Samflot í viðræðum hafi tíðkast í áratugi Sighvatur Arnmundsson skrifar 25. september 2018 07:30 Rætt hefur verið um mögulegt samstarf aðildarfélaga SGS og LÍV í komandi kjaraviðræðum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI „Kjaraviðræður eru samningar um uppbyggingu lífskjara fólks og jákvæða þróun samfélagsins. Báðir aðilar verða að miðla málum til að ná niðurstöðu. Þannig hefur það verið og verður áfram. Kjaraviðræður eru ekki kappleikur og ég held að menn ættu að vera orðvarir,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Mikil umræða hefur verið um samstarf félaga innan Starfsgreinasambandsins (SGS) og Landssambands íslenskra verslunarmanna (LÍV) í komandi kjaraviðræðum. Þannig hefur stjórn Eflingar, sem er stærsta aðildarfélagið innan SGS, ályktað að grundvöllur slíks samstarfs verði kannaður. Stjórn Framsýnar stéttarfélags á Húsavík hefur ályktað um að allra leiða skuli leitað til að sameina aðildarfélög SGS í komandi kjaraviðræðum í stað þess að félögin á höfuðborgarsvæðinu séu sér. Stjórnin hvetur til samstarfs við VR og LÍV.Halldór Benjamín Þorbergsson.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, talar á svipuðum nótum og sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að hann vildi láta reyna á myndun ofurbandalags SGS og LÍV. Halldór Benjamín segir að hugmynd um ofurbandalag sé ekki annað en samflot í kjaraviðræðum sem hafi tíðkast um áratuga skeið. „Það er ekkert nýtt í þessu og þetta er sjálfsagður réttur stéttarfélaga og að mörgu leyti æskilegt fyrir atvinnurekendur að eiga við færri viðsemjendur í einu.“ Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir reynsluna sýna að meiri árangur náist í kjarasamningum með samfloti stéttarfélaga. „Það gildir í þessu að í samstöðunni felst styrkur. Því samheldnari sem hópurinn er gagnvart stjórnvöldum og atvinnurekendum, því betri stöðu hefur hann.“ Halldór segir að leggja þurfi mat á hagsmunina og stöðuna í aðdraganda samninganna. „Það eru umræður og samræður í gangi víða. Svo er spurning hvort iðnaðarmönnum, sem eru þriðji stjóri hópurinn, verði boðið með.“ Einnig sé sá möguleiki fyrir hendi að aðilar eigi með sér samstarf um sumt en ekki annað. „Við gætum séð mikið samstarf gagnvart stjórnvöldum en kannski einhverjar sameiginlegar meginlínur gagnvart atvinnurekendum. Félögin gætu þá verið með einhverjar sérkröfur gagnvart þeim.“ Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, segir að þar á bæ séu engir kostir útilokaðir fyrirfram. „Við útilokum ekki samstarf við neinn. Fyrsti kosturinn er að við iðnaðarmenn tölum saman og svo getum við farið í það að ræða við aðra. Við erum tilbúnir að skoða margt og velta við öllum steinum.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Doktor í félagsfræði segir afar mikla stéttaskiptingu hér á landi Stéttaskipting hér á landi er afar mikil þegar horft er til eignaskiptingar segir doktor í félagsfræði sem hefur rannsakað fyrirbærið um árabil. Aukinn jöfnuður í samfélaginu auki hamingju og vellíðan allra þegna þess. 22. september 2018 19:45 Óvarlegar yfirlýsingar geti aukið óstöðugleika Þrjár lánastofnanir hafa á síðustu dögum hækkað faxta vexti sína á óverðtryggðum lánum. 23. september 2018 20:00 ASÍ segir fjárlagafrumvarpið kaldar kveðjur til láglaunafólks Gylfi Arnbjörnsson segir stöðuna ekki sæmandi samfélagi sem vill láta kenna sig við velferð og jöfnuð. 19. september 2018 14:29 Líkir aðgerðunum við þá tíma þegar barnsburður og gifting jafngilti uppsögn Berglind segir sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt. 24. september 2018 14:31 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
„Kjaraviðræður eru samningar um uppbyggingu lífskjara fólks og jákvæða þróun samfélagsins. Báðir aðilar verða að miðla málum til að ná niðurstöðu. Þannig hefur það verið og verður áfram. Kjaraviðræður eru ekki kappleikur og ég held að menn ættu að vera orðvarir,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Mikil umræða hefur verið um samstarf félaga innan Starfsgreinasambandsins (SGS) og Landssambands íslenskra verslunarmanna (LÍV) í komandi kjaraviðræðum. Þannig hefur stjórn Eflingar, sem er stærsta aðildarfélagið innan SGS, ályktað að grundvöllur slíks samstarfs verði kannaður. Stjórn Framsýnar stéttarfélags á Húsavík hefur ályktað um að allra leiða skuli leitað til að sameina aðildarfélög SGS í komandi kjaraviðræðum í stað þess að félögin á höfuðborgarsvæðinu séu sér. Stjórnin hvetur til samstarfs við VR og LÍV.Halldór Benjamín Þorbergsson.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, talar á svipuðum nótum og sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að hann vildi láta reyna á myndun ofurbandalags SGS og LÍV. Halldór Benjamín segir að hugmynd um ofurbandalag sé ekki annað en samflot í kjaraviðræðum sem hafi tíðkast um áratuga skeið. „Það er ekkert nýtt í þessu og þetta er sjálfsagður réttur stéttarfélaga og að mörgu leyti æskilegt fyrir atvinnurekendur að eiga við færri viðsemjendur í einu.“ Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir reynsluna sýna að meiri árangur náist í kjarasamningum með samfloti stéttarfélaga. „Það gildir í þessu að í samstöðunni felst styrkur. Því samheldnari sem hópurinn er gagnvart stjórnvöldum og atvinnurekendum, því betri stöðu hefur hann.“ Halldór segir að leggja þurfi mat á hagsmunina og stöðuna í aðdraganda samninganna. „Það eru umræður og samræður í gangi víða. Svo er spurning hvort iðnaðarmönnum, sem eru þriðji stjóri hópurinn, verði boðið með.“ Einnig sé sá möguleiki fyrir hendi að aðilar eigi með sér samstarf um sumt en ekki annað. „Við gætum séð mikið samstarf gagnvart stjórnvöldum en kannski einhverjar sameiginlegar meginlínur gagnvart atvinnurekendum. Félögin gætu þá verið með einhverjar sérkröfur gagnvart þeim.“ Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, segir að þar á bæ séu engir kostir útilokaðir fyrirfram. „Við útilokum ekki samstarf við neinn. Fyrsti kosturinn er að við iðnaðarmenn tölum saman og svo getum við farið í það að ræða við aðra. Við erum tilbúnir að skoða margt og velta við öllum steinum.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Doktor í félagsfræði segir afar mikla stéttaskiptingu hér á landi Stéttaskipting hér á landi er afar mikil þegar horft er til eignaskiptingar segir doktor í félagsfræði sem hefur rannsakað fyrirbærið um árabil. Aukinn jöfnuður í samfélaginu auki hamingju og vellíðan allra þegna þess. 22. september 2018 19:45 Óvarlegar yfirlýsingar geti aukið óstöðugleika Þrjár lánastofnanir hafa á síðustu dögum hækkað faxta vexti sína á óverðtryggðum lánum. 23. september 2018 20:00 ASÍ segir fjárlagafrumvarpið kaldar kveðjur til láglaunafólks Gylfi Arnbjörnsson segir stöðuna ekki sæmandi samfélagi sem vill láta kenna sig við velferð og jöfnuð. 19. september 2018 14:29 Líkir aðgerðunum við þá tíma þegar barnsburður og gifting jafngilti uppsögn Berglind segir sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt. 24. september 2018 14:31 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Doktor í félagsfræði segir afar mikla stéttaskiptingu hér á landi Stéttaskipting hér á landi er afar mikil þegar horft er til eignaskiptingar segir doktor í félagsfræði sem hefur rannsakað fyrirbærið um árabil. Aukinn jöfnuður í samfélaginu auki hamingju og vellíðan allra þegna þess. 22. september 2018 19:45
Óvarlegar yfirlýsingar geti aukið óstöðugleika Þrjár lánastofnanir hafa á síðustu dögum hækkað faxta vexti sína á óverðtryggðum lánum. 23. september 2018 20:00
ASÍ segir fjárlagafrumvarpið kaldar kveðjur til láglaunafólks Gylfi Arnbjörnsson segir stöðuna ekki sæmandi samfélagi sem vill láta kenna sig við velferð og jöfnuð. 19. september 2018 14:29
Líkir aðgerðunum við þá tíma þegar barnsburður og gifting jafngilti uppsögn Berglind segir sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt. 24. september 2018 14:31
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði