Telur óeðlilegt að innri endurskoðun borgarinnar geri úttekt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. september 2018 20:15 Byggðaráð Borgarbyggðar lagðist gegn því að Innri endurskoðun Orkuveitu Reykjavíkur yrði lögð niður og endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar tæki við. Fyrrverandi áheyrnafulltrúi í stjórn Orkuveitunnar telur óeðlilegt að innri endurskoðun borgarinnar geri úttekt á starfsháttum fyrirtækisins þar sem hún hefur séð um endurskoðun innan Orkuveitunnar síðustu níu mánuði. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ákvað í þessari viku að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að gera úttekt á vinnustaðarmenningu innan Orkuveitunnar. Frá árinu 2006 og þar til um síðustu áramót var hins vegar innri endurskoðun innan Orkuveitunnar. Samkvæmt fundargerðum stjórnar Orkuveitunnar gerði hún reglulega grein fyrir störfum sínum á stjórnarfundum en meðal þeirra má sjá að í september í fyrra fór hún yfr stöðu ábendinga og í lok nóvember bað hún um aðgang að kerfum sem nauðsynlegur væri fyrir starfsemi innri endurskoðunar. Í lok síðasta árs var hins vegar ákveðið að leggja hana af og setja í hendurnar á innri endurskoðun Reykjavíkurborgar. Stjórnarmaður í sveitastjórn Borgarbyggðar var áheyrnafulltrúi í stjórn Orkuveitunnar af og til frá árinu 2007. Hann segir að sveitarfélagið hafi tekið illa í að leggja innri endurskoðun Orkuveitunnar niður innan fyrirtækisins. „Í stuttu máli snerist það um það að ég hafi vakið athygli stjórnar á þeirri afstöðu minni og okkar í Borgarbyggð að við teldum eðlilegt að það væri sérstök innri endurskoðunarnefnd fyrir þetta stóra fyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Það væri ekki innri endurskoðun eins eigandans þó að Reykjavíkuborg sé langstærsti eigandinn í Orkuveitunni. Við töldum það óeðlilegt að þetta væri tekið inn í þá einingu,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson, fyrrverandi áheyrnarfulltrúi í stjórn OR. Hann segist aldrei hafa séð neitt sem gaf til kynna að það þyrfti að leggja innri endurskoðun innan fyrirtækisins af. „Ég upplifði aldrei neina slíka stöðu,“ segir Björn Bjarki. Björn Bjarki veltir fyrir sér hvort eðlilegt sé að úttektin á starfsháttum innan fyrirtækisins eigi að vera í höndum innri endurskoðun Reykjavíkurborgar. „Það er mitt enn að það sé eðlilegt að sé sérstakur aðili, og þá utanaðkomandi aðili, sem myndi fara yfir þetta.“ Borgarstjórn Tengdar fréttir Ólga meðal starfsfólks Orkuveitu Reykjavíkur Starfsmannafundur var haldinn í OR í gær vegna þeirrar stöðu sem komin er upp innanhúss. Svör starfsmannastjóra við spurningum vöktu furðu starfsfólks. 18. september 2018 06:00 Úttekt gerð á vinnustaðamenningu OR: Borgarfulltrúi segist hafa upplýsingar um fleiri atvik Undirbúningur úttektar hafinn. 17. september 2018 20:25 Vilja úttekt á vinnustaðamenningu hjá fyrirtækjum og stofnunum í borginni Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að borgarfulltrúar hafi fengið ábendingar um slæma vinnustaðamenningu hjá stofnunum Reykjavíkurborgar. 22. september 2018 13:34 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Búið að laga bilunina Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Sjá meira
Byggðaráð Borgarbyggðar lagðist gegn því að Innri endurskoðun Orkuveitu Reykjavíkur yrði lögð niður og endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar tæki við. Fyrrverandi áheyrnafulltrúi í stjórn Orkuveitunnar telur óeðlilegt að innri endurskoðun borgarinnar geri úttekt á starfsháttum fyrirtækisins þar sem hún hefur séð um endurskoðun innan Orkuveitunnar síðustu níu mánuði. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ákvað í þessari viku að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að gera úttekt á vinnustaðarmenningu innan Orkuveitunnar. Frá árinu 2006 og þar til um síðustu áramót var hins vegar innri endurskoðun innan Orkuveitunnar. Samkvæmt fundargerðum stjórnar Orkuveitunnar gerði hún reglulega grein fyrir störfum sínum á stjórnarfundum en meðal þeirra má sjá að í september í fyrra fór hún yfr stöðu ábendinga og í lok nóvember bað hún um aðgang að kerfum sem nauðsynlegur væri fyrir starfsemi innri endurskoðunar. Í lok síðasta árs var hins vegar ákveðið að leggja hana af og setja í hendurnar á innri endurskoðun Reykjavíkurborgar. Stjórnarmaður í sveitastjórn Borgarbyggðar var áheyrnafulltrúi í stjórn Orkuveitunnar af og til frá árinu 2007. Hann segir að sveitarfélagið hafi tekið illa í að leggja innri endurskoðun Orkuveitunnar niður innan fyrirtækisins. „Í stuttu máli snerist það um það að ég hafi vakið athygli stjórnar á þeirri afstöðu minni og okkar í Borgarbyggð að við teldum eðlilegt að það væri sérstök innri endurskoðunarnefnd fyrir þetta stóra fyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Það væri ekki innri endurskoðun eins eigandans þó að Reykjavíkuborg sé langstærsti eigandinn í Orkuveitunni. Við töldum það óeðlilegt að þetta væri tekið inn í þá einingu,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson, fyrrverandi áheyrnarfulltrúi í stjórn OR. Hann segist aldrei hafa séð neitt sem gaf til kynna að það þyrfti að leggja innri endurskoðun innan fyrirtækisins af. „Ég upplifði aldrei neina slíka stöðu,“ segir Björn Bjarki. Björn Bjarki veltir fyrir sér hvort eðlilegt sé að úttektin á starfsháttum innan fyrirtækisins eigi að vera í höndum innri endurskoðun Reykjavíkurborgar. „Það er mitt enn að það sé eðlilegt að sé sérstakur aðili, og þá utanaðkomandi aðili, sem myndi fara yfir þetta.“
Borgarstjórn Tengdar fréttir Ólga meðal starfsfólks Orkuveitu Reykjavíkur Starfsmannafundur var haldinn í OR í gær vegna þeirrar stöðu sem komin er upp innanhúss. Svör starfsmannastjóra við spurningum vöktu furðu starfsfólks. 18. september 2018 06:00 Úttekt gerð á vinnustaðamenningu OR: Borgarfulltrúi segist hafa upplýsingar um fleiri atvik Undirbúningur úttektar hafinn. 17. september 2018 20:25 Vilja úttekt á vinnustaðamenningu hjá fyrirtækjum og stofnunum í borginni Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að borgarfulltrúar hafi fengið ábendingar um slæma vinnustaðamenningu hjá stofnunum Reykjavíkurborgar. 22. september 2018 13:34 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Búið að laga bilunina Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Sjá meira
Ólga meðal starfsfólks Orkuveitu Reykjavíkur Starfsmannafundur var haldinn í OR í gær vegna þeirrar stöðu sem komin er upp innanhúss. Svör starfsmannastjóra við spurningum vöktu furðu starfsfólks. 18. september 2018 06:00
Úttekt gerð á vinnustaðamenningu OR: Borgarfulltrúi segist hafa upplýsingar um fleiri atvik Undirbúningur úttektar hafinn. 17. september 2018 20:25
Vilja úttekt á vinnustaðamenningu hjá fyrirtækjum og stofnunum í borginni Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að borgarfulltrúar hafi fengið ábendingar um slæma vinnustaðamenningu hjá stofnunum Reykjavíkurborgar. 22. september 2018 13:34