Fólk fær einn séns með nýju stöðumælana Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. september 2018 06:00 Nýju stöðumælarnir hafa ruglað nokkra ökumenn. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Nýir gjaldmælar Bílastæðasjóðs hafa ruglað ökumenn nokkuð í ríminu. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir að fólk fái eitt tækifæri til að aðlagast nýja kerfinu. Fyrstu nýju mælarnir voru teknir í notkun fyrir mánuði. „Við erum að vinna í því að skipta síðustu gömlu mælunum út og það ætti að takast öðrum hvorum megin við helgina. Í raun eru þetta gömlu mælarnir nema búið er að uppfæra innvolsið og setja lyklaborð á þá,“ segir Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs. Verkefnið var boðið út en tilboðið sem fallist var á var nokkuð yfir kostnaðaráætlun. Kostnaður sjóðsins vegna breytinganna hleypur á tugum milljóna. Gömlu mælarnir voru seldir og gjaldmælum fækkað nokkuð. „Við vorum hálfpartinn neydd í þessa breytingu þar sem gömlu mælarnir ná ekki að uppfylla núverandi kortaöryggiskröfur. Sem stendur er unnið að því að fækka mælum jafnt og þétt og færa þetta yfir í símana,“ segir Kolbrún. Sumt við nýju mælana er áþekkt þeim gömlu en þó eru þar nokkrar grundvallarbreytingar. Á þeim er skjár sem sýnir stöðuna í ferlinu og að auki er þar að finna lyklaborð. Það er notað til þess að slá inn bílnúmer en með því móti verður óþarft að setja útprentaðan miða ofan á mælaborð bílsins. „Þú hefur val um að setja inn bílnúmerið. Ef það er ekki gert þá er hægt að fara með miðann í bílinn og gera þetta á gamla mátann,“ segir Kolbrún. Nokkuð hefur verið um það að notendur lendi í klandri með nýju mælana og nokkuð stofnast af sektum af þeim sökum. Dæmi eru um að fólk álíti að mælarnir séu að heimta alltof langan tíma ásamt fleiri hnökrum. „Það er í raun klaufaskapur ökumanns. Við höfum fengið slík mál til okkar en þá höfum við verið að gefa séns í eitt skipti og þannig verður það sennilega fram að jólum,“ segir Kolbrún. „Ef fólk er ítrekað að gera sömu mistök þá er það auðvitað ekki trúverðugt og stutt í sektina. En það ættu allir að vera búnir að læra þetta fyrir jól.“Leiðbeiningar fyrir nýju gjaldmælana:Hægt er að greiða með klinki og korti.Kjósi fólk að slá ekki inn bílnúmer er hægt að slá inn bullnúmer (t.d. XXX-XXX eða 000-000).+ takkinn bætir við 100 kr. ++ takkinn bætir við 500 kr. Upphæðin birtist á skjánum. Ráðlagt er að fylgjast með skjánum allt ferlið.Hægt er að ýta á X til að stöðva ferlið og byrja upp á nýtt. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Smápeningar í stöðumæla liðin tíð í borginni Reykvískir ökumenn geta frá og með deginum í dag lagt þeim sið að aka um með öskubakka og aðrar hirslur bifreiða sinna fullar af smápeningum ætluðum stöðumælum. 27. mars 2008 10:56 Stöðumælar settir upp á ferðamannastöðum í sumar Gestir á Þingvöllum og í Reynisfjöru munu þurfa að greiða bifreiðastæðagjald frá og með í sumar. 12. apríl 2016 17:50 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Nýir gjaldmælar Bílastæðasjóðs hafa ruglað ökumenn nokkuð í ríminu. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir að fólk fái eitt tækifæri til að aðlagast nýja kerfinu. Fyrstu nýju mælarnir voru teknir í notkun fyrir mánuði. „Við erum að vinna í því að skipta síðustu gömlu mælunum út og það ætti að takast öðrum hvorum megin við helgina. Í raun eru þetta gömlu mælarnir nema búið er að uppfæra innvolsið og setja lyklaborð á þá,“ segir Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs. Verkefnið var boðið út en tilboðið sem fallist var á var nokkuð yfir kostnaðaráætlun. Kostnaður sjóðsins vegna breytinganna hleypur á tugum milljóna. Gömlu mælarnir voru seldir og gjaldmælum fækkað nokkuð. „Við vorum hálfpartinn neydd í þessa breytingu þar sem gömlu mælarnir ná ekki að uppfylla núverandi kortaöryggiskröfur. Sem stendur er unnið að því að fækka mælum jafnt og þétt og færa þetta yfir í símana,“ segir Kolbrún. Sumt við nýju mælana er áþekkt þeim gömlu en þó eru þar nokkrar grundvallarbreytingar. Á þeim er skjár sem sýnir stöðuna í ferlinu og að auki er þar að finna lyklaborð. Það er notað til þess að slá inn bílnúmer en með því móti verður óþarft að setja útprentaðan miða ofan á mælaborð bílsins. „Þú hefur val um að setja inn bílnúmerið. Ef það er ekki gert þá er hægt að fara með miðann í bílinn og gera þetta á gamla mátann,“ segir Kolbrún. Nokkuð hefur verið um það að notendur lendi í klandri með nýju mælana og nokkuð stofnast af sektum af þeim sökum. Dæmi eru um að fólk álíti að mælarnir séu að heimta alltof langan tíma ásamt fleiri hnökrum. „Það er í raun klaufaskapur ökumanns. Við höfum fengið slík mál til okkar en þá höfum við verið að gefa séns í eitt skipti og þannig verður það sennilega fram að jólum,“ segir Kolbrún. „Ef fólk er ítrekað að gera sömu mistök þá er það auðvitað ekki trúverðugt og stutt í sektina. En það ættu allir að vera búnir að læra þetta fyrir jól.“Leiðbeiningar fyrir nýju gjaldmælana:Hægt er að greiða með klinki og korti.Kjósi fólk að slá ekki inn bílnúmer er hægt að slá inn bullnúmer (t.d. XXX-XXX eða 000-000).+ takkinn bætir við 100 kr. ++ takkinn bætir við 500 kr. Upphæðin birtist á skjánum. Ráðlagt er að fylgjast með skjánum allt ferlið.Hægt er að ýta á X til að stöðva ferlið og byrja upp á nýtt.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Smápeningar í stöðumæla liðin tíð í borginni Reykvískir ökumenn geta frá og með deginum í dag lagt þeim sið að aka um með öskubakka og aðrar hirslur bifreiða sinna fullar af smápeningum ætluðum stöðumælum. 27. mars 2008 10:56 Stöðumælar settir upp á ferðamannastöðum í sumar Gestir á Þingvöllum og í Reynisfjöru munu þurfa að greiða bifreiðastæðagjald frá og með í sumar. 12. apríl 2016 17:50 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Smápeningar í stöðumæla liðin tíð í borginni Reykvískir ökumenn geta frá og með deginum í dag lagt þeim sið að aka um með öskubakka og aðrar hirslur bifreiða sinna fullar af smápeningum ætluðum stöðumælum. 27. mars 2008 10:56
Stöðumælar settir upp á ferðamannastöðum í sumar Gestir á Þingvöllum og í Reynisfjöru munu þurfa að greiða bifreiðastæðagjald frá og með í sumar. 12. apríl 2016 17:50