvöld gerðu sér grein fyrir,“ segir Kristrún.Geir H. Haarde segist ennþá ósáttur við þá ákvörðun Seðlabanka Bandaríkjanna að skilja Ísland eftir útundan við gerð gjaldmiðlaskiptasamninga við Norðurlöndin í aðdraganda hrunsins.Vísir/Friðrik Þór HalldórssonEkki forsvaranlegt að skilja Ísland eftir Geir H. Haarde, sendiherra Íslands í Washington, var forsætisráðherra Íslands á þessum tíma. Aðspurður segir Geir að þær röksemdir sem komi fram í fundargerð samráðshópsins séu ekki fullnægjandi að sínu mati. Það hafi ekki verið forsvaranlegt hjá Seðlabanka Bandaríkjanna að lána seðlabönkum allra hinna Norðurlandanna, þegar fjármálakreppan var að skella á í september 2008, en skilja Íslendinga eftir úti í kuldanum. Voru gild rök á bak við þessa ákvörðun að synja Íslendingum um lán? „Það tel ég ekki vera. Ég tel að þeir hafi átt að gera þetta bara. Bæði af því að þeir voru að gera þetta fyrir vini okkar á Norðurlöndunum en líka af því að vináttusamband Íslands og Bandaríkjanna var það mikið að þeir áttu að gera þetta. Síðan komu Færeyingar og Pólverjar og lánuðu okkur fé óumbeðnir. Ég man eftir samtali mínu við Donald Tusk, sem þá var forsætisráðherra Póllands, til að þakka honum fyrir það,“ segir Geir. Geir segir að ef Seðlabanki Bandaríkjanna hefði veitt Íslandi lán þá hefði það eflaust haft jákvæð áhrif á aðra erlenda lánardrottna.Var staðan á Íslandi ekki orðin ósjálfbær vegna stærðar bankakerfisins? Hefði þessi lánalína frá Bandaríkjunum breytt einhverju þar um?„Við vitum það ekki. Ef Seðlabanki Bandaríkjanna hefði komið til skjalanna með myndarlegum hætti, það var ekki verið að tala um að þeir myndu gefa okkur peninga heldur lána, að þá hefði það eflaust haft mjög góð áhrif á aðra sem voru lánardrottnar íslensku bankanna og hefði hugsanlega gert það að verkum að trúverðugleikinn, sem vantaði inn í þetta gagnvart íslensku bönkunum, hefði aukist,“ segir Geir.Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor telur að meginskýringin á því að bandarísk stjórnvöld neituðu Íslandi um fyrirgreiðslu sé sú að Ísland hafi ekki lengur verið hernaðarlega mikilvægt í þeirra augum. Vísir/StefánKenning um áhrifasvæði er umdeild Vangaveltur hafa verið uppi um hvort sú breyting sem hafi orðið á samstarfi Íslands og Bandaríkjanna eftir brotthvarf varnarliðsins frá Keflavík árið 2006 hafi haft áhrif á þá afstöðu Bandaríkjamanna að lána Íslendingum ekki fé. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði telur að þetta hafi vegið þungt miðað við niðurstöður í skýrslu sem hann vann á vegum Félagsvísindastofnunar HÍ um erlendra áhrifaþætti hrunsins sem kom út á dögunum. Í helstu niðurstöðum skýrslunnar segir:„Meginskýringin á því, að bandarísk stjórnvöld neituðu Íslandi um fyrirgreiðslu, er líklega sú, að Ísland var ekki lengur hernaðarlega mikilvægt í þeirra augum. Gjaldeyrisskiptasamningur við Bandaríkin hefði hugsanlega gert Seðlabankanum kleift að hafa stjórn á atburðarásinni og fara „sænsku leiðina“, sem sænski seðlabankinn markaði í fjármálakreppunni í Svíþjóð 1991–1992.“ Geir H. Haarde gefur ekki mikið fyrir þessa kenningu. „Ég veit nú ekkert hvort að þetta hefur skipt nokkru máli því þetta er allt annar aðili í bandaríska stjórnkerfinu sem er Seðlabankinn meðan þeir í varnarmálaráðuneytinu eru að hugsa um þessi mál,“ segir Geir. Leiða verður að því líkum að það hafi einkum verið hagfræðileg rök sem bjuggu að baki ákvörðun erlendra seðlabanka að neita Íslandi um lán í aðdraganda hrunsins. Eins og rakið er framar kemur fram í fundargerð samráðshóps Seðlabanka Bandaríkjanna að bankakerfið á Íslandi var orðið svo stórt árið 2008 að lánalínur upp á 1-2 milljarða dollara hefðu engu breytt þegar traustið þvarr á íslenska bankakerfinu. Í 6. bindi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að strax vorið 2008 hafi erlendir seðlabankastjórar verið farnir að afskrifa Ísland. Þar segir: „Verður ekki annað séð en að á þessum tíma hafi margir þeirra verið komnir á þá skoðun að umfang vanda hinna íslensku fjármálafyrirtækja væri slíkt að það yrði ekki leyst með skiptasamningum við Seðlabanka Íslands eða annarri fyrirgreiðslu sem þeir gætu veitt, heldur yrði íslenska ríkið að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um aðstoð. Í þessu samhengi verður það vart talin tilviljun að Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, lagði til við Geir H. Haarde að Íslendingar sneru sér til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á fundi þeirra sem haldinn var í Downingstræti 10 24. apríl 2008.“Voru orðin einangruð á alþjóðavettvangi Á árinu 2008 voru það aðeins seðlabankar Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar sem fengust til að gera gjaldmiðlaskiptasamninga við Seðlabanka Íslands. Það gerðist þó ekki fyrr en Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, veitti loforð um að þrýst yrði á íslensku bankana til að draga saman stærð efnahagsreikninga sinna með hliðsjón af tillögum sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafði komið á framfæri við íslensk stjórnvöld. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er rakið að loforð forsætisráðherra var ekki látið duga heldur var krafist undirritaðrar yfirlýsingar þriggja ráðherra ríkisstjórnarinnar um ábyrga stefnu í ríkisfjármálum og um breytingar á Íbúðalánasjóði. Ráðherrarnir undirrituðu yfirlýsinguna 15. maí 2008 ásamt bankastjórn Seðlabanka Íslands en hún var ekki birt opinberlega eða lögð fram á ríkisstjórnarfundi. Lánafyrirgreiðsla norrænu seðlabankanna var þannig bundin skilyrðum um að ríkisstjórn Íslands beitti sér fyrir pólitískum aðgerðum. Það virðist hafa verið mat seðlabanka Norðurlandanna að íslensk stjórnvöld heðfu ekki beitt sér af nægilegum krafti til að draga úr stærð bankanna og hefðu ekki haldið uppi nægilega ábyrgri stefnu í ríkisfjármálum. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir um þetta:„Ekki verður séð að bankastjórar norrænu seðlabankanna hafi borið mikið traust til þess að íslenska ríkisstjórnin myndi ráðast í þessi verkefni fyrst þess var sérstaklega krafist að fá loforð ráðherranna um nauðsynlegar umbætur skjalfest og undirrituð. Og bankastjórarnir gerðu líka kröfu um að þeir yrðu jafn harðan upplýstir um hvað stjórnvöld gerðu til þess að framkvæma hin gefnu loforð. Þegar lítið varð um efndir á fyrrnefndum loforðum af hálfu ríkisstjórnarinnar sumarið 2008 bætti hún gráu ofan á svart. Verður því ekki annað séð en að þegar þetta aðgerðaleysi bættist við það viðhorf sem áður hafði verið uppi á vettvangi erlendra seðlabanka gagnvart Íslandi hafi íslensk stjórnvöld verið orðin mjög einangruð að þessu leyti á alþjóðavettvangi og þar með átt í fá hús að venda þegar kom að falli íslensku bankanna í október 2008.“ Hinn 6. október næstkomandi eru tíu ár frá þeim degi þegar Geir. H. Haarde bað Guð um að blessa Ísland. Í hönd fóru óvissutímar þar sem þjóðin streymdi niður á Austurvöll og mótmælti ríkisstjórninni, Seðlabankanum og ástandinu í þjóðfélaginu almennt.Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rýnir í hrunið næstu daga með ítarlegri fréttaröð. Rætt verður við fólk sem var í forystu í þjóðfélaginu á árunum fyrir hrun, fræðimenn sem hafa rannsakað orsakir og afleiðingar hrunsins sem og fólkið í landinu sem mótmælti og missti í hruninu. Fréttaskýringar Hrunið Tíu ár frá hruni Tengdar fréttir Tíu ár frá hruni: Þjóðnýtingin á Glitni sem aldrei varð að veruleika Á þessum degi fyrir sléttum tíu árum var tilkynnt um kaup ríkisins á 75 prósenta hlut í Glitni banka fyrir 84 milljarða króna. Af kaupunum varð þó aldrei og Glitnir rétt eins og hinir stóru bankarnir var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu og fór í kjölfarið í slitameðferð. 29. september 2018 17:30 Tíu ár frá hruni: Fall bankanna var þriðja stærsta gjaldþrot sögunnar Á árunum upp úr síðustu aldamótum uxu íslensku bankarnir hratt með samrunum og yfirtökum erlendis. Þegar bankarnir féllu í október 2008 voru þeir orðnir tíu sinnum landsframleiðsla Íslands. 27. september 2018 16:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent
Í aðdraganda hrunsins 2008 leitaði Seðlabanki Íslands eftir aðstoð frá Seðlabanka Bandaríkjanna til að styrkja gjaldeyrisforða íslenska ríkisins í þeim ólgusjó sem var framundan en var ítrekað neitað. Á sama tíma fengu seðlabankar allra hinna Norðurlandanna slík lán. Í byrjun mars 2008 hóf Seðlabanki Íslands að leita til annarra seðlabanka um gerð gjaldmiðlaskiptasamningaa. Meðal annars Englandsbanka og Seðlabanka Bandaríkjanna. Báðir höfnuðu slíkri umleitan. „Meðal meginröksemda þeirra var að bankakerfið á Íslandi væri allt of stórt og að skiptasamningar myndu ekki skila tilætluðum árangri,“ segir í ársskýrslu Seðlabankans fyrir árið 2008.Á sama tíma átti Seðlabanki Íslands í viðræðum við seðlabanka Evrópu og Seðlabanka Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs um gerð gjaldeyrisskiptasamninga. Í 6. bindi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er fjallað nokkuð um neikvæða afstöðu erlendra seðlabankastjóra til Íslands í aðdraganda alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Þar segir:„(Á) fyrsta ársfjórðungi ársins 2008 var orðið ljóst að áhyggjur af stærð íslenska bankakerfisins fóru vaxandi meðal sumra evrópskra seðlabankastjóra. Þannig töldu norrænu seðlabankastjórarnir að ganga yrði hratt í að minnka íslensku bankana þar sem þeir væru allt of stórir miðað við getu íslenska ríkisins og Seðlabanka Íslands til að koma þeim til aðstoðar ef þeir lentu í erfiðleikum. Einnig liggur fyrir að íslensku bankarnir höfðu að auki bakað sér óvild í Evrópu með tvenns konar hætti. Annars vegar með því að hefja töku innlána á hærri vöxtum en aðrir bankar töldu sig geta boðið. Litið var á þessa hegðun íslensku bankanna sem óábyrga og sem hættumerki um stöðu þeirra auk þess sem litið var svo á að hún ógnaði stöðugleika á þessum mörkuðum. Hins vegar höfðu bankarnir valdið reiði stjórnenda Seðlabanka Evrópu með framgöngu sinni í endurhverfum viðskiptum við bankann í gegnum Seðlabanka Lúxemborgar.“ Eftir fall Lehman Brothers fjárfestingarbankans hinn 15. september 2008 frusu lánamarkaðir úti um allan heim. Útlit var fyrir að íslensk bankarnir myndu lenda í lausafjárvanda. Bankarnir voru orðnir ógnarstórir en samanlögð stærð þeirra á þessum tímapuntki var tíu sinnum landsframleiðsla Íslands. Hinn 24. september 2008, þegar alþjóðlega fjármálakreppan var að skella á af fullum þunga, gerði Seðlabanki Bandaríkjanna gjaldmiðlaskiptasamninga við Seðlabanka Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar sem fól í sér aðgang að samtals 20 milljörðum dollara í lausu fé en skildi Seðlabanka Íslands eftir úti í kuldanum. Samningurinn var gerður í gegnum Seðlabanka New York-ríkis. Mánuði síðar, hinn 24. október 2008, ritaði Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, Timothy Geithner, bankastjóra Seðlabanka New York, bréf þar sem hann óskar að nýju um lán eða lánalínu fyrir Ísland þar sem allar lánalínur til Íslands hafi lokast eftir bankahrunið. Fjallað var um bréf Davíðs til Geithner í Wikileaks-skjölunum. Í bréfinu áréttar Davíð að bankakerfið á Íslandi hafi minnkað verulega eftir setningu neyðarlaganna og Ísland hafi þegar hafið samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og því aðstæður aðrar en síðast þegar Seðlabanki Íslands óskaði eftir lánalínu. Í bréfinu kemur fram að Seðlabanki Íslands hafi áður óskað eftir gjaldmiðlaskiptasamningi við Seðlabankann í New York, eða í september. Í það skiptið virðist Geithner hafa neitað á þeirri forsendu að bankakerfið á Íslandi væri of stórt. Þá vildi Geithner ekki koma á gjaldmiðlaskiptasamningi við Ísland nema Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kæmi með einhverjum hætti að ástandinu sem ríkti á Íslandi. Í bréfinu frá 24. október skrifaði Davíð: „Eins og þú veist eflaust, þá hefur íslenska bankakerfið minnkað verulega. Auk þess sem íslenska ríkisstjórnin hefur tilkynnt um samkomulag við AGS." Þrátt fyrir þetta var Seðlabanka Íslands að nýju neitað um lánalínu hjá Seðlabanka Bandaríkjanna í gegnum Seðlabanka New York. Bankakerfið á Íslandi var orðið of stórtFundargerð samráðsnefndar Seðlabanka Bandaríkjanna frá 28. október 2008 varpar ljósi á ástæður þess að Íslandi var synjað um lán. Í fundargerðinni, sem er rituð í lok október 2008, kemur fram að Seðlabanki New York hafi talið að bankakerfið á Íslandi væri orðið of stórt og að lán myndu ekki duga til að laga þau vandamál sem þegar hefðu raungerst hér á landi. Á þessum tímapunkti var íslenska bankakerfið orðið ógnarstórt og jafngilti stærð þess tífaldri landsframleiðslu Íslands. Í fundargerðinni er haft eftir Nathan Sheets hagfræðingi hjá Seðlabanka Bandaríkjanna um ástæðu þess að tekin var ákvörðun um að synja Íslendingum um lánalínu:„Við komumst að þeirri niðurstöðu að 1 til 2 milljarða dollara lánalína væri veikburða skotfæri gegn tapi á tiltrú í þessu 170 milljarða dollara fjármálakerfi. Af þessari ástæðu lögðumst við starfsfólkið gegn lánalínu fyrir Ísland.“Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur og rannsóknarfélagi við lagadeild Columbia-háskóla í New York.Voru búin að afskrifa Ísland Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur og rannsóknarfélagi við lagadeild Columbia-háskóla í New York, hefur rannsakað fundargerðirnar og metið þýðingu þeirra. Kristrún var aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra þegar alþjóðlega fjármálakreppan skall á haustið 2008.„Nathan Sheets skilgreinir Ísland sem erkidæmi um land sem þeir hafi kosið að styðja ekki. Þeir tilgreina nokkrar ástæður fyrir því og auðvitað er himinhrópandi aðalástæðan þetta allt of stóra bankakerfi sem ekki sé hægt að bjarga. Í raun og veru liggur alveg ljóst fyrir að þessi stærstu peningaveldi heimsins voru búin að afskrifa Ísland og íslenskt bankakerfið miklu fyrr en íslensk stjórnvöld gerðu sér grein fyrir,“ segir Kristrún.Geir H. Haarde segist ennþá ósáttur við þá ákvörðun Seðlabanka Bandaríkjanna að skilja Ísland eftir útundan við gerð gjaldmiðlaskiptasamninga við Norðurlöndin í aðdraganda hrunsins.Vísir/Friðrik Þór HalldórssonEkki forsvaranlegt að skilja Ísland eftir Geir H. Haarde, sendiherra Íslands í Washington, var forsætisráðherra Íslands á þessum tíma. Aðspurður segir Geir að þær röksemdir sem komi fram í fundargerð samráðshópsins séu ekki fullnægjandi að sínu mati. Það hafi ekki verið forsvaranlegt hjá Seðlabanka Bandaríkjanna að lána seðlabönkum allra hinna Norðurlandanna, þegar fjármálakreppan var að skella á í september 2008, en skilja Íslendinga eftir úti í kuldanum. Voru gild rök á bak við þessa ákvörðun að synja Íslendingum um lán? „Það tel ég ekki vera. Ég tel að þeir hafi átt að gera þetta bara. Bæði af því að þeir voru að gera þetta fyrir vini okkar á Norðurlöndunum en líka af því að vináttusamband Íslands og Bandaríkjanna var það mikið að þeir áttu að gera þetta. Síðan komu Færeyingar og Pólverjar og lánuðu okkur fé óumbeðnir. Ég man eftir samtali mínu við Donald Tusk, sem þá var forsætisráðherra Póllands, til að þakka honum fyrir það,“ segir Geir. Geir segir að ef Seðlabanki Bandaríkjanna hefði veitt Íslandi lán þá hefði það eflaust haft jákvæð áhrif á aðra erlenda lánardrottna.Var staðan á Íslandi ekki orðin ósjálfbær vegna stærðar bankakerfisins? Hefði þessi lánalína frá Bandaríkjunum breytt einhverju þar um?„Við vitum það ekki. Ef Seðlabanki Bandaríkjanna hefði komið til skjalanna með myndarlegum hætti, það var ekki verið að tala um að þeir myndu gefa okkur peninga heldur lána, að þá hefði það eflaust haft mjög góð áhrif á aðra sem voru lánardrottnar íslensku bankanna og hefði hugsanlega gert það að verkum að trúverðugleikinn, sem vantaði inn í þetta gagnvart íslensku bönkunum, hefði aukist,“ segir Geir.Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor telur að meginskýringin á því að bandarísk stjórnvöld neituðu Íslandi um fyrirgreiðslu sé sú að Ísland hafi ekki lengur verið hernaðarlega mikilvægt í þeirra augum. Vísir/StefánKenning um áhrifasvæði er umdeild Vangaveltur hafa verið uppi um hvort sú breyting sem hafi orðið á samstarfi Íslands og Bandaríkjanna eftir brotthvarf varnarliðsins frá Keflavík árið 2006 hafi haft áhrif á þá afstöðu Bandaríkjamanna að lána Íslendingum ekki fé. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði telur að þetta hafi vegið þungt miðað við niðurstöður í skýrslu sem hann vann á vegum Félagsvísindastofnunar HÍ um erlendra áhrifaþætti hrunsins sem kom út á dögunum. Í helstu niðurstöðum skýrslunnar segir:„Meginskýringin á því, að bandarísk stjórnvöld neituðu Íslandi um fyrirgreiðslu, er líklega sú, að Ísland var ekki lengur hernaðarlega mikilvægt í þeirra augum. Gjaldeyrisskiptasamningur við Bandaríkin hefði hugsanlega gert Seðlabankanum kleift að hafa stjórn á atburðarásinni og fara „sænsku leiðina“, sem sænski seðlabankinn markaði í fjármálakreppunni í Svíþjóð 1991–1992.“ Geir H. Haarde gefur ekki mikið fyrir þessa kenningu. „Ég veit nú ekkert hvort að þetta hefur skipt nokkru máli því þetta er allt annar aðili í bandaríska stjórnkerfinu sem er Seðlabankinn meðan þeir í varnarmálaráðuneytinu eru að hugsa um þessi mál,“ segir Geir. Leiða verður að því líkum að það hafi einkum verið hagfræðileg rök sem bjuggu að baki ákvörðun erlendra seðlabanka að neita Íslandi um lán í aðdraganda hrunsins. Eins og rakið er framar kemur fram í fundargerð samráðshóps Seðlabanka Bandaríkjanna að bankakerfið á Íslandi var orðið svo stórt árið 2008 að lánalínur upp á 1-2 milljarða dollara hefðu engu breytt þegar traustið þvarr á íslenska bankakerfinu. Í 6. bindi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að strax vorið 2008 hafi erlendir seðlabankastjórar verið farnir að afskrifa Ísland. Þar segir: „Verður ekki annað séð en að á þessum tíma hafi margir þeirra verið komnir á þá skoðun að umfang vanda hinna íslensku fjármálafyrirtækja væri slíkt að það yrði ekki leyst með skiptasamningum við Seðlabanka Íslands eða annarri fyrirgreiðslu sem þeir gætu veitt, heldur yrði íslenska ríkið að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um aðstoð. Í þessu samhengi verður það vart talin tilviljun að Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, lagði til við Geir H. Haarde að Íslendingar sneru sér til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á fundi þeirra sem haldinn var í Downingstræti 10 24. apríl 2008.“Voru orðin einangruð á alþjóðavettvangi Á árinu 2008 voru það aðeins seðlabankar Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar sem fengust til að gera gjaldmiðlaskiptasamninga við Seðlabanka Íslands. Það gerðist þó ekki fyrr en Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, veitti loforð um að þrýst yrði á íslensku bankana til að draga saman stærð efnahagsreikninga sinna með hliðsjón af tillögum sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafði komið á framfæri við íslensk stjórnvöld. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er rakið að loforð forsætisráðherra var ekki látið duga heldur var krafist undirritaðrar yfirlýsingar þriggja ráðherra ríkisstjórnarinnar um ábyrga stefnu í ríkisfjármálum og um breytingar á Íbúðalánasjóði. Ráðherrarnir undirrituðu yfirlýsinguna 15. maí 2008 ásamt bankastjórn Seðlabanka Íslands en hún var ekki birt opinberlega eða lögð fram á ríkisstjórnarfundi. Lánafyrirgreiðsla norrænu seðlabankanna var þannig bundin skilyrðum um að ríkisstjórn Íslands beitti sér fyrir pólitískum aðgerðum. Það virðist hafa verið mat seðlabanka Norðurlandanna að íslensk stjórnvöld heðfu ekki beitt sér af nægilegum krafti til að draga úr stærð bankanna og hefðu ekki haldið uppi nægilega ábyrgri stefnu í ríkisfjármálum. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir um þetta:„Ekki verður séð að bankastjórar norrænu seðlabankanna hafi borið mikið traust til þess að íslenska ríkisstjórnin myndi ráðast í þessi verkefni fyrst þess var sérstaklega krafist að fá loforð ráðherranna um nauðsynlegar umbætur skjalfest og undirrituð. Og bankastjórarnir gerðu líka kröfu um að þeir yrðu jafn harðan upplýstir um hvað stjórnvöld gerðu til þess að framkvæma hin gefnu loforð. Þegar lítið varð um efndir á fyrrnefndum loforðum af hálfu ríkisstjórnarinnar sumarið 2008 bætti hún gráu ofan á svart. Verður því ekki annað séð en að þegar þetta aðgerðaleysi bættist við það viðhorf sem áður hafði verið uppi á vettvangi erlendra seðlabanka gagnvart Íslandi hafi íslensk stjórnvöld verið orðin mjög einangruð að þessu leyti á alþjóðavettvangi og þar með átt í fá hús að venda þegar kom að falli íslensku bankanna í október 2008.“ Hinn 6. október næstkomandi eru tíu ár frá þeim degi þegar Geir. H. Haarde bað Guð um að blessa Ísland. Í hönd fóru óvissutímar þar sem þjóðin streymdi niður á Austurvöll og mótmælti ríkisstjórninni, Seðlabankanum og ástandinu í þjóðfélaginu almennt.Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rýnir í hrunið næstu daga með ítarlegri fréttaröð. Rætt verður við fólk sem var í forystu í þjóðfélaginu á árunum fyrir hrun, fræðimenn sem hafa rannsakað orsakir og afleiðingar hrunsins sem og fólkið í landinu sem mótmælti og missti í hruninu.
Tíu ár frá hruni: Þjóðnýtingin á Glitni sem aldrei varð að veruleika Á þessum degi fyrir sléttum tíu árum var tilkynnt um kaup ríkisins á 75 prósenta hlut í Glitni banka fyrir 84 milljarða króna. Af kaupunum varð þó aldrei og Glitnir rétt eins og hinir stóru bankarnir var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu og fór í kjölfarið í slitameðferð. 29. september 2018 17:30
Tíu ár frá hruni: Fall bankanna var þriðja stærsta gjaldþrot sögunnar Á árunum upp úr síðustu aldamótum uxu íslensku bankarnir hratt með samrunum og yfirtökum erlendis. Þegar bankarnir féllu í október 2008 voru þeir orðnir tíu sinnum landsframleiðsla Íslands. 27. september 2018 16:00