Neyðarástand bregðist stjórnvöld ekki við Sveinn Arnarsson skrifar 8. október 2018 07:00 Frá fiskeldi í Súgandafirði. NORDIC PHOTOS/GETTY Stjórnsýsla Bregðist stjórnvöld ekki við samstundis er ljóst að úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála muni hafa afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir sunnanverða Vestfirði að mati forsvarsmanna sveitarfélaga á svæðinu. Formaður stjórnar Arnarlax segir mikilvægt að stjórnvöld grípi í taumana. „Við höfum miklar áhyggjur af stöðunni og erum uggandi yfir stöðu fyrirtækisins og greinarinnar í heild sinni. Ljóst er að inngrip með þessum hætti hefur veruleg áhrif á uppbyggingu félagsins og þær framtíðarvæntingar sem við berum í brjósti,“ segir Kjartan Ólafsson, formaður stjórnar Arnarlax. „Það er alveg ljóst að laxeldi á Íslandi verður ekki byggt upp án tilskilinna leyfa. Arnarlax stendur fjárhagslega sterkt. Það var viðbúið að uppbygging nýrrar atvinnugreinar myndi taka tíma en þetta vitaskuld setur strik í reikninginn varðandi það ferli og tímaáætlanir sem við höfum haft í huga.“ Forsvarsmenn Vesturbyggðar og Tálknafjarðar fóru á fund með formönnum stjórnarflokkanna um helgina og gerðu þeim grein fyrir alvarleika málsins. Sveitarfélögin tvö, með tæplega 1.300 íbúa, telja að um 165 íbúar vinni fyrir fyrirtækin á svæðinu beint auk fjölda verktaka og þjónustufyrirtækja sem tengist fiskeldi. Því sé mikilvægt að skera á þann hnút sem kominn er. Kjartan segir að fyrirtækið hafi ekki stefnt ríkinu til ógildingar á ákvörðun úrskurðarnefndarinnar. „Sú spurning hefur ekki komið upp,“ segir Kjartan og bendir á að það sé stjórnvalda að taka á málinu. „Við hins vegar væntum þess að stjórnvöld muni taka á þessum málum í framhaldi af úrskurði nefndarinnar.“ Á fundinum var sveitarfélögunum tjáð að unnið væri að lausnum til að bregðast við því óvissuástandi sem ríkir fyrir vestan. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vildi ekki tjá sig um að hvaða lausnum væri unnið. „Ég tel eðlilegt að ráðherrar þeirra málaflokka, sjávarútvegsráðherra og umhverfisráðherra, tjái sig um hvaða lausnir það eru,“ segir Sigurður Ingi. Hvorki náðist í umhverfisráðherra né sjávarútvegsráðherra við vinnslu fréttarinnar í gær. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Vesturbyggð Tengdar fréttir Hafna frestun réttaráhrifa eftir sviptingu starfsleyfis Úrskurðar- og auðlindanefnd vísaði frá kröfu fiskeldisfyrirtækja um frestun réttaráhrifa. 5. október 2018 19:45 Starfsleyfi laxeldisfyrirtækja felld úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðarlax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. 4. október 2018 17:22 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Stjórnsýsla Bregðist stjórnvöld ekki við samstundis er ljóst að úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála muni hafa afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir sunnanverða Vestfirði að mati forsvarsmanna sveitarfélaga á svæðinu. Formaður stjórnar Arnarlax segir mikilvægt að stjórnvöld grípi í taumana. „Við höfum miklar áhyggjur af stöðunni og erum uggandi yfir stöðu fyrirtækisins og greinarinnar í heild sinni. Ljóst er að inngrip með þessum hætti hefur veruleg áhrif á uppbyggingu félagsins og þær framtíðarvæntingar sem við berum í brjósti,“ segir Kjartan Ólafsson, formaður stjórnar Arnarlax. „Það er alveg ljóst að laxeldi á Íslandi verður ekki byggt upp án tilskilinna leyfa. Arnarlax stendur fjárhagslega sterkt. Það var viðbúið að uppbygging nýrrar atvinnugreinar myndi taka tíma en þetta vitaskuld setur strik í reikninginn varðandi það ferli og tímaáætlanir sem við höfum haft í huga.“ Forsvarsmenn Vesturbyggðar og Tálknafjarðar fóru á fund með formönnum stjórnarflokkanna um helgina og gerðu þeim grein fyrir alvarleika málsins. Sveitarfélögin tvö, með tæplega 1.300 íbúa, telja að um 165 íbúar vinni fyrir fyrirtækin á svæðinu beint auk fjölda verktaka og þjónustufyrirtækja sem tengist fiskeldi. Því sé mikilvægt að skera á þann hnút sem kominn er. Kjartan segir að fyrirtækið hafi ekki stefnt ríkinu til ógildingar á ákvörðun úrskurðarnefndarinnar. „Sú spurning hefur ekki komið upp,“ segir Kjartan og bendir á að það sé stjórnvalda að taka á málinu. „Við hins vegar væntum þess að stjórnvöld muni taka á þessum málum í framhaldi af úrskurði nefndarinnar.“ Á fundinum var sveitarfélögunum tjáð að unnið væri að lausnum til að bregðast við því óvissuástandi sem ríkir fyrir vestan. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vildi ekki tjá sig um að hvaða lausnum væri unnið. „Ég tel eðlilegt að ráðherrar þeirra málaflokka, sjávarútvegsráðherra og umhverfisráðherra, tjái sig um hvaða lausnir það eru,“ segir Sigurður Ingi. Hvorki náðist í umhverfisráðherra né sjávarútvegsráðherra við vinnslu fréttarinnar í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Vesturbyggð Tengdar fréttir Hafna frestun réttaráhrifa eftir sviptingu starfsleyfis Úrskurðar- og auðlindanefnd vísaði frá kröfu fiskeldisfyrirtækja um frestun réttaráhrifa. 5. október 2018 19:45 Starfsleyfi laxeldisfyrirtækja felld úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðarlax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. 4. október 2018 17:22 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Hafna frestun réttaráhrifa eftir sviptingu starfsleyfis Úrskurðar- og auðlindanefnd vísaði frá kröfu fiskeldisfyrirtækja um frestun réttaráhrifa. 5. október 2018 19:45
Starfsleyfi laxeldisfyrirtækja felld úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðarlax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. 4. október 2018 17:22