Vill ramma inn samgöngumál á næstu tveimur mánuðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. september 2018 14:58 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/Hanna Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að á næstu tveimur mánuðum muni samtalið um uppbyggingu á stofnbrautum og almenningssamgöngum á Höfuðborgarsvæðinu verði endanlega rammað inn. Það muni skýra stefnu í þessum málum umtalsvert en hart hefur verið tekist á um þessi mál á sviði stjórnmálanna. Einnig segist Sigurður Ingi vongóður um að geta bundið enda á samtalið um úrbætur við Sundabraut. Sigurður Ingi var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínu Stöðvar 2 í dag. Sigurður Ingi birti nýverið samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar sem er í raun tvískipt. Hún nær til fimm ára tímabils, 2019-2023, annars vegar og fimmtán ára tímabils hins vegar, eða til 2033. Þar eru lagðar línur um það hvernig 200 milljörðum króna verður skipt til nýframkvæmda í vegagerð á þessu tímabili. Í Víglínunni sagði Sigurður Ingi það skipta miklu máli að á meginleiðunum þremur út úr Reykjavík, það er Vesturlandsvegi, Suðurlandsvegi og Reykjanesbraut, verði akstursleiðir aðskildar á næstu 15 árum. Þó segir Sigurður Ingi brýnt að huga að ákveðnum köflum þessara vega mun fyrr. Sem dæmi um slíka vegarkafla nefndi hann Kjalarnes, veginn milli Hveragerðis og Selfoss og þann kafla Reykjanesbrautarinnar sem liggur í gegn um Hafnarfjörð. Á þessum vegarköflum hafa þó nokkur alvarleg umferðarslys átt sér stað á síðustu árum og ljóst að tvöföldun vega eða aðskilnaður akstursstefna myndi verða til þess fallinn að minnka líkur á slysum allverulega. Samgöngur Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að á næstu tveimur mánuðum muni samtalið um uppbyggingu á stofnbrautum og almenningssamgöngum á Höfuðborgarsvæðinu verði endanlega rammað inn. Það muni skýra stefnu í þessum málum umtalsvert en hart hefur verið tekist á um þessi mál á sviði stjórnmálanna. Einnig segist Sigurður Ingi vongóður um að geta bundið enda á samtalið um úrbætur við Sundabraut. Sigurður Ingi var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínu Stöðvar 2 í dag. Sigurður Ingi birti nýverið samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar sem er í raun tvískipt. Hún nær til fimm ára tímabils, 2019-2023, annars vegar og fimmtán ára tímabils hins vegar, eða til 2033. Þar eru lagðar línur um það hvernig 200 milljörðum króna verður skipt til nýframkvæmda í vegagerð á þessu tímabili. Í Víglínunni sagði Sigurður Ingi það skipta miklu máli að á meginleiðunum þremur út úr Reykjavík, það er Vesturlandsvegi, Suðurlandsvegi og Reykjanesbraut, verði akstursleiðir aðskildar á næstu 15 árum. Þó segir Sigurður Ingi brýnt að huga að ákveðnum köflum þessara vega mun fyrr. Sem dæmi um slíka vegarkafla nefndi hann Kjalarnes, veginn milli Hveragerðis og Selfoss og þann kafla Reykjanesbrautarinnar sem liggur í gegn um Hafnarfjörð. Á þessum vegarköflum hafa þó nokkur alvarleg umferðarslys átt sér stað á síðustu árum og ljóst að tvöföldun vega eða aðskilnaður akstursstefna myndi verða til þess fallinn að minnka líkur á slysum allverulega.
Samgöngur Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira