Bjarni ætlar ekki að tjá sig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. september 2018 12:23 Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Fréttablaðið/Stefán Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitur Reykjavíkur, ætlar að svo stöddu ekki að tjá sig opinberlega um starfslok starfsfólks hjá Orkuveitunni eða dótturfélaginu, Orku náttúrunnar. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af Bjarna í morgun í kjölfar pistils Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi starfsmanns Orku náttúrunnar, en án árangurs. Bjarni segir í tilkynningu til fjölmiðla að óski starfsmaður eftir því að farið verði betur yfir skýringar á ástæðum starfsloka þá standi það að sjálfsögðu til boða. „Í tilefni af opinberri umræðu um starfslok starfsfólks hjá Orku náttúrunnar hef ég ákveðið að ræða þau ekki frekar opinberlega að svo stöddu. Mér bar skylda til að skýra frá ástæðu starfsloka framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. Um opinberar umræður um málefni annars starfsfólks en æðsta stjórnanda gildir öðru máli. Óski starfsmaður að fara betur yfir skýringar á ástæðum starfsloka, stendur slíkt að sjálfsögðu til boða,“ segir Bjarni í tilkynningu til fjölmiðla.Ósátt við viðbrögð Bjarna „Ég get ekki skilið þessi orð öðru vísi en að ruddaleg, niðurlægjandi og í raun svívirðileg framkoma gagnvart konum sé á einhvern hátt réttlætanlegt verð að greiða fyrir þetta sem forstjórinn metur greinilega umfram allt annað.“ Svo segir í ítarlegri og harðorðri færsla Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fráfarandi forstöðumanns einstaklingsmarkaðar hjá Orku Náttúrunnar, sem vakti mikla athygli í morgun. Vísir hefur greint frá efni hennar og birt en þó hún snúist á yfirborðinu um dólgslega framgöngu fyrrverandi framkvæmdastjóra ON, sem leiddi til brottrekstrar hans, beinir Áslaug Thelma ekki síst spjótum sínum að Bjarna forstjóra OR, en ON er dótturfyrirtæki OR. Áslaug Thelma, sem var rekin frá ON, segir af bréfi og fundi sem hún og Einar Bárðarson athafnamaður, eiginmaður hennar, áttu með Bjarna og lögfræðingi félagsins. Einar hefur sagt af þessum fundi, sem fór fram á miðvikudag í síðustu viku og á þá leið að Bjarni hafi í raun viljað standa með umræddri framgöngu framkvæmdastjóra síns á annarlegum forsendum. Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, tjáði fréttastofu á föstudag að stjórnin styddi ákvörðunina að segja Bjarna Má Júlíussyni upp sem framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. Þá stytti stjórnin aðgerðir forstjórans í málinu. Guðjón Viðar Guðjónsson, stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur, tjáði fréttastofu í morgun að hann styðji brottvikningu Bjarna Más Júlíussonar, framkvæmdastjóra ON, og að hann vilji að það verði skoðað ofan í kjölinn hvernig staðið var að uppsögn Áslaugar Thelmu. Hildur Björnsdóttir, sömuleiðis stjórnarmaður í OR, er sama sinnis að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.Berglind tekur við af Bjarna Má Ákveðið hefur verið að forstöðumaður fyrirtækjamarkaða ON, Berglind Rán Ólafsdóttir, taki tímabundið við starfi framkvæmdastjóra ON sem Bjarni Már gegndi áður. Þetta kemur fram í annarri tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur. Til stóð að hún tæki við stöðu forstöðumanns tækniþróunar. Berglind er sameindalíffræðingur með MBA próf frá IESE í Barcelona. Hún kom til starfa hjá Orku náttúrunnar fyrir ári og hafði þá meira en áratugarreynslu af viðskiptaþróun meðal annars hjá Landsvirkjun, Medis og Íslenskri erfðagreiningu MeToo Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitur Reykjavíkur, ætlar að svo stöddu ekki að tjá sig opinberlega um starfslok starfsfólks hjá Orkuveitunni eða dótturfélaginu, Orku náttúrunnar. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af Bjarna í morgun í kjölfar pistils Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi starfsmanns Orku náttúrunnar, en án árangurs. Bjarni segir í tilkynningu til fjölmiðla að óski starfsmaður eftir því að farið verði betur yfir skýringar á ástæðum starfsloka þá standi það að sjálfsögðu til boða. „Í tilefni af opinberri umræðu um starfslok starfsfólks hjá Orku náttúrunnar hef ég ákveðið að ræða þau ekki frekar opinberlega að svo stöddu. Mér bar skylda til að skýra frá ástæðu starfsloka framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. Um opinberar umræður um málefni annars starfsfólks en æðsta stjórnanda gildir öðru máli. Óski starfsmaður að fara betur yfir skýringar á ástæðum starfsloka, stendur slíkt að sjálfsögðu til boða,“ segir Bjarni í tilkynningu til fjölmiðla.Ósátt við viðbrögð Bjarna „Ég get ekki skilið þessi orð öðru vísi en að ruddaleg, niðurlægjandi og í raun svívirðileg framkoma gagnvart konum sé á einhvern hátt réttlætanlegt verð að greiða fyrir þetta sem forstjórinn metur greinilega umfram allt annað.“ Svo segir í ítarlegri og harðorðri færsla Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fráfarandi forstöðumanns einstaklingsmarkaðar hjá Orku Náttúrunnar, sem vakti mikla athygli í morgun. Vísir hefur greint frá efni hennar og birt en þó hún snúist á yfirborðinu um dólgslega framgöngu fyrrverandi framkvæmdastjóra ON, sem leiddi til brottrekstrar hans, beinir Áslaug Thelma ekki síst spjótum sínum að Bjarna forstjóra OR, en ON er dótturfyrirtæki OR. Áslaug Thelma, sem var rekin frá ON, segir af bréfi og fundi sem hún og Einar Bárðarson athafnamaður, eiginmaður hennar, áttu með Bjarna og lögfræðingi félagsins. Einar hefur sagt af þessum fundi, sem fór fram á miðvikudag í síðustu viku og á þá leið að Bjarni hafi í raun viljað standa með umræddri framgöngu framkvæmdastjóra síns á annarlegum forsendum. Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, tjáði fréttastofu á föstudag að stjórnin styddi ákvörðunina að segja Bjarna Má Júlíussyni upp sem framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. Þá stytti stjórnin aðgerðir forstjórans í málinu. Guðjón Viðar Guðjónsson, stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur, tjáði fréttastofu í morgun að hann styðji brottvikningu Bjarna Más Júlíussonar, framkvæmdastjóra ON, og að hann vilji að það verði skoðað ofan í kjölinn hvernig staðið var að uppsögn Áslaugar Thelmu. Hildur Björnsdóttir, sömuleiðis stjórnarmaður í OR, er sama sinnis að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.Berglind tekur við af Bjarna Má Ákveðið hefur verið að forstöðumaður fyrirtækjamarkaða ON, Berglind Rán Ólafsdóttir, taki tímabundið við starfi framkvæmdastjóra ON sem Bjarni Már gegndi áður. Þetta kemur fram í annarri tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur. Til stóð að hún tæki við stöðu forstöðumanns tækniþróunar. Berglind er sameindalíffræðingur með MBA próf frá IESE í Barcelona. Hún kom til starfa hjá Orku náttúrunnar fyrir ári og hafði þá meira en áratugarreynslu af viðskiptaþróun meðal annars hjá Landsvirkjun, Medis og Íslenskri erfðagreiningu
MeToo Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21
Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51