Lífið

Rihanna útnefnd sérstakur sendiherra Barbados

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Rihanna á góðri stundu.
Rihanna á góðri stundu. Vísir/Getty
Bandaríska leikkonan og poppstjarnan Rihanna hefur verið skipuð í embætti sérstaks sendiherra karabísku eyjunnar Barbados en söngkonan sívinsæla er fædd og uppalin á eyjunni.

Rihanna mun í krafti nýfengis embættis sjá um landkynningu Barbados á sviði mennta, ferðamennsku og fjárfestinga á eyjunni.

Forsætisráðherra Barbados, Mia Amor Mottley, sagði það mikinn heiður að veita söngkonunni þennan titil en Rihanna hefur á ferli sínum unnið mikið að því að auka hróður Barbados um allan heim, auk þess sem hún hefur veitt miklum fjármunum í ýmisskonar uppbyggingu í heimalandi sínu.

„Rihanna hefur mikla ást á þessu landi og það endurspeglast í mannúðarstarfi hennar, einna helst á sviði heilbrigðis- og menntamála. Þá sýnir hún líka föðurlandsást sína með því að gefa svo mikið til baka til landsins og halda áfram að varðveita landið sem heimili sitt.“

Mottley bætir svo við að Rihanna hafi, auk þess að hafa náð gríðarlegum árangri sem poppstjarna, mikla skarpskyggni þegar kemur að tísku og ótrúlegt viðskiptavit.

„Þess vegna er viðeigandi að við gerum henni kleift að leika enn stærra hlutverk í áformum okkar um að umbreyta Barbados.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.