Kavanaugh og Ford mæta til yfirheyrslna í öldungadeildinni í dag Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. september 2018 06:30 Brett Kavanaugh. AP/Andrew Harnik Dómsmálanefnd öldungadeildar bandaríska þingsins fundar í dag. Á dagskrá er að yfirheyra Brett Kavanaugh, sem tilnefndur hefur verið til hæstaréttar, og sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford um þær ásakanir hennar að Kavanaugh hafi beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Auk Ford hefur Deborah Ramirez sakað Kavanaugh um að brjóta á sér. Lögmaður hennar sagði í gær að hún væri tilbúin til þess að tjá sig um málið við nefndina en nefndin hefði einfaldlega ekki haft samband við hana. Þriðja konan steig fram í gær. Sú heitir Julie Swetnick og undirritaði eiðfesta yfirlýsingu þar sem hún hélt því fram að Kavanaugh og vinir hans hefðu hópnauðgað henni. „Á meðan á því stóð var ég aflvana og gat ekki barist gegn strákunum sem voru að nauðga mér. Ég held mér hafi verið byrluð ólyfjan,“ sagði í yfirlýsingu Swetnick sem Michael Avenatti, lögmaður hennar sem einnig er lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, birti á Twitter. Orðrómur hafði verið uppi á netinu um að skjólstæðingur Avenattis, sem hann tilkynnti um að myndi stíga fram fyrir nokkru, væri ekki til. Sá orðrómur fór á kreik eftir að nettröll sagði í innleggi á stjórnmálaspjallborði 4chan að hann hefði gabbað lögmanninn. Avenatti hafnaði þeirri frásögn og sagði hana fáránlega. Kavanaugh tjáði sig um yfirlýsingu Swetnick og sagði hana fjarstæðukennda. Líkti henni við eitthvað úr sjónvarpsþáttunum The Twilight Zone. „Ég hef ekki hugmynd um hver þessi kona er. Þetta átti sér aldrei stað,“ sagði í yfirlýsingu Kavanaughs. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Tengdar fréttir Svarar Trump með frásögn af nauðgun, skömm og þöggun Bandaríska sjónvarpskonan Padma Lakshmi greinir frá því hvers vegna hún tilkynnti ekki um það þegar henni var nauðgað á unglingsárunum í pistli sem birtist í dagblaðinu New York Times í morgun. 26. september 2018 07:17 „Ég er dauðhrædd“ „Ég er ekki hér í dag vegna þess að ég vill það. Ég er dauðhrædd,“ er meðal þess sem Christine Blasey Ford mun segja er hún les yfirlýsingu fyrir framan dómsmálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings á morgun. 26. september 2018 23:15 Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Dómsmálanefnd öldungadeildar bandaríska þingsins fundar í dag. Á dagskrá er að yfirheyra Brett Kavanaugh, sem tilnefndur hefur verið til hæstaréttar, og sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford um þær ásakanir hennar að Kavanaugh hafi beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Auk Ford hefur Deborah Ramirez sakað Kavanaugh um að brjóta á sér. Lögmaður hennar sagði í gær að hún væri tilbúin til þess að tjá sig um málið við nefndina en nefndin hefði einfaldlega ekki haft samband við hana. Þriðja konan steig fram í gær. Sú heitir Julie Swetnick og undirritaði eiðfesta yfirlýsingu þar sem hún hélt því fram að Kavanaugh og vinir hans hefðu hópnauðgað henni. „Á meðan á því stóð var ég aflvana og gat ekki barist gegn strákunum sem voru að nauðga mér. Ég held mér hafi verið byrluð ólyfjan,“ sagði í yfirlýsingu Swetnick sem Michael Avenatti, lögmaður hennar sem einnig er lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, birti á Twitter. Orðrómur hafði verið uppi á netinu um að skjólstæðingur Avenattis, sem hann tilkynnti um að myndi stíga fram fyrir nokkru, væri ekki til. Sá orðrómur fór á kreik eftir að nettröll sagði í innleggi á stjórnmálaspjallborði 4chan að hann hefði gabbað lögmanninn. Avenatti hafnaði þeirri frásögn og sagði hana fáránlega. Kavanaugh tjáði sig um yfirlýsingu Swetnick og sagði hana fjarstæðukennda. Líkti henni við eitthvað úr sjónvarpsþáttunum The Twilight Zone. „Ég hef ekki hugmynd um hver þessi kona er. Þetta átti sér aldrei stað,“ sagði í yfirlýsingu Kavanaughs.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Tengdar fréttir Svarar Trump með frásögn af nauðgun, skömm og þöggun Bandaríska sjónvarpskonan Padma Lakshmi greinir frá því hvers vegna hún tilkynnti ekki um það þegar henni var nauðgað á unglingsárunum í pistli sem birtist í dagblaðinu New York Times í morgun. 26. september 2018 07:17 „Ég er dauðhrædd“ „Ég er ekki hér í dag vegna þess að ég vill það. Ég er dauðhrædd,“ er meðal þess sem Christine Blasey Ford mun segja er hún les yfirlýsingu fyrir framan dómsmálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings á morgun. 26. september 2018 23:15 Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Svarar Trump með frásögn af nauðgun, skömm og þöggun Bandaríska sjónvarpskonan Padma Lakshmi greinir frá því hvers vegna hún tilkynnti ekki um það þegar henni var nauðgað á unglingsárunum í pistli sem birtist í dagblaðinu New York Times í morgun. 26. september 2018 07:17
„Ég er dauðhrædd“ „Ég er ekki hér í dag vegna þess að ég vill það. Ég er dauðhrædd,“ er meðal þess sem Christine Blasey Ford mun segja er hún les yfirlýsingu fyrir framan dómsmálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings á morgun. 26. september 2018 23:15
Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49