Fram mun ekki verja titil sinn í vor 14. september 2018 07:00 Haukar gerðu sér lítið fyrir og skelltu ríkjandi Íslands- og bikarmeisturum Fram í gærkvöldi 22-19 þrátt fyrir stórleik Ragnheiðar í Safamýrinni. Fyrir kvöldið voru ellefu ár liðin síðan Haukar unnu Meistarakeppni HSÍ. Vísir/Eyþór Handbolti Gangi spá Fréttablaðsins um deildina eftir mun Valur hrifsa Íslandsmeistaratitilinn af Fram sem er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari. Valur varð deildarmeistari síðasta vor, en náði hins vegar ekki að fylgja því eftir með því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.1 Valur 1. sæti | 34 stig | ’17-’18 Þrátt fyrir að hafa misst nánast allt byrjunarlið sitt frá síðasta keppnistímabili mætir Ágúst Þór Jóhannsson til leiks með lið sem getur klárlega farið alla leið og orðið Íslandsmeistari. Valur tapaði fyrir Fram í úrslitum Íslandsmótsins í vor, en nú komast þær skrefi lengra. Valur hefur fengið Írisi Björk Símonardóttur í markið sem er mikill styrkur og þá mun Sandra Erlingsdóttir stjórna sóknarleiknum og hafa sér til fulltingis Lovísu Thompson sem hefur, líkt og Íris Björk og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir sem ætla að taka slaginn með liðinu, reynslu af því að verða Íslandsmeistari.2 Fram 2. sæti | 32 stig | ’17-’18 Síðasta keppnistímabil var gjöfult fyrir Fram sem stóð uppi sem bæði Íslands- og bikarmeistari. Það er erfitt að afskrifa lið með Steinunni Björnsdóttur, Karen Knútsdóttur, Þóreyju Rósu Stefánsdóttur og Ragnheiði Júlíusdóttur innanborðs í baráttunni um titilinn. Hins vegar missti liðið Guðrúnu Ósk Maríasdóttur sem fór yfir í Stjörnuna í sumar. Markvarslan gæti orðið hausverkur fyrir Fram, en liðið treystir á tvær ungar og efnilegar stúlkur og fékk svo til liðs við sig Erlu Rós Sigmarsdóttur frá ÍBV til þess að freista þess að fylla skarð Guðrúnar Óskar.3 ÍBV 3. sæti | 30 stig | ’17-’18 Sami staður. 30 stig í fyrra. Eyjakonur hafa þétt raðirnar svo um munar frá síðasta keppnistímabili. Til liðsins eru komnar Arna Sif Pálsdóttir, sem er fyrsti línumaður íslenska landsliðsins, og Sunna Jónsdóttir landsliðskona í skyttuhlutverkið. Þessi liðsstyrkur styrkir ekki hvað síst varnarleik liðsins sem verður ógnvænlegur með þær tvær, auk Esterar Óskarsdóttur, sem valin var leikmaður ársins á lokahófi HSÍ síðastliðið vor, í miðri vörninni. Erfitt verður hins vegar að fylla það skarð sem Sandra Erlingsdóttir skilur eftir sig.4 Haukar 4. sæti | 30 stig | ’17-’18 Sami staður. 30 stig í fyrra. Síðasta tímabil var gott fyrir Haukakonur sem náðu árangri sem var vel viðunandi. Portúgalska skyttan Maria Ines Silva Pereira verður áfram í lykilhlutverki hjá liðinu í sóknarleiknum, en liðið hefur fengið Ramune Pekarskyte til þess að efla vopnabúrið í sóknarleiknum. Þarna verður markvarslan ákveðið spurningamerki, en frammistaða Elínar Jónu Þorsteinsdóttur heillaði forsvarsmenn Vendsyssel og söðlaði hún um til Danmerkur í vor. Ástríður Glódís Gísladóttir mun verja mark Hauka í vetur, en hún er ungur og efnilegur markvörður sem ver mark U-20 ára liðs Íslands. Hún þarf að verja vel ætli Haukar að afsanna þessa spá og gera sig meira gildandi í toppbaráttunni. Ástríður Glódís mun svo fá samkeppni frá Selmu Þóru Jóhannsdóttur og Sögu Sif Gísladóttur.5 Selfoss 6. sæti | 9 stig | ’17-’18 Það mun að sjálfsögðu muna gríðarlega um það fyrir Selfoss að Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir er orðin heil heilsu. Það mun hins vegar ekki duga til þess að liðinu takist að tryggja sér sæti í úrslitakeppni deildarinnar. Liðið mun verða í baráttu við Hauka og Stjörnuna um að verða fjórða og síðasta liðið þangað inn, en það er ekki mikill munur á þessum liðum og baráttan verður jöfn. Vörn og hraðaupphlaup þar sem Perla Ruth Albertsdóttir verður í fararbroddi gætu hins vegar breytt þessari stöðu.6 Stjarnan 5. sæti | 21 stig | ‘17-’18 Niður um eitt sæti. 21 stig í fyrra. Segja má að Stjarnan mæti til leiks með nýtt lið að þessu sinni. Miklar breytingar urðu bæði á leikmannahópnum og þjálfarateymi liðsins. Guðrún Ósk Maríasdóttir mun sjá til þess að markvarslan verði í góðum málum, Elísabet Gunnarsdóttir er reyndur og góður línumaður og Þórey Anna Ásgeirsdóttir fær stærra hlutverk í sóknarleiknum. Þá auka Laufey Ásta Guðmundsdóttir og Auður Ómarsdóttir breiddina í sóknarleiknum. Sebastian Alexandersson og Rakel Dögg Bragadóttir halda um stjórnartaumana hjá liðinu og eru líklega ekki sammála þessari spá og ætla að gera mun betur.7 HK Nýliði Það verður hlutskipti HK að fara aftur í umspil um laust sæti í efstu deild næsta vor. Liðið er hins vegar með unga og spennandi leikmenn sem gætu hæglega þroskast hratt og orðið til þess að liðið sleppi við umrædda umspilsleiki. Sigríður Hauksdóttir er góður hornamaður og það verður hlutverki Berglindar Þorsteinsdóttur að binda saman varnarleik liðsins. Þá eru Valgerður Þorsteinsdóttir og Díana Kristín Sigmarsdóttir öflugir leikmenn sem mikið mun mæða á.8 KA/Þór Nýliði Nýliði. Stoppið verður stutt hjá Akureyrarliðinu í efstu deild að þessu sinni. Liðið er blanda af ungum og efnilegum leikmönnum og gömlum refum sem kunna öll trixin í bókinni í handboltafræðunum. Martha Hermannsdóttir og Hulda Bryndís Tryggvadóttir munu draga vagninn hjá liðinu og þá hefur Ólöf Marín Hlynsdóttir leikið vel á undirbúningstímabilinu og gæti látið til sín taka í vetur ef hún heldur áfram góðri spilamennsku sinni. Ásdís Guðmundsdóttir er svo upprennandi línumaður sem mun vera í stóru hlutverki bæði í sóknar- og varnarleik liðsins.Fylgstu með þessum leikmönnum í vetur Ástríður Glódís Gísladóttir Markmaður sem gekk til liðs við Hauka frá Fylki fyrir þetta tímabil. Hún átti gott tímabil með Fylki í Grill 66-deildinni í fyrra. Ástríður Glódís er efnilegur markmaður sem spilaði með U-20 ára landsliði Íslands á heimsmeistaramótinu í sumar og stóð sig vel. Ída Bjarklind Magnúsdóttir Stór og stæðileg skytta frá Selfossi. Hún fékk nokkuð stórt hlutverk í fjarverju Hrafnhildar Hönnu Þrastardóttur á síðustu leiktíð og spennandi að sjá hvort hún hafi tekið skref fram á við frá því í fyrra. Berglind Þorsteinsdóttir Hlaut náð fyrir augum Axels Stefánssonar landsliðsþjálfara í leikjum gegn Svíþjóð í lok þessa mánaðar. Berglind er sterkur varnarmaður og er óhrædd við að vaða út í þá sóknarmenn sem ógna marki HK. Vonandi nær hún að bæta sig hratt og vel og festa sæti sitt í landsliðinu til frambúðar. Ásdís Guðmundsdóttir Línumaður að norðan sem hefur vaxið mikið undanfarin ár. Hún var hluti af leikmannahópi U-20 ára liðs Íslands sem lék á heimsmeistaramótinu í sumar og er öflugur línumaður. Lovísa Thompson Þrátt fyrir ungan aldur hefur Lovísa reynt allt sem hægt er að reyna í handboltanum hér heima. Hún skipti úr uppeldisfélaginu Gróttu í Val og það verður fróðlegt að sjá hvernig hún stendur sig í nýju umhverfi. Það er mikil pressa á Lovísu að standa sig vel. Berta Rut Harðardóttir Ein af ástæðum þess að Haukar stóðu sig vel í fyrra var sú að Bertu Rut óx mikið ásmegin. Hún er góð hægri skytta sem getur einnig leyst af í hægra horninu. Berta var einn af burðarásunum í U-20 ára liðinu og sýndi það þar hversu langt hún er komin á þroskaferli sínu sem handboltamaður þrátt fyrir að vera enn gjaldgeng í U-18 ára landsliðið. Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Handbolti Gangi spá Fréttablaðsins um deildina eftir mun Valur hrifsa Íslandsmeistaratitilinn af Fram sem er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari. Valur varð deildarmeistari síðasta vor, en náði hins vegar ekki að fylgja því eftir með því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.1 Valur 1. sæti | 34 stig | ’17-’18 Þrátt fyrir að hafa misst nánast allt byrjunarlið sitt frá síðasta keppnistímabili mætir Ágúst Þór Jóhannsson til leiks með lið sem getur klárlega farið alla leið og orðið Íslandsmeistari. Valur tapaði fyrir Fram í úrslitum Íslandsmótsins í vor, en nú komast þær skrefi lengra. Valur hefur fengið Írisi Björk Símonardóttur í markið sem er mikill styrkur og þá mun Sandra Erlingsdóttir stjórna sóknarleiknum og hafa sér til fulltingis Lovísu Thompson sem hefur, líkt og Íris Björk og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir sem ætla að taka slaginn með liðinu, reynslu af því að verða Íslandsmeistari.2 Fram 2. sæti | 32 stig | ’17-’18 Síðasta keppnistímabil var gjöfult fyrir Fram sem stóð uppi sem bæði Íslands- og bikarmeistari. Það er erfitt að afskrifa lið með Steinunni Björnsdóttur, Karen Knútsdóttur, Þóreyju Rósu Stefánsdóttur og Ragnheiði Júlíusdóttur innanborðs í baráttunni um titilinn. Hins vegar missti liðið Guðrúnu Ósk Maríasdóttur sem fór yfir í Stjörnuna í sumar. Markvarslan gæti orðið hausverkur fyrir Fram, en liðið treystir á tvær ungar og efnilegar stúlkur og fékk svo til liðs við sig Erlu Rós Sigmarsdóttur frá ÍBV til þess að freista þess að fylla skarð Guðrúnar Óskar.3 ÍBV 3. sæti | 30 stig | ’17-’18 Sami staður. 30 stig í fyrra. Eyjakonur hafa þétt raðirnar svo um munar frá síðasta keppnistímabili. Til liðsins eru komnar Arna Sif Pálsdóttir, sem er fyrsti línumaður íslenska landsliðsins, og Sunna Jónsdóttir landsliðskona í skyttuhlutverkið. Þessi liðsstyrkur styrkir ekki hvað síst varnarleik liðsins sem verður ógnvænlegur með þær tvær, auk Esterar Óskarsdóttur, sem valin var leikmaður ársins á lokahófi HSÍ síðastliðið vor, í miðri vörninni. Erfitt verður hins vegar að fylla það skarð sem Sandra Erlingsdóttir skilur eftir sig.4 Haukar 4. sæti | 30 stig | ’17-’18 Sami staður. 30 stig í fyrra. Síðasta tímabil var gott fyrir Haukakonur sem náðu árangri sem var vel viðunandi. Portúgalska skyttan Maria Ines Silva Pereira verður áfram í lykilhlutverki hjá liðinu í sóknarleiknum, en liðið hefur fengið Ramune Pekarskyte til þess að efla vopnabúrið í sóknarleiknum. Þarna verður markvarslan ákveðið spurningamerki, en frammistaða Elínar Jónu Þorsteinsdóttur heillaði forsvarsmenn Vendsyssel og söðlaði hún um til Danmerkur í vor. Ástríður Glódís Gísladóttir mun verja mark Hauka í vetur, en hún er ungur og efnilegur markvörður sem ver mark U-20 ára liðs Íslands. Hún þarf að verja vel ætli Haukar að afsanna þessa spá og gera sig meira gildandi í toppbaráttunni. Ástríður Glódís mun svo fá samkeppni frá Selmu Þóru Jóhannsdóttur og Sögu Sif Gísladóttur.5 Selfoss 6. sæti | 9 stig | ’17-’18 Það mun að sjálfsögðu muna gríðarlega um það fyrir Selfoss að Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir er orðin heil heilsu. Það mun hins vegar ekki duga til þess að liðinu takist að tryggja sér sæti í úrslitakeppni deildarinnar. Liðið mun verða í baráttu við Hauka og Stjörnuna um að verða fjórða og síðasta liðið þangað inn, en það er ekki mikill munur á þessum liðum og baráttan verður jöfn. Vörn og hraðaupphlaup þar sem Perla Ruth Albertsdóttir verður í fararbroddi gætu hins vegar breytt þessari stöðu.6 Stjarnan 5. sæti | 21 stig | ‘17-’18 Niður um eitt sæti. 21 stig í fyrra. Segja má að Stjarnan mæti til leiks með nýtt lið að þessu sinni. Miklar breytingar urðu bæði á leikmannahópnum og þjálfarateymi liðsins. Guðrún Ósk Maríasdóttir mun sjá til þess að markvarslan verði í góðum málum, Elísabet Gunnarsdóttir er reyndur og góður línumaður og Þórey Anna Ásgeirsdóttir fær stærra hlutverk í sóknarleiknum. Þá auka Laufey Ásta Guðmundsdóttir og Auður Ómarsdóttir breiddina í sóknarleiknum. Sebastian Alexandersson og Rakel Dögg Bragadóttir halda um stjórnartaumana hjá liðinu og eru líklega ekki sammála þessari spá og ætla að gera mun betur.7 HK Nýliði Það verður hlutskipti HK að fara aftur í umspil um laust sæti í efstu deild næsta vor. Liðið er hins vegar með unga og spennandi leikmenn sem gætu hæglega þroskast hratt og orðið til þess að liðið sleppi við umrædda umspilsleiki. Sigríður Hauksdóttir er góður hornamaður og það verður hlutverki Berglindar Þorsteinsdóttur að binda saman varnarleik liðsins. Þá eru Valgerður Þorsteinsdóttir og Díana Kristín Sigmarsdóttir öflugir leikmenn sem mikið mun mæða á.8 KA/Þór Nýliði Nýliði. Stoppið verður stutt hjá Akureyrarliðinu í efstu deild að þessu sinni. Liðið er blanda af ungum og efnilegum leikmönnum og gömlum refum sem kunna öll trixin í bókinni í handboltafræðunum. Martha Hermannsdóttir og Hulda Bryndís Tryggvadóttir munu draga vagninn hjá liðinu og þá hefur Ólöf Marín Hlynsdóttir leikið vel á undirbúningstímabilinu og gæti látið til sín taka í vetur ef hún heldur áfram góðri spilamennsku sinni. Ásdís Guðmundsdóttir er svo upprennandi línumaður sem mun vera í stóru hlutverki bæði í sóknar- og varnarleik liðsins.Fylgstu með þessum leikmönnum í vetur Ástríður Glódís Gísladóttir Markmaður sem gekk til liðs við Hauka frá Fylki fyrir þetta tímabil. Hún átti gott tímabil með Fylki í Grill 66-deildinni í fyrra. Ástríður Glódís er efnilegur markmaður sem spilaði með U-20 ára landsliði Íslands á heimsmeistaramótinu í sumar og stóð sig vel. Ída Bjarklind Magnúsdóttir Stór og stæðileg skytta frá Selfossi. Hún fékk nokkuð stórt hlutverk í fjarverju Hrafnhildar Hönnu Þrastardóttur á síðustu leiktíð og spennandi að sjá hvort hún hafi tekið skref fram á við frá því í fyrra. Berglind Þorsteinsdóttir Hlaut náð fyrir augum Axels Stefánssonar landsliðsþjálfara í leikjum gegn Svíþjóð í lok þessa mánaðar. Berglind er sterkur varnarmaður og er óhrædd við að vaða út í þá sóknarmenn sem ógna marki HK. Vonandi nær hún að bæta sig hratt og vel og festa sæti sitt í landsliðinu til frambúðar. Ásdís Guðmundsdóttir Línumaður að norðan sem hefur vaxið mikið undanfarin ár. Hún var hluti af leikmannahópi U-20 ára liðs Íslands sem lék á heimsmeistaramótinu í sumar og er öflugur línumaður. Lovísa Thompson Þrátt fyrir ungan aldur hefur Lovísa reynt allt sem hægt er að reyna í handboltanum hér heima. Hún skipti úr uppeldisfélaginu Gróttu í Val og það verður fróðlegt að sjá hvernig hún stendur sig í nýju umhverfi. Það er mikil pressa á Lovísu að standa sig vel. Berta Rut Harðardóttir Ein af ástæðum þess að Haukar stóðu sig vel í fyrra var sú að Bertu Rut óx mikið ásmegin. Hún er góð hægri skytta sem getur einnig leyst af í hægra horninu. Berta var einn af burðarásunum í U-20 ára liðinu og sýndi það þar hversu langt hún er komin á þroskaferli sínu sem handboltamaður þrátt fyrir að vera enn gjaldgeng í U-18 ára landsliðið.
Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira