Tæplega þrjátíu þúsund miðar fara í sölu á Ed Sheeran Stefán Árni Pálsson skrifar 20. september 2018 09:45 Sheeran stígur á sviðið á Laugardalsvelli þann 10. ágúst 2019. „Við höfum verið að vinna í þessu í tvö ár og undanfarið ár hefur þetta verið mikil pappírsvinna,“ segir Ísleifur Þórhallsson hjá Senu Live en fyrirtækið tilkynnti í morgun að breski tónlistamaðurinn Ed Sheeran komi fram á tónleikum á Laugardalsvelli 10. ágúst næsta sumar. „Við þurftum sjá hvort að sviðið komist fyrir og allskonar smáatriði varðandi víra og græjur sem hefur verið mikil vinna. Hann er að taka 24 tónleika á þessum túr og það er mikill heiður fyrir okkur að fá að vera með í þessu. Hann kemur frá Búdapest yfir til Reykjavíkur og síðan fer hann heim til Englands.“Þrjátíu þúsund miðar Samkvæmt heimildum Vísis fara tæplega þrjátíu þúsund miðar í sölu og verða þeir allir seldir á sama tíma. Líklegt verður að teljast að uppselt verði á tónleikana þar sem Sheeran heldur nánast aldrei tónleika án þess að selja upp. Samkvæmt sömu heimildum verða 10 þúsund miðar í sæti og um tuttugu þúsund miðar í stæði.Sjá einnig: Ed Sheeran heldur tónleika á Laugardalsvelli næsta sumar „Við munum selja alla miðana í einu og þetta verður stafræn biðröð. Það er ekkert aðalatriðið fyrir okkur að selja þá alla um leið, við viljum gera þetta rétt og þessi stafræna röð mun bara hleypa fólki inn í réttri röð.“ Ísleifur segir að Ed Sheeran sé stærsti tónlistamaður samtímans, punktur.Alltaf uppselt „Það er alltaf uppselt á alla hans tónleika og hann er söluhæsti tónlistarmaður sögunnar hvað varðar tónleikahald. Það er ekki í kortunum eins og staðan er núna að við getum boðið upp á aukatónleika.“ Tónleikafyrirtækið AEG vinnur verkefnið með Senu Live en fyrirtækið kom einnig að tvennum tónleikum Justin Bieber hér á landi árið 2016. Fyrirtækið er eitt stærsta í heiminum í þessum bransa. „Fyrir okkur að vera komin í svona náið samstarf við svona risafyrirtæki er bara magnað og að Ísland nái inn dagsetningu í þessum 24 tónleika túr er einnig ótrúlegt. Hann vill bara koma til Íslands.“ Miðasalan hefst 27. september á slaginu níu á tix.is/ED Í boði verða fjögur verðsvæði: – Standandi: 15.990 kr – Sitjandi C: 19.990 kr – Sitjandi B: 24.990 kr – Sitjandi A: 29.990 kr.- Ed Sheeran á Íslandi Tengdar fréttir Ed Sheeran heldur tónleika á Laugardalsvelli næsta sumar Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran heldur tónleika á Laugardalsvelli 10. ágúst 2019 en þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live. 20. september 2018 09:02 Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira
„Við höfum verið að vinna í þessu í tvö ár og undanfarið ár hefur þetta verið mikil pappírsvinna,“ segir Ísleifur Þórhallsson hjá Senu Live en fyrirtækið tilkynnti í morgun að breski tónlistamaðurinn Ed Sheeran komi fram á tónleikum á Laugardalsvelli 10. ágúst næsta sumar. „Við þurftum sjá hvort að sviðið komist fyrir og allskonar smáatriði varðandi víra og græjur sem hefur verið mikil vinna. Hann er að taka 24 tónleika á þessum túr og það er mikill heiður fyrir okkur að fá að vera með í þessu. Hann kemur frá Búdapest yfir til Reykjavíkur og síðan fer hann heim til Englands.“Þrjátíu þúsund miðar Samkvæmt heimildum Vísis fara tæplega þrjátíu þúsund miðar í sölu og verða þeir allir seldir á sama tíma. Líklegt verður að teljast að uppselt verði á tónleikana þar sem Sheeran heldur nánast aldrei tónleika án þess að selja upp. Samkvæmt sömu heimildum verða 10 þúsund miðar í sæti og um tuttugu þúsund miðar í stæði.Sjá einnig: Ed Sheeran heldur tónleika á Laugardalsvelli næsta sumar „Við munum selja alla miðana í einu og þetta verður stafræn biðröð. Það er ekkert aðalatriðið fyrir okkur að selja þá alla um leið, við viljum gera þetta rétt og þessi stafræna röð mun bara hleypa fólki inn í réttri röð.“ Ísleifur segir að Ed Sheeran sé stærsti tónlistamaður samtímans, punktur.Alltaf uppselt „Það er alltaf uppselt á alla hans tónleika og hann er söluhæsti tónlistarmaður sögunnar hvað varðar tónleikahald. Það er ekki í kortunum eins og staðan er núna að við getum boðið upp á aukatónleika.“ Tónleikafyrirtækið AEG vinnur verkefnið með Senu Live en fyrirtækið kom einnig að tvennum tónleikum Justin Bieber hér á landi árið 2016. Fyrirtækið er eitt stærsta í heiminum í þessum bransa. „Fyrir okkur að vera komin í svona náið samstarf við svona risafyrirtæki er bara magnað og að Ísland nái inn dagsetningu í þessum 24 tónleika túr er einnig ótrúlegt. Hann vill bara koma til Íslands.“ Miðasalan hefst 27. september á slaginu níu á tix.is/ED Í boði verða fjögur verðsvæði: – Standandi: 15.990 kr – Sitjandi C: 19.990 kr – Sitjandi B: 24.990 kr – Sitjandi A: 29.990 kr.-
Ed Sheeran á Íslandi Tengdar fréttir Ed Sheeran heldur tónleika á Laugardalsvelli næsta sumar Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran heldur tónleika á Laugardalsvelli 10. ágúst 2019 en þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live. 20. september 2018 09:02 Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira
Ed Sheeran heldur tónleika á Laugardalsvelli næsta sumar Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran heldur tónleika á Laugardalsvelli 10. ágúst 2019 en þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live. 20. september 2018 09:02