Beðið eftir grænu ljósi frá ríkisskattstjóra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. september 2018 09:30 Stjórn Spalar hf. bíður enn eftir áliti Ríkisskattstjóra (RSK) um áhrif afskriftar ganganna og hugsanlegrar skattlagningar félagsins á árinu 2018. Fréttablaðið/Pjetur Stjórn Spalar hf. bíður enn eftir áliti Ríkisskattstjóra (RSK) um áhrif afskriftar ganganna og hugsanlegrar skattlagningar félagsins á árinu 2018. Fyrirhugað er að hætta innheimtu veggjalda gegnum Hvalfjarðargöng næstkomandi föstudag og afhenda ríkinu göngin til eignar sunnudaginn 30. september. Það gæti þó dregist ef álit RSK skilar sér ekki fyrir þann tíma. Í upphafi var miðað við að ríkið tæki yfir félögin sem eiga og reka göngin. Í maí tilkynnti samgönguráðuneytið stjórninni að sú leið yrði ekki farin. Því er stefnt að því nú að afhenda ríkinu göngin að gjöf og slíta félaginu. Af þeim sökum leitaði Spölur til RSK um miðjan júní til að fá úr því skorið hvaða áhrif slíkur gjörningur hefði við álagningu skatta á félagið. Svar RSK hefur ekki skilað sér. „Satt best að segja höfðum við væntingar um að þetta myndi skila sér í síðustu viku en það varð ekki af því. Við bíðum í raun með hendur á húninum því til að það sé mögulegt að afhenda göngin í mánaðarlok þá þarf þetta bréf að liggja fyrir,“ segir Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar. Undanfarna daga hefur Spölur auglýst að gjaldtöku ljúki 28. september og að í kjölfarið geti fólk skilað áskriftarlyklum og afsláttarmiðum. Sá fyrirvari er gerður í auglýsingunni að álit RSK liggi fyrir sem og úttekt Samgöngustofu. „Við erum að vonast eftir því að svarið liggi fyrir strax eftir helgi. Það verður fundur í ráðuneytinu á mánudag þar sem farið verður yfir stöðuna,“ segir Gísli. Aðspurður um hvað skuli taka til bragðs ef svarið berst seint eða innihald þess verði neikvætt segir Gísli að fundið verði út úr því þegar þar að kemur. Spölur sé á þeirri braut að göngin verði afskrifuð að fullu á árinu og þau verði afhent ríkinu til eignar án endurgjalds. „Það er hin eðlilega leið en við viljum fá það staðfest frá RSK þannig að það verði enginn óvæntur snúningur. Satt best að segja erum við orðnir langeygir eftir svari. Því seinna sem það berst, þeim mun verra er það fyrir okkur og skapar okkur minna svigrúm,“ segir Gísli. „Ef svarið gefur ekki tilefni til neinna tilþrifa þá heldur planið og göngin verða afhent 30. september.“ Birtist í Fréttablaðinu Hvalfjarðargöng Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Sjá meira
Stjórn Spalar hf. bíður enn eftir áliti Ríkisskattstjóra (RSK) um áhrif afskriftar ganganna og hugsanlegrar skattlagningar félagsins á árinu 2018. Fyrirhugað er að hætta innheimtu veggjalda gegnum Hvalfjarðargöng næstkomandi föstudag og afhenda ríkinu göngin til eignar sunnudaginn 30. september. Það gæti þó dregist ef álit RSK skilar sér ekki fyrir þann tíma. Í upphafi var miðað við að ríkið tæki yfir félögin sem eiga og reka göngin. Í maí tilkynnti samgönguráðuneytið stjórninni að sú leið yrði ekki farin. Því er stefnt að því nú að afhenda ríkinu göngin að gjöf og slíta félaginu. Af þeim sökum leitaði Spölur til RSK um miðjan júní til að fá úr því skorið hvaða áhrif slíkur gjörningur hefði við álagningu skatta á félagið. Svar RSK hefur ekki skilað sér. „Satt best að segja höfðum við væntingar um að þetta myndi skila sér í síðustu viku en það varð ekki af því. Við bíðum í raun með hendur á húninum því til að það sé mögulegt að afhenda göngin í mánaðarlok þá þarf þetta bréf að liggja fyrir,“ segir Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar. Undanfarna daga hefur Spölur auglýst að gjaldtöku ljúki 28. september og að í kjölfarið geti fólk skilað áskriftarlyklum og afsláttarmiðum. Sá fyrirvari er gerður í auglýsingunni að álit RSK liggi fyrir sem og úttekt Samgöngustofu. „Við erum að vonast eftir því að svarið liggi fyrir strax eftir helgi. Það verður fundur í ráðuneytinu á mánudag þar sem farið verður yfir stöðuna,“ segir Gísli. Aðspurður um hvað skuli taka til bragðs ef svarið berst seint eða innihald þess verði neikvætt segir Gísli að fundið verði út úr því þegar þar að kemur. Spölur sé á þeirri braut að göngin verði afskrifuð að fullu á árinu og þau verði afhent ríkinu til eignar án endurgjalds. „Það er hin eðlilega leið en við viljum fá það staðfest frá RSK þannig að það verði enginn óvæntur snúningur. Satt best að segja erum við orðnir langeygir eftir svari. Því seinna sem það berst, þeim mun verra er það fyrir okkur og skapar okkur minna svigrúm,“ segir Gísli. „Ef svarið gefur ekki tilefni til neinna tilþrifa þá heldur planið og göngin verða afhent 30. september.“
Birtist í Fréttablaðinu Hvalfjarðargöng Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Sjá meira