Margir flottir á pöllunum í París Finnur Orri Thorlacius skrifar 13. september 2018 08:00 Búast má við miklu fjölmenni til Parísar í næsta mánuði að berja fagra bíla augum. Bílasýningin í París hefst 2. október og þrátt fyrir að margir bílaframleiðendur hafi ákveðið að taka ekki þátt í sýningunni að þessu sinni verða margar nýjar útgáfur af þekktum bílum, sem og nokkrir glænýir bílar á pöllunum þar. Audi mun til að mynda kynna nýjan A1, BMW nýjan 3 Series bíl, Kia hinn flotta ProCeed GT bíl og Hyundai öflugan i30 Fastback N sportbíl. Ef til vill mun víetnamski bílaframleiðendinn nýi VinFast vekja athygli með nýjum jeppa sem hannaður er af Pininfarina, en þar fer einkar vel útlítandi bíll. Lexus mun einnig sýna nýjan RC sportbíl.Mikið úrval þýskra Mercedes Benz mun sýna 2020 árgerðina af GLE tengiltvinnjeppanum, sem og hinum nýja rafmagnsbíl EQ C sem Benz reyndar svipti hulunni af fyrir skömmu. Raunar verður Audi með marga nýja bíla í París, auk A1 verður þar A3, hinn glænýi Q8 og heyrst hefur að Audi muni frumsýna nýjan Audi Allroad líka. Þá mun BMW líka sýna hinn glænýja 8-Series bíl með yfir 500 hestöfl undir húddinu og auðvitað nýja sportbílinn BMW Z4. Þá verður á pöllunum spennandi ný gerð Suzuki Jimny sem fengið hefur flotta dóma og verður kynntur blaðamönnum í Þýskalandi í næstu viku. Verður fulltrúi Fréttablaðsins þar á meðal bílablaðamanna.Margir framleiðendur skrópa Þrátt fyrir að margir bílar verði til sýnis í París er áhyggjuefni fyrir sýningarhaldara þar, sem og aðrar bílasýningar, hve margir bílaframleiðendur halda sig þessi misserin frá stóru bílasýningunum. Núna vantar til dæmis Volkswagen, Opel/Vauxhall, Nissan, Infinity, Ford, Volvo, Subaru, Mazda, Mitsubishi og Lamborghini á sýninguna í París, bara svo nokkrir bílaframleiðendur séu nefndir. Bílasýningin í París er elsta bílasýning í heimi og sú fyrsta var haldin árið 1898. Árið 1946 komu 800.000 gestir á sýninguna og hefur hún verið afar vel sótt síðan, þó nú sé nokkrar blikur á lofti. Árið 1954 mættu yfir milljón manns á bílasýninguna í París.Skrugguflottur Skoda Kodiaq sportjeppi á bílasýningunni í París í fyrra. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent
Bílasýningin í París hefst 2. október og þrátt fyrir að margir bílaframleiðendur hafi ákveðið að taka ekki þátt í sýningunni að þessu sinni verða margar nýjar útgáfur af þekktum bílum, sem og nokkrir glænýir bílar á pöllunum þar. Audi mun til að mynda kynna nýjan A1, BMW nýjan 3 Series bíl, Kia hinn flotta ProCeed GT bíl og Hyundai öflugan i30 Fastback N sportbíl. Ef til vill mun víetnamski bílaframleiðendinn nýi VinFast vekja athygli með nýjum jeppa sem hannaður er af Pininfarina, en þar fer einkar vel útlítandi bíll. Lexus mun einnig sýna nýjan RC sportbíl.Mikið úrval þýskra Mercedes Benz mun sýna 2020 árgerðina af GLE tengiltvinnjeppanum, sem og hinum nýja rafmagnsbíl EQ C sem Benz reyndar svipti hulunni af fyrir skömmu. Raunar verður Audi með marga nýja bíla í París, auk A1 verður þar A3, hinn glænýi Q8 og heyrst hefur að Audi muni frumsýna nýjan Audi Allroad líka. Þá mun BMW líka sýna hinn glænýja 8-Series bíl með yfir 500 hestöfl undir húddinu og auðvitað nýja sportbílinn BMW Z4. Þá verður á pöllunum spennandi ný gerð Suzuki Jimny sem fengið hefur flotta dóma og verður kynntur blaðamönnum í Þýskalandi í næstu viku. Verður fulltrúi Fréttablaðsins þar á meðal bílablaðamanna.Margir framleiðendur skrópa Þrátt fyrir að margir bílar verði til sýnis í París er áhyggjuefni fyrir sýningarhaldara þar, sem og aðrar bílasýningar, hve margir bílaframleiðendur halda sig þessi misserin frá stóru bílasýningunum. Núna vantar til dæmis Volkswagen, Opel/Vauxhall, Nissan, Infinity, Ford, Volvo, Subaru, Mazda, Mitsubishi og Lamborghini á sýninguna í París, bara svo nokkrir bílaframleiðendur séu nefndir. Bílasýningin í París er elsta bílasýning í heimi og sú fyrsta var haldin árið 1898. Árið 1946 komu 800.000 gestir á sýninguna og hefur hún verið afar vel sótt síðan, þó nú sé nokkrar blikur á lofti. Árið 1954 mættu yfir milljón manns á bílasýninguna í París.Skrugguflottur Skoda Kodiaq sportjeppi á bílasýningunni í París í fyrra.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent