Einfalt með Evu: Focaccia, súkkulaðimús og Risotto með kóngasveppum Stefán Árni Pálsson skrifar 26. september 2018 20:45 Eva þekkir einfalda rétti betur en flestir. Einfalt með Evu fór í loftið á Stöð 2 á dögunum en í þáttunum matreiðir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir frábæra en á sama tíma einfalda rétti. Uppskriftirnar verða ávallt aðgengilegar hér á Vísi. Hér að neðan má sjá uppskriftir úr þætti kvöldsins. Focaccia með hvítlauk og rósmarín. Focaccia með hvítlauk og rósmarín Deig: 600 g hveiti 1 msk hunang ½ tsk. Salt 12 g þurrger (1 bréf)1 dl ólífuolíaOfan á:1 dl ólífuolía2 hvítlauksrif1 msk smátt saxað rósmarín10 kirsuberjatómatarAðferð: Blandið volgu vatni, þurrgeri og hunangi saman í skál. Hrærið vel í blöndunni og látið standa í nokkrar mínútur eða þar til það byrjar að freyða í skálinni. Blandið öllum hráefnum saman í hrærivélaskál og hnoðið deigið vel eða þar til deigið er slétt og sprungulaust. Þá er deigið látið hefast undir viskastykki þar til það hefur tvöfaldast að stærð eða í um það bil 35 – 40 mínútur. Því næst er ofnskúffa smurð með ólífuolíu, deigið sett í skúffuna og því þrýst jafnt út í alla kanta. Saxið hvítlauk, rósmarín og blandið við ólífuolíu. Smyrjið deigið vel með hvítlauksolíunni, sáldrið sjávarsalti yfir og stingið nokkrum kirsuberjatómötum í deigið. Bakið brauðið við 200 °C í 15-20 mínútur eða þar til brauðið er orðið gullinbrúnt. Súkkulaðimús af dýrari gerðinni. Himnesk súkkulaðimús - Fyrir fjóra 30 g smjör 220 g súkkulaði 260 ml rjómi 3 stk egg 2 msk sykur Sjávarsalt á hnífsoddi Fersk hindber Aðferð:Bræðið smjör og súkkulaði við vægan hita í potti. Hellið súkkulaðiblöndunni í skál og blandið þremur eggjarauðum saman við. Kælið blönduna. Þeytið rjóma og bætið að því loknu súkkulaðiblöndunni saman við í þremur hlutum. Leggið blönduna. Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið sykrinum smátt og smátt saman við. Hrærið eggjahvítublönduna mjög varlega saman við súkkulaðiblönduna með sleikju, hrærið vanillu út í að lokum. Skiptið súkkulaðimúsinni niður í falleg glös eða skálar og geymið í kælií lágmark 3 klukkustundir áður en þið berið hana fram. Ómótstæðilegt Risotto að hætti Evu Laufeyjar. Risotto með kóngasveppum 1 msk ólífuolía + klípa smjör 1 laukur 2 hvítlauksrif 4 dl arborio hrísgrjón 250 g smátt skorinn aspas 80 g kóngasveppir 10 flúðasveppir 8 dl kjúklingasoð 2 dl hvítvín Salt og pipar 60-80 g parmesan ostur 2 msk smjör Aðferð: Leggið þurrkaða kóngasveppi í bleyti samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. Hitið ólífuolíu í potti, steikið lauk og hvítlauk í 2-3 mínútur. Bætið smátt söxuðum aspas og smátt söxuðum sveppum út í pottinn og steikið, bætið því næst arborio grjónum út í og hrærið stöðugt. Hellið hvítvíninu saman við og leyfið því að sjóða niður, bætið næst kjúklingasoðinu smám saman við og hrærið mjög vel á milli. Bætið parmesan ostinum og smjörinu saman við í lokin og kryddið til með salti og pipar. Brauð Eftirréttir Eva Laufey Rísottó Uppskriftir Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Einfalt með Evu fór í loftið á Stöð 2 á dögunum en í þáttunum matreiðir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir frábæra en á sama tíma einfalda rétti. Uppskriftirnar verða ávallt aðgengilegar hér á Vísi. Hér að neðan má sjá uppskriftir úr þætti kvöldsins. Focaccia með hvítlauk og rósmarín. Focaccia með hvítlauk og rósmarín Deig: 600 g hveiti 1 msk hunang ½ tsk. Salt 12 g þurrger (1 bréf)1 dl ólífuolíaOfan á:1 dl ólífuolía2 hvítlauksrif1 msk smátt saxað rósmarín10 kirsuberjatómatarAðferð: Blandið volgu vatni, þurrgeri og hunangi saman í skál. Hrærið vel í blöndunni og látið standa í nokkrar mínútur eða þar til það byrjar að freyða í skálinni. Blandið öllum hráefnum saman í hrærivélaskál og hnoðið deigið vel eða þar til deigið er slétt og sprungulaust. Þá er deigið látið hefast undir viskastykki þar til það hefur tvöfaldast að stærð eða í um það bil 35 – 40 mínútur. Því næst er ofnskúffa smurð með ólífuolíu, deigið sett í skúffuna og því þrýst jafnt út í alla kanta. Saxið hvítlauk, rósmarín og blandið við ólífuolíu. Smyrjið deigið vel með hvítlauksolíunni, sáldrið sjávarsalti yfir og stingið nokkrum kirsuberjatómötum í deigið. Bakið brauðið við 200 °C í 15-20 mínútur eða þar til brauðið er orðið gullinbrúnt. Súkkulaðimús af dýrari gerðinni. Himnesk súkkulaðimús - Fyrir fjóra 30 g smjör 220 g súkkulaði 260 ml rjómi 3 stk egg 2 msk sykur Sjávarsalt á hnífsoddi Fersk hindber Aðferð:Bræðið smjör og súkkulaði við vægan hita í potti. Hellið súkkulaðiblöndunni í skál og blandið þremur eggjarauðum saman við. Kælið blönduna. Þeytið rjóma og bætið að því loknu súkkulaðiblöndunni saman við í þremur hlutum. Leggið blönduna. Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið sykrinum smátt og smátt saman við. Hrærið eggjahvítublönduna mjög varlega saman við súkkulaðiblönduna með sleikju, hrærið vanillu út í að lokum. Skiptið súkkulaðimúsinni niður í falleg glös eða skálar og geymið í kælií lágmark 3 klukkustundir áður en þið berið hana fram. Ómótstæðilegt Risotto að hætti Evu Laufeyjar. Risotto með kóngasveppum 1 msk ólífuolía + klípa smjör 1 laukur 2 hvítlauksrif 4 dl arborio hrísgrjón 250 g smátt skorinn aspas 80 g kóngasveppir 10 flúðasveppir 8 dl kjúklingasoð 2 dl hvítvín Salt og pipar 60-80 g parmesan ostur 2 msk smjör Aðferð: Leggið þurrkaða kóngasveppi í bleyti samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. Hitið ólífuolíu í potti, steikið lauk og hvítlauk í 2-3 mínútur. Bætið smátt söxuðum aspas og smátt söxuðum sveppum út í pottinn og steikið, bætið því næst arborio grjónum út í og hrærið stöðugt. Hellið hvítvíninu saman við og leyfið því að sjóða niður, bætið næst kjúklingasoðinu smám saman við og hrærið mjög vel á milli. Bætið parmesan ostinum og smjörinu saman við í lokin og kryddið til með salti og pipar.
Brauð Eftirréttir Eva Laufey Rísottó Uppskriftir Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira