Langar ævir, litlar fjölskyldur Þorvaldur Gylfason skrifar 27. september 2018 07:00 New York – Þegar föðurafi minn fæddist norður í landi 1867 gat hann vænzt þess að verða þrítugur. Meðalævi íslenzkra karlmanna fyrir 150 árum var m.ö.o. 30 ár svo sem fræðast má um t.d. í Hagskinnu, merku riti Hagstofu Íslands frá 1997. Barnadauði grúfði eins og skuggi yfir fólkinu í landinu. Ekkert land heimsins er nú svo aumt að þessu leyti sem Ísland var þá. Meðalævin mælist nú stytzt í Síerra Leóne í Vestur-Afríku, 52 ár, og lengst í Hong Kong, 84 ár. Ísland skipar 11. sæti listans með sín 82 ár og hálfu betur, 84 fyrir konur og 81 fyrir karla. Meðalævi heimsbyggðarinnar í heild hefur lengzt úr 53 árum 1960 í 72 ár 2016. Af því má ráða gríðarlega framför sem á engan sinn líka í samanlagðri sögu heimsins til þessa. Íbúafjöldi jarðar nálgast nú átta milljarða. Þrír af hverjum fjórum jarðarbúum, sex milljarðar, búa í miðlungstekjulöndum, þ.m.t. Indland og Kína. Einn milljarður býr í hátekjulöndum og annar í lágtekjulöndum, allra fátækustu löndunum. Fimmtán fátækustu lönd heimsins eru öll í Afríku.Amma mín gifti sig í Keníu Þegar fyrrnefndur afi minn fæddist voru lífskjör í Þýzkalandi mæld í kaupmætti þjóðartekna á mann svipuð og þau eru nú í Kongó. Lífskjör á Íslandi voru mun lakari. Þegar afi kvæntist ömmu minni um það leyti sem landið fékk heimastjórn 1904 voru lífskjör Íslendinga svipuð og þau eru nú í Keníu. Sem sagt: Amma mín gifti sig í Keníu þótt hún kæmist aldrei út fyrir landsteinana. Þegar forfeður okkar og -mæður fögnuðu fullveldi 1918 voru kjörin hér svipuð og þau eru nú í Gönu. Með líku lagi fögnuðu Íslendingar þúsund ára afmæli Alþingis 1930 á Indlandi og stofnuðu lýðveldið 1944 í Marokkó. Þessum samanburði er ætlað að sýna hversu langt við höfum náð undangengin 150 ár þrátt fyrir þessa daga og þrátt fyrir allt og þá um leið hversu vonglaðar fátækar þjóðir í öðrum heimsálfum geta horft fram á veginn.Færri börn Um 1860, um hundrað árum áður en fyrstu Afríkulöndin fengu sjálfstæði, eignuðust íslenzkar konur sex börn að jafnaði og stóðu þá að því leyti í svipuðum sporum og afrískar konur stóðu við sjálfstæðistökuna um 1960. Það ár eignuðust íslenzkar konur að jafnaði 4,3 börn. Nú eru eftir aðeins 35 lönd af rösklega 200 löndum í heiminum þar sem konur eignast fleiri börn en 4,3. Öll nema þrjú af þessum 35 eru í Afríku. Barnsfæðingum hefur fækkað nær alls staðar. Það tók Íslendinga 109 ár, frá 1860 til 1969, að fækka barnsfæðingum úr sex í þrjár á hverja konu að jafnaði. Sama breyting tók 95 ár í Bandaríkjunum, 82 ár á Bretlandi og 11 ár í Kína. Kínverjum tókst að fækka barneignum niður fyrir þrjú börn á hverja konu 1978. Þetta var ári áður en ríkisstjórn landsins leiddi í lög að hver fjölskylda mætti ekki eiga fleiri börn en eitt. Sveitafjölskyldur voru þó undanþegnar lögunum sem voru afnumin 2015. Kínverjum fjölgar hægt, eða um 0,5% á ári mörg undangengin ár.Framför heimsins Hvers vegna halda konur í mörgum fátækum löndum áfram að eignast þetta 4, 5, 6, 7 börn að meðaltali? – þótt þær segist margar helzt vildu láta sér duga færri. Svarið er tvíþætt. Annars vegar snýst vandinn um kúgun kvenna sem birtist m.a. í ónógum menntunartækifærum. Sums staðar fær einungis elzti sonurinn að ganga í skóla, önnur systkini ekki. Í Níger í Miðvestur-Afríku þar sem konur eignast ennþá sjö börn hver að meðaltali sitja þær ekki nema röskt ár á skólabekk hver og ein að jafnaði. Iss, segir þá vinur minn einn: „Hérna í Flóanum var algengt að hjón ættu 10 til 15 börn. Amma mín átti 16 og enga tvíbura.“ Hitt skiptir einnig máli að efnalítil lönd búa flest við fátækleg velferðarkerfi. Fátækar fjölskyldur telja sig því til þess knúnar að eignast mörg börn í þeirri von að eitthvert þeirra verði eftir á heimilinu til að sjá foreldrunum farborða í ellinni. Eftir því sem almannatryggingar styrkjast í fátækum löndum skreppa fjölskyldurnar saman. Otto van Bismarck, kanslari Þýzkalands, lagði grunninn að almannatryggingum þar um og eftir 1880. Fátækustu Afríkulöndin standa nú í sömu sporum og Þjóðverjar stóðu þá.Hans Rosling, sænski læknaprófessorinn, orðaði þessa hugsun ágætlega þegar hann sagði: Framför heimsins snýst m.a. um að færa sig frá stuttum ævum í stórum fjölskyldum yfir í langar ævir í litlum fjölskyldum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Sjá meira
New York – Þegar föðurafi minn fæddist norður í landi 1867 gat hann vænzt þess að verða þrítugur. Meðalævi íslenzkra karlmanna fyrir 150 árum var m.ö.o. 30 ár svo sem fræðast má um t.d. í Hagskinnu, merku riti Hagstofu Íslands frá 1997. Barnadauði grúfði eins og skuggi yfir fólkinu í landinu. Ekkert land heimsins er nú svo aumt að þessu leyti sem Ísland var þá. Meðalævin mælist nú stytzt í Síerra Leóne í Vestur-Afríku, 52 ár, og lengst í Hong Kong, 84 ár. Ísland skipar 11. sæti listans með sín 82 ár og hálfu betur, 84 fyrir konur og 81 fyrir karla. Meðalævi heimsbyggðarinnar í heild hefur lengzt úr 53 árum 1960 í 72 ár 2016. Af því má ráða gríðarlega framför sem á engan sinn líka í samanlagðri sögu heimsins til þessa. Íbúafjöldi jarðar nálgast nú átta milljarða. Þrír af hverjum fjórum jarðarbúum, sex milljarðar, búa í miðlungstekjulöndum, þ.m.t. Indland og Kína. Einn milljarður býr í hátekjulöndum og annar í lágtekjulöndum, allra fátækustu löndunum. Fimmtán fátækustu lönd heimsins eru öll í Afríku.Amma mín gifti sig í Keníu Þegar fyrrnefndur afi minn fæddist voru lífskjör í Þýzkalandi mæld í kaupmætti þjóðartekna á mann svipuð og þau eru nú í Kongó. Lífskjör á Íslandi voru mun lakari. Þegar afi kvæntist ömmu minni um það leyti sem landið fékk heimastjórn 1904 voru lífskjör Íslendinga svipuð og þau eru nú í Keníu. Sem sagt: Amma mín gifti sig í Keníu þótt hún kæmist aldrei út fyrir landsteinana. Þegar forfeður okkar og -mæður fögnuðu fullveldi 1918 voru kjörin hér svipuð og þau eru nú í Gönu. Með líku lagi fögnuðu Íslendingar þúsund ára afmæli Alþingis 1930 á Indlandi og stofnuðu lýðveldið 1944 í Marokkó. Þessum samanburði er ætlað að sýna hversu langt við höfum náð undangengin 150 ár þrátt fyrir þessa daga og þrátt fyrir allt og þá um leið hversu vonglaðar fátækar þjóðir í öðrum heimsálfum geta horft fram á veginn.Færri börn Um 1860, um hundrað árum áður en fyrstu Afríkulöndin fengu sjálfstæði, eignuðust íslenzkar konur sex börn að jafnaði og stóðu þá að því leyti í svipuðum sporum og afrískar konur stóðu við sjálfstæðistökuna um 1960. Það ár eignuðust íslenzkar konur að jafnaði 4,3 börn. Nú eru eftir aðeins 35 lönd af rösklega 200 löndum í heiminum þar sem konur eignast fleiri börn en 4,3. Öll nema þrjú af þessum 35 eru í Afríku. Barnsfæðingum hefur fækkað nær alls staðar. Það tók Íslendinga 109 ár, frá 1860 til 1969, að fækka barnsfæðingum úr sex í þrjár á hverja konu að jafnaði. Sama breyting tók 95 ár í Bandaríkjunum, 82 ár á Bretlandi og 11 ár í Kína. Kínverjum tókst að fækka barneignum niður fyrir þrjú börn á hverja konu 1978. Þetta var ári áður en ríkisstjórn landsins leiddi í lög að hver fjölskylda mætti ekki eiga fleiri börn en eitt. Sveitafjölskyldur voru þó undanþegnar lögunum sem voru afnumin 2015. Kínverjum fjölgar hægt, eða um 0,5% á ári mörg undangengin ár.Framför heimsins Hvers vegna halda konur í mörgum fátækum löndum áfram að eignast þetta 4, 5, 6, 7 börn að meðaltali? – þótt þær segist margar helzt vildu láta sér duga færri. Svarið er tvíþætt. Annars vegar snýst vandinn um kúgun kvenna sem birtist m.a. í ónógum menntunartækifærum. Sums staðar fær einungis elzti sonurinn að ganga í skóla, önnur systkini ekki. Í Níger í Miðvestur-Afríku þar sem konur eignast ennþá sjö börn hver að meðaltali sitja þær ekki nema röskt ár á skólabekk hver og ein að jafnaði. Iss, segir þá vinur minn einn: „Hérna í Flóanum var algengt að hjón ættu 10 til 15 börn. Amma mín átti 16 og enga tvíbura.“ Hitt skiptir einnig máli að efnalítil lönd búa flest við fátækleg velferðarkerfi. Fátækar fjölskyldur telja sig því til þess knúnar að eignast mörg börn í þeirri von að eitthvert þeirra verði eftir á heimilinu til að sjá foreldrunum farborða í ellinni. Eftir því sem almannatryggingar styrkjast í fátækum löndum skreppa fjölskyldurnar saman. Otto van Bismarck, kanslari Þýzkalands, lagði grunninn að almannatryggingum þar um og eftir 1880. Fátækustu Afríkulöndin standa nú í sömu sporum og Þjóðverjar stóðu þá.Hans Rosling, sænski læknaprófessorinn, orðaði þessa hugsun ágætlega þegar hann sagði: Framför heimsins snýst m.a. um að færa sig frá stuttum ævum í stórum fjölskyldum yfir í langar ævir í litlum fjölskyldum.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar