Sakar lögreglu um að sverta mannorð manns sem var skotinn af lögregluþjóni Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2018 07:46 Hinn 26 ára gamli Botham Jean var jarðsunginn í gær. Vísir/AP Lögreglan í Dallas í Bandaríkjunum opinberaði í gær að rúm tíu grömm af marijúana hefðu fundist í íbúð manns sem skotinn var til bana af lögregluþjóni á frívakt. Lögmaður fjölskyldu mannsins segir lögregluna reyna að sverta mannorð Botham Jean. Jean var skotinn á heimili sínu af lögregluþjóninum Amber Guyger sem bjó í sama fjölbýlishúsi. Konan mun hafa talið að hún væri í eigin íbúð og taldi Jean vera innbrotsþjóf. Önnur útgáfa af banaskotinu segir að til átaka hafi komið á milli Guyger og Jean. Guyger hefur verið ákærð fyrir manndráp en hún var handtekinn þremur dögum eftir að atvikið átti sér stað. Lee Merritt, lögmaður fjölskyldu Jean, segir að leitin sem hafi verið framkvæmd á heimili Jean, sýni fram á annarlegan tilgang rannsóknar lögreglunnar. „Þeir fóru þarna inn í þeim tilgangi að finna réttlætingu fyrir banaskotinu. Þetta er mynstur sem við höfum séð áður. Við erum að tala um lögregluþjón sem greinilega gerði eitthvað rangt og í stað þess að rannsaka morðið, í stað þess að fara í íbúð hennar og sjá hvað þeir finna, í stað þess að leita vísbendinga í tengslum við morðið, leita þeir sérstaklega leiða til að sverta mannorð þessa unga manns.“ Jean vann hjá pricewaterhouseCoopers í Dallas og mun hafa varið miklu tíma í góðgerðastarf.Samkvæmt USA Today segir í dómsskjölum að lögreglan í Dallas hafi fundið tvær patrónur, lögreglubakpoka, fartölvu og ýmislegt fleira. Lögreglan framkvæmdi leitina áður en málið var fært í hendur starfsmanna Texas Rangers, sem er annað lögregluembætti í Texas.Jarðarför Jean fór fram í gær, skömmu áður en fundur fíkniefnanna var opinberaður. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skaut mann sem hún taldi innbrotsþjóf en var sjálf í rangri íbúð Lögreglukona í borginni Dallas í Texas skaut nágranna sinn til bana því hún taldi hann vera innbrotsþjóf. Í ljós kom að lögreglukonan hafði villst á íbúðum og var inni í íbúð mannsins. 7. september 2018 18:20 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Lögreglan í Dallas í Bandaríkjunum opinberaði í gær að rúm tíu grömm af marijúana hefðu fundist í íbúð manns sem skotinn var til bana af lögregluþjóni á frívakt. Lögmaður fjölskyldu mannsins segir lögregluna reyna að sverta mannorð Botham Jean. Jean var skotinn á heimili sínu af lögregluþjóninum Amber Guyger sem bjó í sama fjölbýlishúsi. Konan mun hafa talið að hún væri í eigin íbúð og taldi Jean vera innbrotsþjóf. Önnur útgáfa af banaskotinu segir að til átaka hafi komið á milli Guyger og Jean. Guyger hefur verið ákærð fyrir manndráp en hún var handtekinn þremur dögum eftir að atvikið átti sér stað. Lee Merritt, lögmaður fjölskyldu Jean, segir að leitin sem hafi verið framkvæmd á heimili Jean, sýni fram á annarlegan tilgang rannsóknar lögreglunnar. „Þeir fóru þarna inn í þeim tilgangi að finna réttlætingu fyrir banaskotinu. Þetta er mynstur sem við höfum séð áður. Við erum að tala um lögregluþjón sem greinilega gerði eitthvað rangt og í stað þess að rannsaka morðið, í stað þess að fara í íbúð hennar og sjá hvað þeir finna, í stað þess að leita vísbendinga í tengslum við morðið, leita þeir sérstaklega leiða til að sverta mannorð þessa unga manns.“ Jean vann hjá pricewaterhouseCoopers í Dallas og mun hafa varið miklu tíma í góðgerðastarf.Samkvæmt USA Today segir í dómsskjölum að lögreglan í Dallas hafi fundið tvær patrónur, lögreglubakpoka, fartölvu og ýmislegt fleira. Lögreglan framkvæmdi leitina áður en málið var fært í hendur starfsmanna Texas Rangers, sem er annað lögregluembætti í Texas.Jarðarför Jean fór fram í gær, skömmu áður en fundur fíkniefnanna var opinberaður.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skaut mann sem hún taldi innbrotsþjóf en var sjálf í rangri íbúð Lögreglukona í borginni Dallas í Texas skaut nágranna sinn til bana því hún taldi hann vera innbrotsþjóf. Í ljós kom að lögreglukonan hafði villst á íbúðum og var inni í íbúð mannsins. 7. september 2018 18:20 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Skaut mann sem hún taldi innbrotsþjóf en var sjálf í rangri íbúð Lögreglukona í borginni Dallas í Texas skaut nágranna sinn til bana því hún taldi hann vera innbrotsþjóf. Í ljós kom að lögreglukonan hafði villst á íbúðum og var inni í íbúð mannsins. 7. september 2018 18:20