36 milljónir bíla greiddu fyrir Hvalafjarðargöngin Heimir Már Pétursson skrifar 28. september 2018 12:44 Viðskiptavinir eiga á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir hjá fyrirtækinu. Vísir/Jói K Um þrjátíu og sex milljónir bíla og um 70 milljón manns hafa farið um Hvalfjarðargöng frá því umferð var hleypt á þau árið 1998. Göngunum verður skilað til ríkissjóðs í dag og eftir það verður umferð um þau gjaldfrjáls. Viðskiptavinir eiga á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir hjá fyrirtækinu. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra tekur formlega við göngunum við norðurenda þeirra klukkan eitt í dag en þar með lýkur tuttugu ára stjórn Spalar á göngunum. Gísli Gíslason stjórnarformaður fyrirtækisins segir daginn í dag því marka tímamót bæði fyrir Spöl og vegfarendur, sem aka frítt í gegnum göngin eftir klukkan eitt í dag. „Þetta mannvirki er auðvitað orðið tuttugu ára gamalt en stendur vel fyrir sínu. Eftir úttektir er þetta gott mannvirki. En það er fyrst og fremst gott fyrir vegfarendur. Mér sýnist að um 36 milljónir bíla verði búnir að aka í gegn um göngin núna í lok September,” segir Gísli. Sé reiknað með að tveir vegfarendur séu í hverjum bíl að meðaltali hafi um 70 milljón manns keyrt um gögnin. Óhöpp hafi verið tiltölulega smá fyrir utan eitt banaslys sem hafi komið illa við fólk. Í framhaldinu sé mikilvægt að vel sé hugað að öryggismálum eins og hingað til í göngunum. Spölur hafi verið verkfæri til að byggja göngin og reka þau síðast liðin tuttugu ár. „Það eru auðvitað vegfarendur fyrst og fremst sem eru að greiða fyrir þetta mannvirki og það eru auðvitað vegfarendur sem eru að skila því nú til ríkisins til rekstar.”Er spölur þá orðin skuldlaus í dag? „Síðasta afborgun af lánum spalar var greidd í gær. Þannig að nú erum við skuldlaus í þessum langtíma skuldum,” segir Gísli. Hins vegar eigi vegfarendur margir inneignir hjá fyrirtækinu með fyrir fram greiddum ferðum. En reiknað sé með að Spölur hafi greitt þær og verði skuldlaus áður en árið sé liðið. „Við hvetjum alla til að líta inn á vef Spalar, spölur.is, og kynna sér hvar og hvernig megi nálgast endurgreiðslur. Menn fá þrjú þúsund krónur fyrir hvern lykil sem skilað er inn. Inneignir verða endurgreiddar og ef rauðu miðunum frægu er skilað er endurgreiðsla fólgin í því,” segir Gísli. En rauðu miðarnir eru afsláttarmiðar og um 50 þúsund lyklar hafi verið í umferð. Gísli hafði ekki nákvæma tölu á takteinum varðandi útistandandi inneignir en sagðist reikna með að þær væru á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir króna. Samgöngur Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Um þrjátíu og sex milljónir bíla og um 70 milljón manns hafa farið um Hvalfjarðargöng frá því umferð var hleypt á þau árið 1998. Göngunum verður skilað til ríkissjóðs í dag og eftir það verður umferð um þau gjaldfrjáls. Viðskiptavinir eiga á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir hjá fyrirtækinu. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra tekur formlega við göngunum við norðurenda þeirra klukkan eitt í dag en þar með lýkur tuttugu ára stjórn Spalar á göngunum. Gísli Gíslason stjórnarformaður fyrirtækisins segir daginn í dag því marka tímamót bæði fyrir Spöl og vegfarendur, sem aka frítt í gegnum göngin eftir klukkan eitt í dag. „Þetta mannvirki er auðvitað orðið tuttugu ára gamalt en stendur vel fyrir sínu. Eftir úttektir er þetta gott mannvirki. En það er fyrst og fremst gott fyrir vegfarendur. Mér sýnist að um 36 milljónir bíla verði búnir að aka í gegn um göngin núna í lok September,” segir Gísli. Sé reiknað með að tveir vegfarendur séu í hverjum bíl að meðaltali hafi um 70 milljón manns keyrt um gögnin. Óhöpp hafi verið tiltölulega smá fyrir utan eitt banaslys sem hafi komið illa við fólk. Í framhaldinu sé mikilvægt að vel sé hugað að öryggismálum eins og hingað til í göngunum. Spölur hafi verið verkfæri til að byggja göngin og reka þau síðast liðin tuttugu ár. „Það eru auðvitað vegfarendur fyrst og fremst sem eru að greiða fyrir þetta mannvirki og það eru auðvitað vegfarendur sem eru að skila því nú til ríkisins til rekstar.”Er spölur þá orðin skuldlaus í dag? „Síðasta afborgun af lánum spalar var greidd í gær. Þannig að nú erum við skuldlaus í þessum langtíma skuldum,” segir Gísli. Hins vegar eigi vegfarendur margir inneignir hjá fyrirtækinu með fyrir fram greiddum ferðum. En reiknað sé með að Spölur hafi greitt þær og verði skuldlaus áður en árið sé liðið. „Við hvetjum alla til að líta inn á vef Spalar, spölur.is, og kynna sér hvar og hvernig megi nálgast endurgreiðslur. Menn fá þrjú þúsund krónur fyrir hvern lykil sem skilað er inn. Inneignir verða endurgreiddar og ef rauðu miðunum frægu er skilað er endurgreiðsla fólgin í því,” segir Gísli. En rauðu miðarnir eru afsláttarmiðar og um 50 þúsund lyklar hafi verið í umferð. Gísli hafði ekki nákvæma tölu á takteinum varðandi útistandandi inneignir en sagðist reikna með að þær væru á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir króna.
Samgöngur Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira