Doktor í félagsfræði segir afar mikla stéttaskiptingu hér á landi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. september 2018 19:45 Stéttaskipting hér á landi er afar mikil þegar horft er til eignaskiptingar segir doktor í félagsfræði sem hefur rannsakað fyrirbærið um árabil. Aukinn jöfnuður í samfélaginu auki hamingju og vellíðan allra þegna þess. Þrátt fyrir að því sé oft haldið fram hér á landi að hér ríki lítil sem engin stéttskipting er staðan langt í frá þannig að sögn doktors í félagsfræði sem hefur skoðað málið í þaula undanfarin ár. „Það sem gerist hér fyrir hrun frá miðjum tíunda áratugnum fram að hruni er að efnahagslegur ójöfnuður eykst hröðum skrefum. Sérstaklega þegar kemur að tekjuskiptingunni en líka í eignaskiptingunni. Það sem hefur gerst eftir hrun er að þrátt fyrir að tekjuskiptingin hafi jafnast þá er hún aftur farinn að aukast og að sama skapi eignaskiptingin,“ segir Guðmundur Ævar Oddsson, félagsfræðingur. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg þiggja 2,9 prósent barna að 17 ára aldri fjárhagsaðstoð. Guðmundur segir að í raun sé það aðeins ákvörðun að útrýma barnafátækt. „Allur ójöfnuður er í raun mannanna verk þannig að það er hægt að grípa inn í. Það er ekkert náttúrulögmál sem segir að barnafátækt eigi að vera fimm prósent frekar en núll prósent eða tíu prósent,“ segir Guðmundur. Hann segir mikilvægt að ná auknum jöfnuði. „Það er auðvitað fjölmargar, hundruð ef ekki þúsundir rannsókna sem sýna fram á það að eftir því sem bilið eykst á milli hópa, hvað svo sem þú vilt kalla stéttarnar, að það hefur neikvæð áhrif á glæpatíðni, á heilsu fólks, traust milli hópa, pólitíska þátttöku,“ segir Guðmundur sem er með skilaboð til stjórnvalda. „Það er öllum til heilla, meira segja þeim sem eru ríkir og eiga mest, að reyna að hafa bilið innan skikkanlega marka.“ Guðmundur hélt erindi í Gerðubergi um stéttskiptingu á vegum Eflingar-stéttarfélags sem býður uppá fundarröð þar næstu mánuði. Kjaramál Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Stéttaskipting hér á landi er afar mikil þegar horft er til eignaskiptingar segir doktor í félagsfræði sem hefur rannsakað fyrirbærið um árabil. Aukinn jöfnuður í samfélaginu auki hamingju og vellíðan allra þegna þess. Þrátt fyrir að því sé oft haldið fram hér á landi að hér ríki lítil sem engin stéttskipting er staðan langt í frá þannig að sögn doktors í félagsfræði sem hefur skoðað málið í þaula undanfarin ár. „Það sem gerist hér fyrir hrun frá miðjum tíunda áratugnum fram að hruni er að efnahagslegur ójöfnuður eykst hröðum skrefum. Sérstaklega þegar kemur að tekjuskiptingunni en líka í eignaskiptingunni. Það sem hefur gerst eftir hrun er að þrátt fyrir að tekjuskiptingin hafi jafnast þá er hún aftur farinn að aukast og að sama skapi eignaskiptingin,“ segir Guðmundur Ævar Oddsson, félagsfræðingur. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg þiggja 2,9 prósent barna að 17 ára aldri fjárhagsaðstoð. Guðmundur segir að í raun sé það aðeins ákvörðun að útrýma barnafátækt. „Allur ójöfnuður er í raun mannanna verk þannig að það er hægt að grípa inn í. Það er ekkert náttúrulögmál sem segir að barnafátækt eigi að vera fimm prósent frekar en núll prósent eða tíu prósent,“ segir Guðmundur. Hann segir mikilvægt að ná auknum jöfnuði. „Það er auðvitað fjölmargar, hundruð ef ekki þúsundir rannsókna sem sýna fram á það að eftir því sem bilið eykst á milli hópa, hvað svo sem þú vilt kalla stéttarnar, að það hefur neikvæð áhrif á glæpatíðni, á heilsu fólks, traust milli hópa, pólitíska þátttöku,“ segir Guðmundur sem er með skilaboð til stjórnvalda. „Það er öllum til heilla, meira segja þeim sem eru ríkir og eiga mest, að reyna að hafa bilið innan skikkanlega marka.“ Guðmundur hélt erindi í Gerðubergi um stéttskiptingu á vegum Eflingar-stéttarfélags sem býður uppá fundarröð þar næstu mánuði.
Kjaramál Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira