Efnahagslegur bónusvinningur Sighvatur Arnmundsson skrifar 11. september 2018 06:15 FRÉTTABLAÐIÐ/ „Þetta eru auðvitað miklar kerfisbreytingar sem um ræðir. Við erum að tala um að rafvæða samgöngur á tiltölulega stuttum tíma. Það þýðir að það þarf innviðauppbyggingu þannig að venjulegt fólk geti tekið þátt í þessu með okkur,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um nýja aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem kynnt var í gær. Áætlunin samanstendur af 34 tillögum að aðgerðum sem ætlað er að mæta skuldbindingum stjórnvalda gagnvart Parísarsamningnum. Markmiðið er að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent til ársins 2030 miðað við losunina 1990. Skipta má tillögunum í tvo meginhluta. Annars vegar þær sem snúa að orkuskiptum í samgöngum og hins vegar aðgerðir um átak í kolefnisbindingu en markmið stjórnvalda er kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Lagt er til að nýskráning bensín- og dísilbíla verði bönnuð eftir 2030. Þá eru lagðar til ívilnanir til að flýta fyrir fjölgun umhverfisvænna bíla. Katrín segir að í fyrsta skipti fylgi alvöru fjármunir í verkefni tengd loftslagsmálum en alls verður 6,8 milljörðum varið í áætlunina. „Við erum líka komin lengra í að útfæra aðgerðir sem við teljum að geti skilað því markmiði sem við stefnum að. Ég skynja áhuga frá almenningi, sveitarfélögum og atvinnulífinu til þess að taka þátt í þessu.“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segist stoltur af áætluninni sem sé vel fjármögnuð. „Mér finnst tímabært að við komum auga á þann efnahagslega ávinning sem fylgir því að samgöngur verði knúnar af orkugjöfum sem við Íslendingar búum yfir og eru sjálfbærir. Það eykur efnahagslegt sjálfstæði okkar og er eins og bónusvinningur í þessu heildarsamhengi hlutanna.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir það sérstaklega ánægjulegt að allir ríkisstjórnarflokkarnir fylki sér á bak við aðgerðir í loftslagsmálum. „Með þeim aðgerðum sem við erum að boða erum við í rauninni að taka fyrstu skrefin í að umbylta samgöngukerfinu okkar.“ Hann segir að skilaboðin til almennings og atvinnulífsins séu þau að bjóða þeim með í þessa vegferð. „Það er grundvallaratriðið, einhvers staðar þurfa stjórnvöld að byrja. Lykilatriði í þessu er fjármagnið sem við setjum í þetta og að við erum að taka heildstætt á loftslagsmálunum og horfa á alla geira samfélagsins.“Mikil aukning í losun frá stóriðju Á Íslandi jókst losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaðarferlum um 106 prósent milli 1990 og 2016 sem fyrst og fremst er rakið til uppbyggingar stóriðju. Losun frá stóriðju fellur ekki undir beinar skuldbindingar stjórnvalda í loftslagsmálum heldur undir evrópskt viðskiptakerfi með losunarheimildir. Stefnt er að 43 prósenta minnkun á heildarlosun innan kerfisins til 2030 miðað við losun 1990. Samkvæmt áætluninni mun Ísland taka þátt í breyttu viðskiptakerfi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir að þótt stóriðja falli ekki beint undir skuldbindingar stjórnvalda geti hún tekið þátt í kolefnishlutleysi. „Ég hvet stóriðjuna til að gera það og hlakka til að sjá hana taka skref í þá átt líkt og aðrar greinar.“Siðferðisleg skylda gagnvart komandi kynslóðum Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að það sem hann hafi séð af aðgerðaáætluninni sé gott. „Það er ánægjulegt að við Íslendingar skulum ætla að taka þessa hluti fastari tökum. Við munum berjast með stjórnvöldum hverju sinni að öllum málum sem eru góð, nauðsynleg og skynsamleg.“ Hann segir þó að það eigi eftir að koma í ljós hvort um sé að ræða raunverulega aukningu fjármuna til loftslagsmála eða hvort verið sé að endurnýta fjármagn úr ríkisfjármálaáætlun. „Það er samt ekki spurning hvort við Íslendingar eigum að ráðast í aðgerðir, heldur erum við skuldbundin til þess. Bæði vegna alþjóðlegra skuldbindinga okkar og svo höfum við siðferðislega skyldu gagnvart komandi kynslóðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
„Þetta eru auðvitað miklar kerfisbreytingar sem um ræðir. Við erum að tala um að rafvæða samgöngur á tiltölulega stuttum tíma. Það þýðir að það þarf innviðauppbyggingu þannig að venjulegt fólk geti tekið þátt í þessu með okkur,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um nýja aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem kynnt var í gær. Áætlunin samanstendur af 34 tillögum að aðgerðum sem ætlað er að mæta skuldbindingum stjórnvalda gagnvart Parísarsamningnum. Markmiðið er að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent til ársins 2030 miðað við losunina 1990. Skipta má tillögunum í tvo meginhluta. Annars vegar þær sem snúa að orkuskiptum í samgöngum og hins vegar aðgerðir um átak í kolefnisbindingu en markmið stjórnvalda er kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Lagt er til að nýskráning bensín- og dísilbíla verði bönnuð eftir 2030. Þá eru lagðar til ívilnanir til að flýta fyrir fjölgun umhverfisvænna bíla. Katrín segir að í fyrsta skipti fylgi alvöru fjármunir í verkefni tengd loftslagsmálum en alls verður 6,8 milljörðum varið í áætlunina. „Við erum líka komin lengra í að útfæra aðgerðir sem við teljum að geti skilað því markmiði sem við stefnum að. Ég skynja áhuga frá almenningi, sveitarfélögum og atvinnulífinu til þess að taka þátt í þessu.“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segist stoltur af áætluninni sem sé vel fjármögnuð. „Mér finnst tímabært að við komum auga á þann efnahagslega ávinning sem fylgir því að samgöngur verði knúnar af orkugjöfum sem við Íslendingar búum yfir og eru sjálfbærir. Það eykur efnahagslegt sjálfstæði okkar og er eins og bónusvinningur í þessu heildarsamhengi hlutanna.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir það sérstaklega ánægjulegt að allir ríkisstjórnarflokkarnir fylki sér á bak við aðgerðir í loftslagsmálum. „Með þeim aðgerðum sem við erum að boða erum við í rauninni að taka fyrstu skrefin í að umbylta samgöngukerfinu okkar.“ Hann segir að skilaboðin til almennings og atvinnulífsins séu þau að bjóða þeim með í þessa vegferð. „Það er grundvallaratriðið, einhvers staðar þurfa stjórnvöld að byrja. Lykilatriði í þessu er fjármagnið sem við setjum í þetta og að við erum að taka heildstætt á loftslagsmálunum og horfa á alla geira samfélagsins.“Mikil aukning í losun frá stóriðju Á Íslandi jókst losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaðarferlum um 106 prósent milli 1990 og 2016 sem fyrst og fremst er rakið til uppbyggingar stóriðju. Losun frá stóriðju fellur ekki undir beinar skuldbindingar stjórnvalda í loftslagsmálum heldur undir evrópskt viðskiptakerfi með losunarheimildir. Stefnt er að 43 prósenta minnkun á heildarlosun innan kerfisins til 2030 miðað við losun 1990. Samkvæmt áætluninni mun Ísland taka þátt í breyttu viðskiptakerfi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir að þótt stóriðja falli ekki beint undir skuldbindingar stjórnvalda geti hún tekið þátt í kolefnishlutleysi. „Ég hvet stóriðjuna til að gera það og hlakka til að sjá hana taka skref í þá átt líkt og aðrar greinar.“Siðferðisleg skylda gagnvart komandi kynslóðum Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að það sem hann hafi séð af aðgerðaáætluninni sé gott. „Það er ánægjulegt að við Íslendingar skulum ætla að taka þessa hluti fastari tökum. Við munum berjast með stjórnvöldum hverju sinni að öllum málum sem eru góð, nauðsynleg og skynsamleg.“ Hann segir þó að það eigi eftir að koma í ljós hvort um sé að ræða raunverulega aukningu fjármuna til loftslagsmála eða hvort verið sé að endurnýta fjármagn úr ríkisfjármálaáætlun. „Það er samt ekki spurning hvort við Íslendingar eigum að ráðast í aðgerðir, heldur erum við skuldbundin til þess. Bæði vegna alþjóðlegra skuldbindinga okkar og svo höfum við siðferðislega skyldu gagnvart komandi kynslóðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira