Lífið

Ed Sheeran hræðir ekki Fiskidagsfólk

Birgir Olgeirsson skrifar
Tónleikar Ed Sheeran verða sama dag og Fiskidagurinn mikli er haldinn.
Tónleikar Ed Sheeran verða sama dag og Fiskidagurinn mikli er haldinn. Vísir/Getty
Tæplega þrjátíu þúsund manns hafa fest kaup á miðum á tónleika breska tónlistarmannsins Ed Sheeran sem fara fram á Laugardalsvelli laugardagskvöldið 10. ágúst á næsta ári. Um er að ræða helgina eftir verslunarmannahelgi en undanfarin ár hefur ein stærsta bæjarhátíð landsins verið haldin á þeirri helgi, Fiskidagurinn mikli á Dalvík.

Hátt í þrjátíu þúsund manns sækja Fiskidaginn á ári hverju og eru haldnir stórbrotnir tónleikar á laugardeginum sem þykja á heimsmælikvarða.

„Við óttumst ekki neitt,“ segir Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla, þegar hann ræddi við Vísi um þessa miklu samkeppni sem hátíðin mun fá frá breska tónlistarmanninum. Júlíus segir ekki koma til greina að færa hátíðina á einhverja aðra helgi í sumar vegna tónleika Sheeran.

„Við erum ekki að selja neitt og þetta mun ekki skipta okkur neinu einasta máli. Það er bara ánægjulegt að Ed Sheeran sé að koma,“ segir Júlíus. 

Hann segir að það eigi ekki eftir að skipta Dalvíkinga miklu máli þó það verði aðeins færri á hátíðinni á næsta ári vegna tónleikanna á Laugardalsvelli en lofar þeim sem munu sækja Fiskidaginn mikilli gleði. 


Tengdar fréttir

Uppselt á Ed Sheeran

Ed Sheeran tónleikarnir sem fara fram 10. ágúst 2019 á Laugardalsvelli seldust upp með hraði í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.