Tvöfalt dýrara í Vaðlaheiðargöngin en Hvalfjarðargöngin Gissur Sigurðsson skrifar 24. september 2018 13:03 Hægt verður að skrá sig í áskrift á netinu. Fréttablaðið/Auðunn Búast má við að veggjöld um Vaðlaheiðargöng sem opnuð verða á næstunni verði allt að tvöfalt hærri en verið hafi um Hvalfjarðargöng og muni skila um 800 milljónum króna á ári. Þetta á bæði við um fólksbíla og stóra flutningambíla þannig að gjöld verði um 2000 krónur fyrir fólksbíla og allt að 6000 krónur fyrir stóra bíla. Þetta er þó ekki endanlega ákveðið að sögn Valgeirs Bergmann, framkvæmdastjóra Vaðlaheiðarganga.Morgunblaðið greindi frá verðhugmyndunum í morgun en Valgeir minnir á að gjaldskráin sé enn í mótun. „Það eiga eftir að koma afsláttarkjör og slíkt fyrir þá sem keyra og nota göngin mikið,“ segir Valgeir. Hann reiknar með um tvöföldu verði á við það sem verið hefur í Hvalfirðinum. Þar hefur stök ferð á fólksbíl kostað 1000 krónur en allt að 3400 krónur fyrir staka ferð stærstu ökutækja. Gjaldtöku í Hvalfirði verður hætt þann 28. september.Áætluð verklok 30. nóvember. Rukkun fyrir norðan verður þó með ólíkum hætti. Valgeir segir stefnt á að hafa göngin sjálfvirk að því leyti. Menn geti keypt áskrift á netinu eða með appi þar sem fólk leggur til greiðslukortaupplýsingar. Valgeir segir að Vaðlaheiðargöng reikni með um 800 milljónum króna á ári í tekjur vegna gjaldtöku. Um 70 manns vinna nú hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum við Vaðlaheiðargöngin. Verklok eru áætluð 30. nóvember næstkomandi og sagði Valgeir, í samtali við Stöð 2 á dögunum, mikilvægt að festa niður dagsetningu verkloka. Að neðan má sjá myndband frá því þegar Tryggvi Páll Tryggvason, fréttamaður Vísis norðan heiða, ók í gegnum göngin. Myndbandið er spilað á sexföldum hraða. Hvalfjarðargöng Samgöngur Vaðlaheiðargöng Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira
Búast má við að veggjöld um Vaðlaheiðargöng sem opnuð verða á næstunni verði allt að tvöfalt hærri en verið hafi um Hvalfjarðargöng og muni skila um 800 milljónum króna á ári. Þetta á bæði við um fólksbíla og stóra flutningambíla þannig að gjöld verði um 2000 krónur fyrir fólksbíla og allt að 6000 krónur fyrir stóra bíla. Þetta er þó ekki endanlega ákveðið að sögn Valgeirs Bergmann, framkvæmdastjóra Vaðlaheiðarganga.Morgunblaðið greindi frá verðhugmyndunum í morgun en Valgeir minnir á að gjaldskráin sé enn í mótun. „Það eiga eftir að koma afsláttarkjör og slíkt fyrir þá sem keyra og nota göngin mikið,“ segir Valgeir. Hann reiknar með um tvöföldu verði á við það sem verið hefur í Hvalfirðinum. Þar hefur stök ferð á fólksbíl kostað 1000 krónur en allt að 3400 krónur fyrir staka ferð stærstu ökutækja. Gjaldtöku í Hvalfirði verður hætt þann 28. september.Áætluð verklok 30. nóvember. Rukkun fyrir norðan verður þó með ólíkum hætti. Valgeir segir stefnt á að hafa göngin sjálfvirk að því leyti. Menn geti keypt áskrift á netinu eða með appi þar sem fólk leggur til greiðslukortaupplýsingar. Valgeir segir að Vaðlaheiðargöng reikni með um 800 milljónum króna á ári í tekjur vegna gjaldtöku. Um 70 manns vinna nú hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum við Vaðlaheiðargöngin. Verklok eru áætluð 30. nóvember næstkomandi og sagði Valgeir, í samtali við Stöð 2 á dögunum, mikilvægt að festa niður dagsetningu verkloka. Að neðan má sjá myndband frá því þegar Tryggvi Páll Tryggvason, fréttamaður Vísis norðan heiða, ók í gegnum göngin. Myndbandið er spilað á sexföldum hraða.
Hvalfjarðargöng Samgöngur Vaðlaheiðargöng Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira